Innlent

Langfæstir myndu kjósa Bjarta framtíð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fleiri myndu skila auðu en þeir sem myndu kjósa Bjarta framtíð, Samfylkinguna eða Vinstri græna.
Fleiri myndu skila auðu en þeir sem myndu kjósa Bjarta framtíð, Samfylkinguna eða Vinstri græna.
Flestir myndu kjósa Pírata ef gengið yrði til þingkosninga nú, samkvæmt óformlegri könnun Reykjavík síðdegis sem fram fór á Vísi í síðustu viku. Fleiri myndu skila auðu en þeir sem myndu kjósa Bjarta framtíð, Samfylkinguna eða Vinstri græna.

Píratar mælast með 27,5 prósenta fylgi og er þannig stærsta stjórnmálaaflið í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarflokkarnir fylgja þar á eftir. Alls myndu 20,7 prósent kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 19,4 prósent Framsóknarflokkinn. Þá myndu 5,3 prósent kjósa Samfylkinguna, 4,7 prósent Vinstri græna og langfæstir myndu kjósa Bjarta framtíð, eða 1,8 prósent.

Athygli vekur að nokkuð stór hluti myndi skila auðu, alls 1624 manns af þeim tæplega 18 þúsund sem tóku þátt í könnuninni, sem samsvarar 9,2 prósentum. Þá eru 6,7 prósent óákveðnir eða 1183 og 4,7 prósent myndu kjósa annan stjórnmálaflokk, eða 830 manns.

Alls tóku 17.658 manns þátt í könnuninni sem fram fór á Vísi dagana 23. til 28. mars. Spurt var „Hvað myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?“. Um óformlega könnun er að ræða en hver og einn getur tekið þátt í könnuninni einu sinni á sólarhring í hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru hins vegar í samræmi við könnun 365 sem gerð var fyrr í þessum mánuði og skoða má hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.