Náttúrulyf geta verið varasöm á meðgöngu Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. mars 2016 07:00 Á vísindavef Óslóarháskóla er fjallað um nýja fjölþjóðlega rannsókn á notkun kvenna á náttúruefnum og náttúrulyfjum á meðgöngu. Hér má sjá umfjöllunina og forsíðu rannsóknarinnar sjálfrar. Mynd/Skjáskot Ný fjölþjóðleg rannsókn sýnir að rétt tæp 30 prósent kvenna nota einhvers konar náttúrulyf á meðgöngu. Af þeim hópi notar fimmtungurinn efni sem óráðlegt er talið að þungaðar konur noti. Rannsóknin, sem unnin er í samstarfi kanadískra og norskra vísindamanna, náði til yfir 9.000 kvenna í um 20 löndum, þar á meðal á Íslandi. Notkun íslenskra kvenna á þessum efnum er ekki tilgreind sérstaklega en telja má líklegt að hún sé svipuð og gerist í Noregi. Í umfjöllun á vísindavef Háskólans í Ósló kemur fram að 17,3 prósent þarlendra notuðu jurtalyf á meðgöngu og fimmtungur þeirra efni sem vísindamenn telja ótrygg. Um leið kemur fram að í þeim tilvikum sem konur hafi notað ótrygg efni séu meiri líkur en minni á að heilbrigðisstarfsmaður hafi mælt með notkuninni. Þetta kalli á fræðsluátak meðal heilbrigðisstarfsfólks. „Ég held að alls ekki sé lögð nógu mikil áhersla á þetta. Mjög margar konur og fólk almennt heldur að allt sem er úr náttúrunni sé öruggt og það er það náttúrlega ekki,“ segir Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við Háskóla Íslands. „Svo er annað sem mér finnst að fólk þurfi að hafa í huga, og þá sér í lagi viðkvæmir hópar, eins og óléttar konur og konur með barn á brjósti, sem er að mjög oft veit neytandinn ekki hvernig þetta er framleitt og óvissa er um gæðakröfur.“ Margar rannsóknir sýni að styrkur efnanna sé ekki sá sem haldið sé fram á umbúðum. Sesselja segir því sérstaka ástæðu fyrir þungaðar konur að hafa varann á þegar kemur að þessum efnum. „Og þó að eitthvað hafi verið notað í mörg ár þá er þar ekki samasemmerki við það að varan sé örugg. Það er kannski ekki bráðdrepandi, en við vitum ekki alltaf hver langtímaáhrifin eru."Á vísindavef Óslóarháskóla er fjallað um nýja fjölþjóðlega rannsókn á notkun kvenna á náttúruefnum og náttúrulyfjum á meðgöngu. Hér má sjá umfjöllunina og forsíðu rannsóknarinnar sjálfrar. Mynd/SkjáskotMargvíslegar ástæður geta verið fyrir því að plöntur rata á listann hér til hliðar yfir þær sem konur ættu að forðast á meðgöngu. Þannig geta sum virk efni aukið blæðingar, eða eru talin geta ýtt undir fósturlát, hamlað vexti fósturs eða annað slíkt. Meðal alvarlegri áhrifavalda eru til dæmis marijúana sem sagt er geta aukið áhættuna á bæði vansköpun og fyrirburafæðingu. Þá séu að koma fram vísbendingar um skerðingu á greind barna þar sem mæður hafa notað efnið á meðgöngu. Þá eru náttúruvörur sem koma á óvart, svo sem lakkrísplanta og kanill. Lakkrísneysla í miklu magni er sögð auka hættu á fyrirburði og börn mæðra sem borðað hafi meira en 500 grömm af lakkris á viku á meðgöngu eru sögð hafa mælst með breytingar á cortisol-gildum og lærdómshæfileikum. Kanilneysla í miklu magni er sögð geta ýtt undir vansköpun fósturs.Sesselja Ómarsdóttir, lyfjafræðiprófessor við Háskóla ÍslandsÞá er steinselja í stórum skömmtum sögð geta ýtt undir fósturlát. Í salvíu og vallhumli veldur innihald thujon áhyggjum, en það er sömuleiðis sagt geta ýtt undir fósturlát. Þá kemur fram í umfjölluninni á vef Óslóarháskóla að fleira þurfi að hafa í huga, svo sem varðandi trönuberjasaft, sem stundum er notuð við vægum þvagfærasýkingum. Haft er eftir Angelu Lupattelli, einum vísindamannanna sem að rannsókninni standa, að trönuber geti haft forvarnargildi, en geti ekki læknað sýkingar. Þar þurfi að koma til sýklalyf, því þvagfærasýking geti í versta falli breiðst út í nýru og þá orðið skaðleg bæði móður og barni. „Til eru alveg örugg sýklalyf sem nota má í slíkum tilfellum,“ er eftir henni haft.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. marsPlönturnar 27 sem varað er við í nýrri rannsókn*Heiti / Latneskt heiti Vallhumall (e. Yarrow) / Achillea millefolium Ætihvönn (e. Garden Angelica) / Angelica archangelica Kínahvönn (e. Dong Quai) / Angelica polymorpha eða Angelica sinensis Marijúana (e. Marijuana) / Cannabis Hjartarfi (e. Shepherd’s purse) / Capsella bursa-pastoris Papaja-ávöxtur (e. Papaya) / Carica papaya Indjánarót (e. Blue Cohosh) / Caulophyllum thalictroides Silfurkerti (e. Black Cohosh) / Cimicifuga racemosa Kanil (e. Cinnamon) / Cinnamomum aromaticum Lakkrisplanta (e. Licorice) / Glycyrrhiza glabra Bergflétta (e. English Ivy) / Hedera helix Ljónshali (e. Motherwort) / Leonurus cardiaca Skessujurt (e. Lovage) / Levisticum officinale Vallarhélukrans (e. White/Common Horehound) / Marrubium vulgare Teviður (e. Tea-Tree) / Melaleuca alternifolia Japansfífill (e. Butterbur) / Petasites hybridus Steinselja (e. Parsley) / Petroselinum crispum Auðnutré (e. Boldo) / Peumus boldus Kava-pipar (e. Kava) / Piper methysticum Silkiviður (e. White willow) / Salix alba Salvía (e. Sage) / Salvia officinalis Lífviður (e.Thuja) / Thuja occidentalis Garðablóðberg (e. Thyme) / Thymus vulgaris Grikkjasmári (e. Fenugreek) / Trigonella foenum-graecum Hóffífill (e. Coltsfoot) / Tussilago farfara Rauðber (e. Cowberry) / Vaccínium vítis-idaéa Lyfjárnurt (e. Common vervain) / Verbena officinalis Heimild: Safety classification of herbal medicines used in pregnancy in a multinational study. D.A. Kennedy, A. Lupattelli, G. Koren og H. Nordeng. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Ný fjölþjóðleg rannsókn sýnir að rétt tæp 30 prósent kvenna nota einhvers konar náttúrulyf á meðgöngu. Af þeim hópi notar fimmtungurinn efni sem óráðlegt er talið að þungaðar konur noti. Rannsóknin, sem unnin er í samstarfi kanadískra og norskra vísindamanna, náði til yfir 9.000 kvenna í um 20 löndum, þar á meðal á Íslandi. Notkun íslenskra kvenna á þessum efnum er ekki tilgreind sérstaklega en telja má líklegt að hún sé svipuð og gerist í Noregi. Í umfjöllun á vísindavef Háskólans í Ósló kemur fram að 17,3 prósent þarlendra notuðu jurtalyf á meðgöngu og fimmtungur þeirra efni sem vísindamenn telja ótrygg. Um leið kemur fram að í þeim tilvikum sem konur hafi notað ótrygg efni séu meiri líkur en minni á að heilbrigðisstarfsmaður hafi mælt með notkuninni. Þetta kalli á fræðsluátak meðal heilbrigðisstarfsfólks. „Ég held að alls ekki sé lögð nógu mikil áhersla á þetta. Mjög margar konur og fólk almennt heldur að allt sem er úr náttúrunni sé öruggt og það er það náttúrlega ekki,“ segir Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við Háskóla Íslands. „Svo er annað sem mér finnst að fólk þurfi að hafa í huga, og þá sér í lagi viðkvæmir hópar, eins og óléttar konur og konur með barn á brjósti, sem er að mjög oft veit neytandinn ekki hvernig þetta er framleitt og óvissa er um gæðakröfur.“ Margar rannsóknir sýni að styrkur efnanna sé ekki sá sem haldið sé fram á umbúðum. Sesselja segir því sérstaka ástæðu fyrir þungaðar konur að hafa varann á þegar kemur að þessum efnum. „Og þó að eitthvað hafi verið notað í mörg ár þá er þar ekki samasemmerki við það að varan sé örugg. Það er kannski ekki bráðdrepandi, en við vitum ekki alltaf hver langtímaáhrifin eru."