Fæðingarorlof: Hámarksgreiðslur foreldris verði hækkaðar, orlof lengt og leikskóladvöl tryggð Atli ísleifsson skrifar 11. mars 2016 16:43 Birkir Jón Jónsson, formaður starfshópsins, og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Mynd/velferðarráðuneytið Lagt er til að hámarksgreiðslur foreldris úr Fæðingarorlofssjóði verði 600 þúsund krónur á mánuði og að tekjur allt að 300 þúsund króna á mánuði skerðist ekki, líkt og nú er. Þetta kemur fram í skýrslu sem starfshópur um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum skilaði til Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í dag. Tillögurnar fela meðal í sér hækkun greiðslna og afnám skerðinga vegna tekna að 300 þúsund króna á mánuði, að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf og að leikskóladvöl verði tryggð í framhaldi af fæðingarorlofi.Fæðingarorlof lengt úr níu í tólf mánuðiÍ frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að allir fulltrúarnir standi að baki skýrslu hópsins en ekki hafi náðst samstaða um allar tillögurnar, líkt og fram komi í fyrirvörum með lokaskýrslu. Lagt er til að að tekjur foreldris að 300.000 krónum á mánuði skerðist ekki en að foreldrar fái 80% af þeim viðmiðunartekjum sem eru umfram 300.000 kr. Miðað er við að hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi hækki úr 370.000 kr. á mánuði í 600.000 kr. á mánuði. Lagt er til að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur úr níu mánuðum í tólf. Tíu mánuðir skiptist til helminga milli foreldra barns en tveir mánuðir verði sameiginlegir. Þá segir að mikilvægt sé fyrir jafnrétti kynjanna að unnt verði að bjóða börnum dvöl á leikskóla eftir að fæðingarorlofi foreldra lýkur. Af þessum ástæðum sé mikilvægt að leita leiða sem geri mögulegt að bjóða öllum börnum dvöl á leikskóla við tólf mánaða aldur.Eygló: „Verður að hækka hámarksgreiðsluna“Fulltrúar í starfshópnum eru sammála um að það skuli vera meginmarkmið að báðir foreldrar nýti að fullu rétt sinn til fæðingarorlofs til að vera með börnum sínum, að foreldrar nýti sameiginlegan rétt sinn að jöfnu, að dregið verði úr tekjumissi foreldra meðan á orlofi stendur og að fæðingarorlofskerfið sé til þess fallið að jafna stöðu kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði. Eygló Harðardóttir ráðherra sagði þegar hún tók við skýrslunni úr hendi formanns starfshópsins í dag að tillögurnar endurspegli skýra sýn og almenna samstöðu um grundvallarmarkmið fæðingarorlofsins, þrátt fyrir fyrirvara. „Það verður að hækka hámarksgreiðsluna svo fólk sjái sér fært að nýta þennan rétt í meira mæli en verið hefur síðustu ár og síðast en ekki síst finnst mér mikilvægt að bæta stöðu þeirra sem hafa lágar tekjur og millitekjur, líkt og tillögur hópsins gera ráð fyrir.“ Starfshópurinn var skipaður í desember 2014 og var Birkir Jón Jónsson, fyrrum varaformaður Framsóknarflokksins, formaður hans. ASÍ, BHM, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins áttu einnig fulltrúa í hópnum. Nánar má lesa um skýrsluna í frétt ráðuneytisins en hér má sjá skýrsluna sjálfa. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Lagt er til að hámarksgreiðslur foreldris úr Fæðingarorlofssjóði verði 600 þúsund krónur á mánuði og að tekjur allt að 300 þúsund króna á mánuði skerðist ekki, líkt og nú er. Þetta kemur fram í skýrslu sem starfshópur um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum skilaði til Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í dag. Tillögurnar fela meðal í sér hækkun greiðslna og afnám skerðinga vegna tekna að 300 þúsund króna á mánuði, að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf og að leikskóladvöl verði tryggð í framhaldi af fæðingarorlofi.Fæðingarorlof lengt úr níu í tólf mánuðiÍ frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að allir fulltrúarnir standi að baki skýrslu hópsins en ekki hafi náðst samstaða um allar tillögurnar, líkt og fram komi í fyrirvörum með lokaskýrslu. Lagt er til að að tekjur foreldris að 300.000 krónum á mánuði skerðist ekki en að foreldrar fái 80% af þeim viðmiðunartekjum sem eru umfram 300.000 kr. Miðað er við að hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi hækki úr 370.000 kr. á mánuði í 600.000 kr. á mánuði. Lagt er til að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur úr níu mánuðum í tólf. Tíu mánuðir skiptist til helminga milli foreldra barns en tveir mánuðir verði sameiginlegir. Þá segir að mikilvægt sé fyrir jafnrétti kynjanna að unnt verði að bjóða börnum dvöl á leikskóla eftir að fæðingarorlofi foreldra lýkur. Af þessum ástæðum sé mikilvægt að leita leiða sem geri mögulegt að bjóða öllum börnum dvöl á leikskóla við tólf mánaða aldur.Eygló: „Verður að hækka hámarksgreiðsluna“Fulltrúar í starfshópnum eru sammála um að það skuli vera meginmarkmið að báðir foreldrar nýti að fullu rétt sinn til fæðingarorlofs til að vera með börnum sínum, að foreldrar nýti sameiginlegan rétt sinn að jöfnu, að dregið verði úr tekjumissi foreldra meðan á orlofi stendur og að fæðingarorlofskerfið sé til þess fallið að jafna stöðu kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði. Eygló Harðardóttir ráðherra sagði þegar hún tók við skýrslunni úr hendi formanns starfshópsins í dag að tillögurnar endurspegli skýra sýn og almenna samstöðu um grundvallarmarkmið fæðingarorlofsins, þrátt fyrir fyrirvara. „Það verður að hækka hámarksgreiðsluna svo fólk sjái sér fært að nýta þennan rétt í meira mæli en verið hefur síðustu ár og síðast en ekki síst finnst mér mikilvægt að bæta stöðu þeirra sem hafa lágar tekjur og millitekjur, líkt og tillögur hópsins gera ráð fyrir.“ Starfshópurinn var skipaður í desember 2014 og var Birkir Jón Jónsson, fyrrum varaformaður Framsóknarflokksins, formaður hans. ASÍ, BHM, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins áttu einnig fulltrúa í hópnum. Nánar má lesa um skýrsluna í frétt ráðuneytisins en hér má sjá skýrsluna sjálfa.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira