Innlent

Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum

Birgir Olgeirsson skrifar
Ólöf Nordal, Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson eru þeir ráðherrar í ríkisstjórn sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum.
Ólöf Nordal, Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson eru þeir ráðherrar í ríkisstjórn sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Vísir
Ráðherrarnir þrír í ríkisstjórn sem eru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra.

Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins í dag að nöfn þriggja ráðherra séu á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. Verður fjallað um þessar upplýsingar í sérstökum Kastljósþætti næstkomandi sunnudag í ríkissjónvarpinu.

Fyrir hefur verið fjallað um félagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur sem er eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Bjarni og Ólöf sent póst á þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að útskýra málið fyrir þeim.

Yfirlýsingu frá Ólöfu Nordal vegna málsins má sjá hér fyrir neðan:Vegna frétta: Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð...

Posted by Ólöf Nordal on Tuesday, March 29, 2016
Yfirlýsingu Bjarna vegna málsins sem sjá má hér að neðan:

Að gefnu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Fyrir tíu árum keypti ég fyrir tæpar 40 milljónir króna þriðjungshlut...

Posted by Bjarni Benediktsson on Tuesday, March 29, 2016Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.