Á vísindavef Óslóarháskóla er fjallað um nýja fjölþjóðlega rannsókn á notkun kvenna á náttúruefnum og náttúrulyfjum á meðgöngu. Hér má sjá umfjöllunina og forsíðu rannsóknarinnar sjálfrar. Mynd/SkjáskotMargvíslegar ástæður geta verið fyrir því að plöntur rata á listann hér til hliðar yfir þær sem konur ættu að forðast á meðgöngu. Þannig geta sum virk efni aukið blæðingar, eða eru talin geta ýtt undir fósturlát, hamlað vexti fósturs eða annað slíkt. Meðal alvarlegri áhrifavalda eru til dæmis marijúana sem sagt er geta aukið áhættuna á bæði vansköpun og fyrirburafæðingu. Þá séu að koma fram vísbendingar um skerðingu á greind barna þar sem mæður hafa notað efnið á meðgöngu. Þá eru náttúruvörur sem koma á óvart, svo sem lakkrísplanta og kanill. Lakkrísneysla í miklu magni er sögð auka hættu á fyrirburði og börn mæðra sem borðað hafi meira en 500 grömm af lakkris á viku á meðgöngu eru sögð hafa mælst með breytingar á cortisol-gildum og lærdómshæfileikum. Kanilneysla í miklu magni er sögð geta ýtt undir vansköpun fósturs.Sesselja Ómarsdóttir, lyfjafræðiprófessor við Háskóla ÍslandsÞá er steinselja í stórum skömmtum sögð geta ýtt undir fósturlát. Í salvíu og vallhumli veldur innihald thujon áhyggjum, en það er sömuleiðis sagt geta ýtt undir fósturlát. Þá kemur fram í umfjölluninni á vef Óslóarháskóla að fleira þurfi að hafa í huga, svo sem varðandi trönuberjasaft, sem stundum er notuð við vægum þvagfærasýkingum. Haft er eftir Angelu Lupattelli, einum vísindamannanna sem að rannsókninni standa, að trönuber geti haft forvarnargildi, en geti ekki læknað sýkingar. Þar þurfi að koma til sýklalyf, því þvagfærasýking geti í versta falli breiðst út í nýru og þá orðið skaðleg bæði móður og barni. „Til eru alveg örugg sýklalyf sem nota má í slíkum tilfellum,“ er eftir henni haft.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. marsPlönturnar 27 sem varað er við í nýrri rannsókn*Heiti / Latneskt heiti Vallhumall (e. Yarrow) / Achillea millefolium Ætihvönn (e. Garden Angelica) / Angelica archangelica Kínahvönn (e. Dong Quai) / Angelica polymorpha eða Angelica sinensis Marijúana (e. Marijuana) / Cannabis Hjartarfi (e. Shepherd’s purse) / Capsella bursa-pastoris Papaja-ávöxtur (e. Papaya) / Carica papaya Indjánarót (e. Blue Cohosh) / Caulophyllum thalictroides Silfurkerti (e. Black Cohosh) / Cimicifuga racemosa Kanil (e. Cinnamon) / Cinnamomum aromaticum Lakkrisplanta (e. Licorice) / Glycyrrhiza glabra Bergflétta (e. English Ivy) / Hedera helix Ljónshali (e. Motherwort) / Leonurus cardiaca Skessujurt (e. Lovage) / Levisticum officinale Vallarhélukrans (e. White/Common Horehound) / Marrubium vulgare Teviður (e. Tea-Tree) / Melaleuca alternifolia Japansfífill (e. Butterbur) / Petasites hybridus Steinselja (e. Parsley) / Petroselinum crispum Auðnutré (e. Boldo) / Peumus boldus Kava-pipar (e. Kava) / Piper methysticum Silkiviður (e. White willow) / Salix alba Salvía (e. Sage) / Salvia officinalis Lífviður (e.Thuja) / Thuja occidentalis Garðablóðberg (e. Thyme) / Thymus vulgaris Grikkjasmári (e. Fenugreek) / Trigonella foenum-graecum Hóffífill (e. Coltsfoot) / Tussilago farfara Rauðber (e. Cowberry) / Vaccínium vítis-idaéa Lyfjárnurt (e. Common vervain) / Verbena officinalis Heimild: Safety classification of herbal medicines used in pregnancy in a multinational study. D.A. Kennedy, A. Lupattelli, G. Koren og H. Nordeng.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira