Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 15:07 Ýmsir á Facebook meta það svo að Ólafur Ragnar hafi rassskellt Sigmund Davíð, og tekið hann í kennslustund þegar hann neitaði honum um heimild til þingrofs. Fólkið á Facebook telur Ólaf Ragnar hafa kaghýtt Sigmund Forseti Íslands er með pálmann í höndunum en forsætisráðherra smáður. Gusurnar ganga yfir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebook í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti landsins neitaði honum um heimild til þingrofs. Þar eiga menn erfitt með að halda lýsingarorðum sínum í skefjum. Þeir sem tjá sig um þennan leik á Facebook eiga ekki í nokkrum vandræðum með að túlka þennan millileik sem svo að staða Sigmundar Davíðs sé þar með algerlega vonlaus. Menn ganga nokkuð langt í túlkunum sínum og er Sigmundur Davíð sagður hafa verið flengdur af forsetanum, sem sjálfur stendur uppi með pálmann í höndunum. Helgi Seljan þurfti að láta segja sér þetta tvisvar: „Ólafur Ragnar neitaði SDG - heyrist mér. OMG.“ Reynir Traustason blaðamaður segir þetta stórleik forsetans: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bókstaflega sleginn kaldur. Ruglinu linnir vonandi sem með þessu og forsætisráðherrann hrökklast þangað sem honum ber. Ferfalt húrra fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni.“ Og Mörður Árnason varaþingmaður segist ... „[A]Alltíeinu soldið ánægður með forsetann sem ég kaus. Une grande performance -- og hárrétt ákvörðun, stjórnskipunarlega og pólitískt. Nú er að bíða í tíu mínútur eftir næsta leik ... hannaða atburðarásin á fullu ...“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri kann einnig að koma orðum að því: „Ólafur Ragnar gerði það eina rétta í stöðunni: Hann rassskellti freka kallinn! Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er slíkur amatör og fúskari að það hálfa væri nóg. Hvernig tókst okkur að velja þennan mann sem forsætisráðherra okkar? Það er rannsóknarefni.“ Og blaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson er á sama róli: „SDG niðurlægður af pólitískum guðföður sínum, ÓRG sem tekst um leið að gera sjálfan sig að miðpunkti athyglinnar.“ Enn einn blaðamaðurinn sem tjáir sig um málið er Ágúst Borgþór Sverrisson, sem segir, fullur aðdáunar á þeirri skák sem Ólafur Ragnar tefldi þegar hann neitað Sigmundi um heimildina: „Svo heldur fólk að hvaða kjáni sem er geti verið forseti.“ Panama-skjölin Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Sjá meira
Fólkið á Facebook telur Ólaf Ragnar hafa kaghýtt Sigmund Forseti Íslands er með pálmann í höndunum en forsætisráðherra smáður. Gusurnar ganga yfir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebook í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti landsins neitaði honum um heimild til þingrofs. Þar eiga menn erfitt með að halda lýsingarorðum sínum í skefjum. Þeir sem tjá sig um þennan leik á Facebook eiga ekki í nokkrum vandræðum með að túlka þennan millileik sem svo að staða Sigmundar Davíðs sé þar með algerlega vonlaus. Menn ganga nokkuð langt í túlkunum sínum og er Sigmundur Davíð sagður hafa verið flengdur af forsetanum, sem sjálfur stendur uppi með pálmann í höndunum. Helgi Seljan þurfti að láta segja sér þetta tvisvar: „Ólafur Ragnar neitaði SDG - heyrist mér. OMG.“ Reynir Traustason blaðamaður segir þetta stórleik forsetans: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bókstaflega sleginn kaldur. Ruglinu linnir vonandi sem með þessu og forsætisráðherrann hrökklast þangað sem honum ber. Ferfalt húrra fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni.“ Og Mörður Árnason varaþingmaður segist ... „[A]Alltíeinu soldið ánægður með forsetann sem ég kaus. Une grande performance -- og hárrétt ákvörðun, stjórnskipunarlega og pólitískt. Nú er að bíða í tíu mínútur eftir næsta leik ... hannaða atburðarásin á fullu ...“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri kann einnig að koma orðum að því: „Ólafur Ragnar gerði það eina rétta í stöðunni: Hann rassskellti freka kallinn! Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er slíkur amatör og fúskari að það hálfa væri nóg. Hvernig tókst okkur að velja þennan mann sem forsætisráðherra okkar? Það er rannsóknarefni.“ Og blaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson er á sama róli: „SDG niðurlægður af pólitískum guðföður sínum, ÓRG sem tekst um leið að gera sjálfan sig að miðpunkti athyglinnar.“ Enn einn blaðamaðurinn sem tjáir sig um málið er Ágúst Borgþór Sverrisson, sem segir, fullur aðdáunar á þeirri skák sem Ólafur Ragnar tefldi þegar hann neitað Sigmundi um heimildina: „Svo heldur fólk að hvaða kjáni sem er geti verið forseti.“
Panama-skjölin Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Sjá meira