Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. mars 2016 07:00 Sigmundur Davíð hefur verið í eldlínunni undanfarna daga. vísir/valli Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði sín á milli hvort styðja eigi hugsanlegt vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vegna eigna eiginkonu hans á Bresku Jómfrúreyjum. Reynt var að hafa tal af öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en bara náðist í Guðlaug Þór Þórðarson og Vilhjálm Bjarnason, sem vildu ekki tjá sig. Ítrekað var reynt að ná í Bjarna Benediktsson, formann flokksins, án árangurs. Nokkrir þingmenn flokksins hafa þó tjáð sig annars staðar. Brynjar Níelsson sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að málið væri óþægilegt fyrir ríkisstjórnarsamstarfið sérstaklega í ljósi undangenginna samninga við kröfuhafa og vegna afnáms hafta. Hann vill að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundi um málið og fái allar staðreyndir upp á borðið.Og áður en Sigmundur Davíð steig fram í viðtali við Fréttablaðið lýsti Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins, þeirri skoðun að forsætisráðherra væri í erfiðri stöðu og þyrfti að skýra málið fyrir þjóðinni. Vilhjálmur Bjarnason lýsti þá þeirri skoðun sinni í samtali við Stöð 2 að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um eignarhald eiginkonu sinnar og að málið rýri traust á milli stjórnarflokkanna.Óttarr Proppé kallar eftir svörum frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/StefánÓttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tjáði sig um málið í gær á Facebook og kvaðst eiga erfitt með forsætisráðherra sem takmarki siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Þá víkur hann að ábyrgðarhlutverki Sjálfstæðisflokksins. „Eru sjálfstæðismenn sammála forsætisráðherra sínum um skilgreiningar á siðferði og hvað sé eðlilegt? Ég hlakka til að frétta það. Held að fleiri séu í svipaðri stöðu.“ Þá sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, í samtali við útvarpsfréttir RÚV í gær að stofna ætti rannsóknarnefnd um málið en slíkt hafi verið gert af minna tilefni. Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Sigmundur Davíð: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur greint frá því að hún eigi aflandsfélag utan um eignir sínar sem nema tæpum 800 milljónum króna. 24. mars 2016 05:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði sín á milli hvort styðja eigi hugsanlegt vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vegna eigna eiginkonu hans á Bresku Jómfrúreyjum. Reynt var að hafa tal af öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en bara náðist í Guðlaug Þór Þórðarson og Vilhjálm Bjarnason, sem vildu ekki tjá sig. Ítrekað var reynt að ná í Bjarna Benediktsson, formann flokksins, án árangurs. Nokkrir þingmenn flokksins hafa þó tjáð sig annars staðar. Brynjar Níelsson sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að málið væri óþægilegt fyrir ríkisstjórnarsamstarfið sérstaklega í ljósi undangenginna samninga við kröfuhafa og vegna afnáms hafta. Hann vill að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundi um málið og fái allar staðreyndir upp á borðið.Og áður en Sigmundur Davíð steig fram í viðtali við Fréttablaðið lýsti Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins, þeirri skoðun að forsætisráðherra væri í erfiðri stöðu og þyrfti að skýra málið fyrir þjóðinni. Vilhjálmur Bjarnason lýsti þá þeirri skoðun sinni í samtali við Stöð 2 að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um eignarhald eiginkonu sinnar og að málið rýri traust á milli stjórnarflokkanna.Óttarr Proppé kallar eftir svörum frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/StefánÓttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tjáði sig um málið í gær á Facebook og kvaðst eiga erfitt með forsætisráðherra sem takmarki siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Þá víkur hann að ábyrgðarhlutverki Sjálfstæðisflokksins. „Eru sjálfstæðismenn sammála forsætisráðherra sínum um skilgreiningar á siðferði og hvað sé eðlilegt? Ég hlakka til að frétta það. Held að fleiri séu í svipaðri stöðu.“ Þá sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, í samtali við útvarpsfréttir RÚV í gær að stofna ætti rannsóknarnefnd um málið en slíkt hafi verið gert af minna tilefni.
Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Sigmundur Davíð: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur greint frá því að hún eigi aflandsfélag utan um eignir sínar sem nema tæpum 800 milljónum króna. 24. mars 2016 05:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30
Sigmundur Davíð: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur greint frá því að hún eigi aflandsfélag utan um eignir sínar sem nema tæpum 800 milljónum króna. 24. mars 2016 05:00
Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53