Ólöf Nordal segist ekki eiga eða hafa átt hlut í aflandsfélögum í skattaskjólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2016 20:50 Ólöf Nördal innanríkisráðherra segir að hvorki hún né eiginmaður sinn eigi eða hafi átt hlut í fjárfestingar eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru í löndum sem talin er vera skattaskjól. Nöfn þeirra eru á lista yfir ráðherra og áhrifamenn í íslensku samfélagi sem tengjast aflandsfélögum í skattaskýrslu. Ólöf sendi frá sér í kvöld yfirlýsingu, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, vegna fréttaflutnings um að þrír ráðherrar í ríkisstjórninni, þar á meðal Ólöf, voru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum.Sjá einnig: Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólumÍ henni segir að eiginmaður Ólafar, Tómas Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu Alcoa, hafi árið 2006 leitað ráðgjafar hjá Landsbankanum varðandi fjármál og kaupréttarsamninga sem voru hluti af starfskjörum hans. Lögðu ráðgjafar Landsbankans til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag, Dooley Securites. Félagið var stofnað og var Landsbankinn í Lúxemborg skráður eigandi þess. Fengu Tómas og Ólöf umboð á félagið. Segir Ólöf að það sé skýring þess að nöfn þeirra séu á listanum sem um ræðir. Félagið var skráð á Bresku Jómfrúareyjunum, þekktu skattaskjóli.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumJafnframt segir Ólöf að aðstæður hafi breyst og aldrei hafi komið til þess að Tómas tæki yfir félagið eða nýtt það til fjárfestinga. Segir Ólöf að þetta hafi átt sér stað áður en að hún tók sæti á þingi og hafi öll áform um félagið vera aflögð þegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi.Yfirlýsingu Ólafar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna frétta: Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð...Posted by Ólöf Nordal on Tuesday, 29 March 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Ólöf Nördal innanríkisráðherra segir að hvorki hún né eiginmaður sinn eigi eða hafi átt hlut í fjárfestingar eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru í löndum sem talin er vera skattaskjól. Nöfn þeirra eru á lista yfir ráðherra og áhrifamenn í íslensku samfélagi sem tengjast aflandsfélögum í skattaskýrslu. Ólöf sendi frá sér í kvöld yfirlýsingu, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, vegna fréttaflutnings um að þrír ráðherrar í ríkisstjórninni, þar á meðal Ólöf, voru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum.Sjá einnig: Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólumÍ henni segir að eiginmaður Ólafar, Tómas Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu Alcoa, hafi árið 2006 leitað ráðgjafar hjá Landsbankanum varðandi fjármál og kaupréttarsamninga sem voru hluti af starfskjörum hans. Lögðu ráðgjafar Landsbankans til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag, Dooley Securites. Félagið var stofnað og var Landsbankinn í Lúxemborg skráður eigandi þess. Fengu Tómas og Ólöf umboð á félagið. Segir Ólöf að það sé skýring þess að nöfn þeirra séu á listanum sem um ræðir. Félagið var skráð á Bresku Jómfrúareyjunum, þekktu skattaskjóli.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumJafnframt segir Ólöf að aðstæður hafi breyst og aldrei hafi komið til þess að Tómas tæki yfir félagið eða nýtt það til fjárfestinga. Segir Ólöf að þetta hafi átt sér stað áður en að hún tók sæti á þingi og hafi öll áform um félagið vera aflögð þegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi.Yfirlýsingu Ólafar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna frétta: Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð...Posted by Ólöf Nordal on Tuesday, 29 March 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08