Fimm ár frá upphafi Sýrlands-stríðsins: 3,7 milljónir barna hafa fæðst í stríði Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2016 12:56 Eitt stærsta baráttumál UNICEF í Sýrlandi undanfarið hefur verið að tryggja börnum aðgang að menntun. Skólasókn hefur hrunið frá upphafi stríðsins, enda oft hvorki aðstaða né kennarar til staðar. Mynd/UNICEF Alls hafa um 3,7 milljónir barna fæðst í Sýrlandi eða á flótta í nágrannaríkjunum frá því að borgarastríðið braust út í Sýrlandi. Fimm ár eru á morgun liðin frá upphafi stríðsins. UNICEF kynnti í morgun skýrsluna Enginn staður fyrir börn þar sem fram kemur að þriðjungur sýrlenskra barna hafi fæðst á stríðstímum. „Stríðið í Sýrlandi hefur haft skelfileg áhrif. Innviðir landsins eru í rúst, meira en 200.000 börn búa á svæðum sem haldið er í herkví stríðandi aðila og meira en 8 milljónir barna eru í þörf fyrir neyðaraðstoð. Enginn staður er öruggur fyrir börn í Sýrlandi í dag,“ segir í skýrslunni.Neyðst til að fullorðnast allt of hrattPeter Salama, svæðisstjóri UNICEF í Mið-Austurlöndum, segir að eftir fimm ár af stríðsátökum hafi milljónir barna neyðst til að fullorðnast allt of hratt. „Á meðan átökin halda áfram eru börn látin berjast í stríði fullorðinna, þau þurfa að hætta í skóla, neyðast til að vinna og stúlkur eru látnar ganga í hjónaband á barnsaldri.“' ...við þurfum bara einhvern sem setur sig í okkar spor, sem hjálpar okkur... “ Safa, 12 ára.Börn eru helmingur fólks...Posted by UNICEF á Íslandi on Monday, 14 March 2016Áætlað er að fjöldi flóttafólks í nágrannaríkjum Sýrlands hafi tífaldast frá árinu 2012, en um helmingur flóttamannanna eru börn. „Þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður innanlands í Sýrlandi hafa UNICEF og samstarfsaðilar náð miklum árangri og veitt milljónum barna neyðarhjálp. Á síðasta ári voru nærri þrjár milljónir barna yngri en fimm ára aldri bólusett gegn mænuveiki í Sýrlandi til að koma í veg fyrir faraldur, um 800.000 börn fengu hlý föt og teppi, rúmlega 700.000 börn voru skimuð fyrir bráðri vannæringu og hálfri milljón barna var veitt sálræn aðstoð. Í nágrannaríkjunum fengu milljónir barna á flótta sömuleiðis neyðarhjálp.UNICEF áætlar að meira en 2,1 milljón barna innan Sýrlands og 700.000 sýrlensk flóttabörn í nágrannaríkjunum séu utan skóla.UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu #segjumSTOPP til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. Krefja þarf valdhafa um markvissar aðgerðir til að stöðva stríðið, veita þarf börnum og fjölskyldum þeirra neyðarhjálp og tryggja þeim alþjóðlega vernd. Hægt er að styðja neyðarsöfnunina með því að senda sms-ið STOPP í nr 1900 (1.900 kr),“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. UNICEF stendur að fjölda viðburða í tengslum við átakið #segjumstopp. UNICEF á Íslandi og KEXLand munu þannig standa fyrir baráttutónleikum vegna stríðsins í Sýrlandi á fimmtudaginn þar sem AmabAdamA, Sóley, dj. flugvél og geimskip, Kött Grá Pje, Milkywhale og Úlfur Úlfur koma fram. Nánar má lesa um dagskrána á heimasíðu UNICEF. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Alls hafa um 3,7 milljónir barna fæðst í Sýrlandi eða á flótta í nágrannaríkjunum frá því að borgarastríðið braust út í Sýrlandi. Fimm ár eru á morgun liðin frá upphafi stríðsins. UNICEF kynnti í morgun skýrsluna Enginn staður fyrir börn þar sem fram kemur að þriðjungur sýrlenskra barna hafi fæðst á stríðstímum. „Stríðið í Sýrlandi hefur haft skelfileg áhrif. Innviðir landsins eru í rúst, meira en 200.000 börn búa á svæðum sem haldið er í herkví stríðandi aðila og meira en 8 milljónir barna eru í þörf fyrir neyðaraðstoð. Enginn staður er öruggur fyrir börn í Sýrlandi í dag,“ segir í skýrslunni.Neyðst til að fullorðnast allt of hrattPeter Salama, svæðisstjóri UNICEF í Mið-Austurlöndum, segir að eftir fimm ár af stríðsátökum hafi milljónir barna neyðst til að fullorðnast allt of hratt. „Á meðan átökin halda áfram eru börn látin berjast í stríði fullorðinna, þau þurfa að hætta í skóla, neyðast til að vinna og stúlkur eru látnar ganga í hjónaband á barnsaldri.“' ...við þurfum bara einhvern sem setur sig í okkar spor, sem hjálpar okkur... “ Safa, 12 ára.Börn eru helmingur fólks...Posted by UNICEF á Íslandi on Monday, 14 March 2016Áætlað er að fjöldi flóttafólks í nágrannaríkjum Sýrlands hafi tífaldast frá árinu 2012, en um helmingur flóttamannanna eru börn. „Þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður innanlands í Sýrlandi hafa UNICEF og samstarfsaðilar náð miklum árangri og veitt milljónum barna neyðarhjálp. Á síðasta ári voru nærri þrjár milljónir barna yngri en fimm ára aldri bólusett gegn mænuveiki í Sýrlandi til að koma í veg fyrir faraldur, um 800.000 börn fengu hlý föt og teppi, rúmlega 700.000 börn voru skimuð fyrir bráðri vannæringu og hálfri milljón barna var veitt sálræn aðstoð. Í nágrannaríkjunum fengu milljónir barna á flótta sömuleiðis neyðarhjálp.UNICEF áætlar að meira en 2,1 milljón barna innan Sýrlands og 700.000 sýrlensk flóttabörn í nágrannaríkjunum séu utan skóla.UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu #segjumSTOPP til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. Krefja þarf valdhafa um markvissar aðgerðir til að stöðva stríðið, veita þarf börnum og fjölskyldum þeirra neyðarhjálp og tryggja þeim alþjóðlega vernd. Hægt er að styðja neyðarsöfnunina með því að senda sms-ið STOPP í nr 1900 (1.900 kr),“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. UNICEF stendur að fjölda viðburða í tengslum við átakið #segjumstopp. UNICEF á Íslandi og KEXLand munu þannig standa fyrir baráttutónleikum vegna stríðsins í Sýrlandi á fimmtudaginn þar sem AmabAdamA, Sóley, dj. flugvél og geimskip, Kött Grá Pje, Milkywhale og Úlfur Úlfur koma fram. Nánar má lesa um dagskrána á heimasíðu UNICEF.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09