Stjórnarandstaðan bíður eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins Birta Björnsdóttir skrifar 25. mars 2016 16:34 Formaður Bjartrar framtíðar furðar sig á því að forsætisráðherra þyki eðiliegt að skilgreina siðferði sitt sjálfur. Hann segist bíða eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins af málinu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, skrifaði færslu á Facebook í gær í kjölfar viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Fréttablaðinu. Þar segist Óttarr meðal annars fá dálítið í magann yfir forsætisráðherra sem finnst fullkomlega eðlilegt að deila ekki kjörum sínum með þjóð sinni sem er föst innan gjaldeyrishafta, forsætisráðherra sem líkir hagsmunum af hundruð milljóna kröfu við hagsmuni almennings í gegnum lífeyrissjóði. „Ég hef verið hugsi eins og svo margir aðrir alveg síðan að málið kom upp. Verið að reyna átta mig á því. Síðan skrifaði ég viðbrögð við tiltali við forsætisráðherra í gær sem mér fannst vera svo makalaust. Ég átti nú von á því að forsætisráðherra áttaði sig á því hvað fólki þætti skrítið að hann skyldi ekki hafa látið vita af þessu fyrr og átti ekki von á því að hann kæmi svona sterkt fram með þá skoðun að hann teldi það fullkomlega eðlilegt að hann skilgreindi sitt siðferði sjálfur,“ segir Óttar í samtali við fréttastofu. „Það hefur verið gefið í skyn að það séu fleiri upplýsingar sem eigi eftir að koma í ljós. Við eigum eftir að skoða betur og átta okkur betur á því hvort þetta hafi verið vanhæfi og svo framvegis. Við í Bjartri framtíð, eins og aðrir flokkar, erum að reyna að átta okkur á ástandinu og næstu skrefum í þinginu.“ Óttar segir að stjórnarandstaðan hafi ekki fundað formlega undanfarna daga þar sem að fundahlé standi nú yfir á Alþingi. Nokkrir fulltrúar hafi hist og rætt málin á borgarafundi um heilbrigðismál. „Við höfum enn ekki ákveðið neitt enda biðum við eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. Síðan bíðum við enn eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Óttar að lokum.Er hugsi.Ég á erfitt með forsætisráðherra sem takmarkar siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Ég held ég sé...Posted by Óttarr Proppé on Thursday, 24 March 2016 Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar furðar sig á því að forsætisráðherra þyki eðiliegt að skilgreina siðferði sitt sjálfur. Hann segist bíða eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins af málinu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, skrifaði færslu á Facebook í gær í kjölfar viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Fréttablaðinu. Þar segist Óttarr meðal annars fá dálítið í magann yfir forsætisráðherra sem finnst fullkomlega eðlilegt að deila ekki kjörum sínum með þjóð sinni sem er föst innan gjaldeyrishafta, forsætisráðherra sem líkir hagsmunum af hundruð milljóna kröfu við hagsmuni almennings í gegnum lífeyrissjóði. „Ég hef verið hugsi eins og svo margir aðrir alveg síðan að málið kom upp. Verið að reyna átta mig á því. Síðan skrifaði ég viðbrögð við tiltali við forsætisráðherra í gær sem mér fannst vera svo makalaust. Ég átti nú von á því að forsætisráðherra áttaði sig á því hvað fólki þætti skrítið að hann skyldi ekki hafa látið vita af þessu fyrr og átti ekki von á því að hann kæmi svona sterkt fram með þá skoðun að hann teldi það fullkomlega eðlilegt að hann skilgreindi sitt siðferði sjálfur,“ segir Óttar í samtali við fréttastofu. „Það hefur verið gefið í skyn að það séu fleiri upplýsingar sem eigi eftir að koma í ljós. Við eigum eftir að skoða betur og átta okkur betur á því hvort þetta hafi verið vanhæfi og svo framvegis. Við í Bjartri framtíð, eins og aðrir flokkar, erum að reyna að átta okkur á ástandinu og næstu skrefum í þinginu.“ Óttar segir að stjórnarandstaðan hafi ekki fundað formlega undanfarna daga þar sem að fundahlé standi nú yfir á Alþingi. Nokkrir fulltrúar hafi hist og rætt málin á borgarafundi um heilbrigðismál. „Við höfum enn ekki ákveðið neitt enda biðum við eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. Síðan bíðum við enn eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Óttar að lokum.Er hugsi.Ég á erfitt með forsætisráðherra sem takmarkar siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Ég held ég sé...Posted by Óttarr Proppé on Thursday, 24 March 2016
Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30
Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00
Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53