Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Ingvar Haraldsson skrifar 22. mars 2016 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði ráðgjafarhóp um afnám hafta. vísir/anton brink Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, telur aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að afnámi fjármagnshafta, án þess að upplýsa um hagsmunatengsl sín, ekki vera í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Félagið Wintris Inc. í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, lýsti kröfum að fjárhæð um 500 milljónir króna í þrotabú föllnu bankanna. Eiríkur segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. „Þannig gilda hæfisreglur stjórnsýslulaga þegar teknar eru stjórnvaldsákvarðanir og óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar við meðferð mála almennt. Ef eiginkona ráðherra átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta við lagasetninguna, eins og hún hefur upplýst að hún átti, þá vakna spurningar um hæfi ráðherrans til þess að taka þátt í málinu yfirhöfuð,“ segir Eiríkur. Lykilatriði sé hins vegar hvort hagsmunirnir séu slíkir að það valdi vanhæfi til meðferðar málsins. „Ef hann hefur haft með ákvarðanir um málið að gera sem forsætisráðherra, til dæmis skipað í ráðgjafarhóp og eftir atvikum fleiri nefndir sem áttu að vinna að undirbúningi lagasetningar um afnám hafta, stöðugleikaskatt og fleira, þá kann það að öðrum skilyrðum fullnægðum að vera í andstöðu við stjórnsýslulögin og þessar óskráðu reglur,“ segir hann. Sigmundur hafði margvíslega aðkomu að vinnu stjórnvalda við afnám hafta. Hann skipaði til að mynda ráðgjafarhóp um afnám hafta 27. nóvember 2013. Ákvörðun um skipun hópsins var tekin 18. október 2013 af ráðherranefnd um efnahagsmál, sem er skipuð Sigmundi og Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Á sama fundi var ákveðið að stýrinefnd um afnám hafta myndi stýra vinnu stjórnvalda um haftaafnám og að Bjarni yrði nefndarformaður. Auk þess skyldi forsætisráðuneytið tilefna tvo fulltrúa, fjármála- og efnahagsráðuneytið einn og Seðlabankinn einn. Í nefndinni sátu ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi Sigmundar. Einnig kom fram í kynningu stjórnvalda á aðgerðaáætlun til losunar hafta síðasta sumar að ráðherranefndin hefði samþykkt þau stöðugleikaskilyrði sem slitabúin þyrftu að uppfylla til að komast hjá 39 prósenta stöðugleikaskatti. Eiríkur bendir á að vegna stjórnskipulegrar stöðu ráðherra megi almennt játa ráðherra svigrúm til að skipa í nefndir á hans vegum til að útfæra pólitíska stefnu hans. „Hitt er annað að þetta svigrúm ráðherra gildir ekki endilega um önnur atriði og því geta fjárhagslegir hagsmunir leitt til vanhæfis hans. Ef hann teldist vanhæfur, ætti hann ekki að koma að málinu sem framkvæmdarvaldshafi,“ segir Eiríkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Panama-skjölin Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, telur aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að afnámi fjármagnshafta, án þess að upplýsa um hagsmunatengsl sín, ekki vera í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Félagið Wintris Inc. í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, lýsti kröfum að fjárhæð um 500 milljónir króna í þrotabú föllnu bankanna. Eiríkur segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. „Þannig gilda hæfisreglur stjórnsýslulaga þegar teknar eru stjórnvaldsákvarðanir og óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar við meðferð mála almennt. Ef eiginkona ráðherra átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta við lagasetninguna, eins og hún hefur upplýst að hún átti, þá vakna spurningar um hæfi ráðherrans til þess að taka þátt í málinu yfirhöfuð,“ segir Eiríkur. Lykilatriði sé hins vegar hvort hagsmunirnir séu slíkir að það valdi vanhæfi til meðferðar málsins. „Ef hann hefur haft með ákvarðanir um málið að gera sem forsætisráðherra, til dæmis skipað í ráðgjafarhóp og eftir atvikum fleiri nefndir sem áttu að vinna að undirbúningi lagasetningar um afnám hafta, stöðugleikaskatt og fleira, þá kann það að öðrum skilyrðum fullnægðum að vera í andstöðu við stjórnsýslulögin og þessar óskráðu reglur,“ segir hann. Sigmundur hafði margvíslega aðkomu að vinnu stjórnvalda við afnám hafta. Hann skipaði til að mynda ráðgjafarhóp um afnám hafta 27. nóvember 2013. Ákvörðun um skipun hópsins var tekin 18. október 2013 af ráðherranefnd um efnahagsmál, sem er skipuð Sigmundi og Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Á sama fundi var ákveðið að stýrinefnd um afnám hafta myndi stýra vinnu stjórnvalda um haftaafnám og að Bjarni yrði nefndarformaður. Auk þess skyldi forsætisráðuneytið tilefna tvo fulltrúa, fjármála- og efnahagsráðuneytið einn og Seðlabankinn einn. Í nefndinni sátu ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi Sigmundar. Einnig kom fram í kynningu stjórnvalda á aðgerðaáætlun til losunar hafta síðasta sumar að ráðherranefndin hefði samþykkt þau stöðugleikaskilyrði sem slitabúin þyrftu að uppfylla til að komast hjá 39 prósenta stöðugleikaskatti. Eiríkur bendir á að vegna stjórnskipulegrar stöðu ráðherra megi almennt játa ráðherra svigrúm til að skipa í nefndir á hans vegum til að útfæra pólitíska stefnu hans. „Hitt er annað að þetta svigrúm ráðherra gildir ekki endilega um önnur atriði og því geta fjárhagslegir hagsmunir leitt til vanhæfis hans. Ef hann teldist vanhæfur, ætti hann ekki að koma að málinu sem framkvæmdarvaldshafi,“ segir Eiríkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.
Panama-skjölin Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira