Innlent

Stöðvuðu starfsemi Airbnb gistingar sem engin leyfi hafði

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/stefán
Bílvelta varð á Reykjanesbraut um páskahelgina eftir að tveimur bifreiðum lenti saman. Ökumenn beggja bíla sluppu ómeiddir en bílarnir voru talsvert skemmdir. Þetta er meðal verkefna sem komu upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um páskana.

Starfssemi Airbnb gistingar í umdæminu var stöðvuð þar sem engin rekstrar né starfsleyfi voru til staðar. Þar var um að ræða brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Fyrirhugað er að heimsækja fleiri slíkar gistingar á svæðinu og kanna hvort þeir sem reka þær séu með tilskilin leyfi.

Þá voru fimm stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og flestir þeirra á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 128 km/klst. Að endingu voru afskipti höfð af fáeinum ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×