Innlent

Samkeppni um Gufunessvæði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Skipuleggja á 1,3 ferkílómetra í Gufunesi.
Skipuleggja á 1,3 ferkílómetra í Gufunesi. Fréttablaðið/GVA
Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir þátttakendum í forval fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðisins.

„Skipulag svæðisins hefur lengi verið órætt og miklar umræður hafa verið um framtíðarþróun þess,“ segir í tilkynningu frá borginni.

„Þátttakendum er ætlað að koma með áhugaverðar og spennandi tillögur um blandaða byggð sem innifela í sér skrifstofur, íbúðir og þjónustu ásamt opnum almenningsrýmum og góðum samgöngum. Þeim er einnig uppálagt að skoða möguleikana og að nýta sóknarfærin sem myndast með öflugu kvikmyndaveri á svæðinu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.