Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2016 15:08 Svo virðist sem BDSM-fólk hafi fagnað of snemma því að vera orðið fullgildir aðilar að Samtökunum ´78. visir/pjetur Stjórn Samtakanna ´78 ætlar að leggja það til á opnum félagsfundi í kvöld að boðað verði til sérstaks félagsfundar 31. mars þar sem kosning um umdeilda aðild BDSM á Íslandi, að samtökunum, fari fram aftur. Þetta er vegna formgalla á fundarboði á aðalfund þar sem aðildin var samþykkt. Málið hefur vakið mikla athygli og er umdeilt en á laugardag var samþykkt á aðalfundi Samtakanna ´78 að veita BDSM aðild að samtökunum. Eitthvað hefur borið á úrsögnum úr Samtökunum í kjölfar þessa. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og meðal annars birt viðtal við Magnús Hákonarson, formann BDSM á Íslandi, þar sem hann taldi aðildina mikilvægt skref til að útrýma fordómum gegn BDSM-fólki. En, svo virðist sem Magnús hafi fagnað þessum áfanga of snemma. Samtökin hafa gefið út tilkynningu um málið á síðu sinni.Stjórn Samtakanna ´78. Hún leggur til að kosið verði aftur um aðild BDSM á Íslandi.Mynd fengin af síðu Samtakanna ´78Stjórnin leitaði til Bjargar Valgeirsdóttur lögmann sem hefur útbúið minnisblað fyrir stjórnina þar sem hún leitar svara við spurningunni hvort stjórn Samtakanna ´78 hafi verið skylt að leggja umsókn BDSM á Íslandi fyrir aðalfund samtakanna þann 5. mars 2016. Við skoðun á lögmæti aðalfundarins, þar sem aðildin var samþykkt, kom í ljós formgalli á boðun fundarins. Til hans þarf að boða bréflega. Boðun fór hins vegar fram í gegnum tölvupóst, og þó hefð sé fyrir því telst það ekki duga til að aðalfundur teljist lögmætur. Því þarf kosningin að fara fram aftur. Efni félagsfundar yrði þá endurtekin kosningar um aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum ´78 og Aðild HIN – Hinsegin Norðurlands að Samtökunum auk kosningar aðila til stjórnar, trúnaðarráðs og skoðunarmanna reikninga. Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Stjórn Samtakanna ´78 ætlar að leggja það til á opnum félagsfundi í kvöld að boðað verði til sérstaks félagsfundar 31. mars þar sem kosning um umdeilda aðild BDSM á Íslandi, að samtökunum, fari fram aftur. Þetta er vegna formgalla á fundarboði á aðalfund þar sem aðildin var samþykkt. Málið hefur vakið mikla athygli og er umdeilt en á laugardag var samþykkt á aðalfundi Samtakanna ´78 að veita BDSM aðild að samtökunum. Eitthvað hefur borið á úrsögnum úr Samtökunum í kjölfar þessa. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og meðal annars birt viðtal við Magnús Hákonarson, formann BDSM á Íslandi, þar sem hann taldi aðildina mikilvægt skref til að útrýma fordómum gegn BDSM-fólki. En, svo virðist sem Magnús hafi fagnað þessum áfanga of snemma. Samtökin hafa gefið út tilkynningu um málið á síðu sinni.Stjórn Samtakanna ´78. Hún leggur til að kosið verði aftur um aðild BDSM á Íslandi.Mynd fengin af síðu Samtakanna ´78Stjórnin leitaði til Bjargar Valgeirsdóttur lögmann sem hefur útbúið minnisblað fyrir stjórnina þar sem hún leitar svara við spurningunni hvort stjórn Samtakanna ´78 hafi verið skylt að leggja umsókn BDSM á Íslandi fyrir aðalfund samtakanna þann 5. mars 2016. Við skoðun á lögmæti aðalfundarins, þar sem aðildin var samþykkt, kom í ljós formgalli á boðun fundarins. Til hans þarf að boða bréflega. Boðun fór hins vegar fram í gegnum tölvupóst, og þó hefð sé fyrir því telst það ekki duga til að aðalfundur teljist lögmætur. Því þarf kosningin að fara fram aftur. Efni félagsfundar yrði þá endurtekin kosningar um aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum ´78 og Aðild HIN – Hinsegin Norðurlands að Samtökunum auk kosningar aðila til stjórnar, trúnaðarráðs og skoðunarmanna reikninga.
Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13
Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00
Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Magnús Hákonarson er formaður BDSM og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. 8. mars 2016 11:54
Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08