Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2016 11:25 Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar, Wintris Inc., á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. Forsætisráðherra segir að sér finnist lítið til þeirra koma sem kenna konu hans við hrægamma en ýmsir hafa spurt sig að því hvort hún geti talist „hrægammur“ þar sem hún lýsti kröfum upp á hálfan millarð króna í slitabú föllnu bankanna í gegnum hið erlenda fjárfestingarfélag sitt. Sigmundur segist í raun tjá sig um málið nú vegna þess að nú hafi menn lagst „svo lágt að velta því upp hvort kona mín eigi ekki að teljast til hrægamma fyrir að hafa tapað peningum á bankahruninu [...]. Enginn á slíkar ákúrur síður skilið en hún.“ Rétt er að halda því til haga að Anna Sigurlaug, sem nær alltaf er kölluð Anna Stella, greindi sjálf frá félaginu í færslu á Facebook-síðu sinni á þriðjudagskvöld. Daginn eftir var síðan greint frá því að félagið hefði lýst kröfum í slitabú föllnu bankanna en félagið hafði keypt skuldabréf útgefin af bönkunum.Sagði Önnu Stellu að hún ætti ekki að búast við miklum endurheimtum Í færslu sinni segist Sigmundur Davíð hafa sagt Önnu Stellu að „hún ætti ekki að gera ráð fyrir miklum endurheimtum af því fjármagni sem hún hefði lánað bönkunum. Nauðsynlegt hefði verið að forgangsraða innistæðum á undan skuldabréfum en að ef eindurreisa ætti samfélagið myndi þurfa að ganga lengra. Ég sagði henni að ég myndi berjast fyrir því að engar kröfur yrðu settar á íslenskan almenning og að hagsmunir samfélagsins yrði hámarkaðir á kostnað þeirra sem ættu inni peninga hjá bönkunum. Eina leiðin til að endurreisa samfélagið væri að afskrifa mikið af kröfum á bankana og það myndi þýða að margir sem þegar hefðu tapað miklu á gjaldþroti þeirra myndu tapa enn meiru. Ég man enn hvað viðbrögð hennar voru einlæg og afdráttarlaus. Hún sagði mér að ef það mætti verða til að draga úr þeim ótta og þjáningum sem við blöstu á Íslandi ætti það að vera markmiðið að afskrifa sem allra mest af kröfum á bankana.“„Kona mín keypti hins vegar aldrei kröfur eftir hrun“ Sigmundur segist síðan hafa bent á það skömmu eftir hrunið að ríkið ætti að eignast kröfurnar á bankana á meðan þær voru einskis metnar en sú varð ekki raunin: „Hins vegar keyptu erlendir vogunarsjóðir slíkar kröfur af miklum móð með það að markmiði að hagnast á þeim þegar verð hækkaði. Megnið af kröfum á bankana voru keyptar upp af slíkum sjóðum. Sumir kalla þessa sjóði hrægammasjóði vegna þess að þeir ganga út á að hagnast á óförum annarra. Kona mín keypti hins vegar aldrei kröfur eftir hrun, þvert á móti, hún tapaði á því sem hún lánaði bönkunum fyrir hrun. Þegar jafnvel þeir sem hafa verið skæðustu andstæðingar mínir í baráttunni fyrir því að tryggja að tap fjármálafyrirtækja færðist ekki yfir á íslenskan almenning finna sig svo í því að stökkva fram nú og reyna að ná höggi á mig með því að ráðast á konu mína læt ég það ekki gerast athugasemdalaust.“Skammaðist sín fyrir að detta í hug að nota fjárhagslegt tap konunnar í kosningabaráttunni Í færslunni viðurkennir Sigmundur Davíð að í kosningabaráttunni árið 2013 hafi það hvarflað að honum „að ræða um að ég væri að berjast fyrir því að tekin yrði upp stefna sem myndi auka á tap eiginkonu minnar af bankahruninu. Að athuguðu máli sá ég að það væri ekki forsvaranlegt og skammaðist mín reyndar fyrir að hafa látið mér detta í hug að nota fjárhagslegt tap eiginkonu minnar í pólitískri baráttu. En nú þegar fjármál eiginkonu minnar hafa verið gerð að opinberu umræðuefni finnst mér rétt að gera grein fyrir þessu. Um leið bendi ég á að þessi umræða hefur einkum leitt tvennt í ljós. Í fyrsta lagi þá staðreynd að konan mín hefur greitt alla skatta af eignum sínum og ekki nýtt tækifæri til að fela nokkurn hlut. Reyndar hefur hún ekki einu sinni nýtt heimildir laga til að fresta skattgreiðslum. Í öðru lagi að hún hefur í eigin fjármálum eins og öðru tekið hagsmuni annarra fram yfir sína eigin. Og varðandi hrægamma: Hrægammar eru þeir sem koma aðvífandi og reyna að gera sér mat úr ógæfu annarra og kroppa þá inn að beini. Hvað er þá andstæða hrægamma? Það eru þeir sem tapa en eru samt til í að fórna meiru sjálfir í þágu annarra. Vonandi skilja þeir sem þetta lesa hvers vegna mér þykir lítið til þeirra koma sem kenna konu mína við hrægamma.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar, Wintris Inc., á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. Forsætisráðherra segir að sér finnist lítið til þeirra koma sem kenna konu hans við hrægamma en ýmsir hafa spurt sig að því hvort hún geti talist „hrægammur“ þar sem hún lýsti kröfum upp á hálfan millarð króna í slitabú föllnu bankanna í gegnum hið erlenda fjárfestingarfélag sitt. Sigmundur segist í raun tjá sig um málið nú vegna þess að nú hafi menn lagst „svo lágt að velta því upp hvort kona mín eigi ekki að teljast til hrægamma fyrir að hafa tapað peningum á bankahruninu [...]. Enginn á slíkar ákúrur síður skilið en hún.“ Rétt er að halda því til haga að Anna Sigurlaug, sem nær alltaf er kölluð Anna Stella, greindi sjálf frá félaginu í færslu á Facebook-síðu sinni á þriðjudagskvöld. Daginn eftir var síðan greint frá því að félagið hefði lýst kröfum í slitabú föllnu bankanna en félagið hafði keypt skuldabréf útgefin af bönkunum.Sagði Önnu Stellu að hún ætti ekki að búast við miklum endurheimtum Í færslu sinni segist Sigmundur Davíð hafa sagt Önnu Stellu að „hún ætti ekki að gera ráð fyrir miklum endurheimtum af því fjármagni sem hún hefði lánað bönkunum. Nauðsynlegt hefði verið að forgangsraða innistæðum á undan skuldabréfum en að ef eindurreisa ætti samfélagið myndi þurfa að ganga lengra. Ég sagði henni að ég myndi berjast fyrir því að engar kröfur yrðu settar á íslenskan almenning og að hagsmunir samfélagsins yrði hámarkaðir á kostnað þeirra sem ættu inni peninga hjá bönkunum. Eina leiðin til að endurreisa samfélagið væri að afskrifa mikið af kröfum á bankana og það myndi þýða að margir sem þegar hefðu tapað miklu á gjaldþroti þeirra myndu tapa enn meiru. Ég man enn hvað viðbrögð hennar voru einlæg og afdráttarlaus. Hún sagði mér að ef það mætti verða til að draga úr þeim ótta og þjáningum sem við blöstu á Íslandi ætti það að vera markmiðið að afskrifa sem allra mest af kröfum á bankana.“„Kona mín keypti hins vegar aldrei kröfur eftir hrun“ Sigmundur segist síðan hafa bent á það skömmu eftir hrunið að ríkið ætti að eignast kröfurnar á bankana á meðan þær voru einskis metnar en sú varð ekki raunin: „Hins vegar keyptu erlendir vogunarsjóðir slíkar kröfur af miklum móð með það að markmiði að hagnast á þeim þegar verð hækkaði. Megnið af kröfum á bankana voru keyptar upp af slíkum sjóðum. Sumir kalla þessa sjóði hrægammasjóði vegna þess að þeir ganga út á að hagnast á óförum annarra. Kona mín keypti hins vegar aldrei kröfur eftir hrun, þvert á móti, hún tapaði á því sem hún lánaði bönkunum fyrir hrun. Þegar jafnvel þeir sem hafa verið skæðustu andstæðingar mínir í baráttunni fyrir því að tryggja að tap fjármálafyrirtækja færðist ekki yfir á íslenskan almenning finna sig svo í því að stökkva fram nú og reyna að ná höggi á mig með því að ráðast á konu mína læt ég það ekki gerast athugasemdalaust.“Skammaðist sín fyrir að detta í hug að nota fjárhagslegt tap konunnar í kosningabaráttunni Í færslunni viðurkennir Sigmundur Davíð að í kosningabaráttunni árið 2013 hafi það hvarflað að honum „að ræða um að ég væri að berjast fyrir því að tekin yrði upp stefna sem myndi auka á tap eiginkonu minnar af bankahruninu. Að athuguðu máli sá ég að það væri ekki forsvaranlegt og skammaðist mín reyndar fyrir að hafa látið mér detta í hug að nota fjárhagslegt tap eiginkonu minnar í pólitískri baráttu. En nú þegar fjármál eiginkonu minnar hafa verið gerð að opinberu umræðuefni finnst mér rétt að gera grein fyrir þessu. Um leið bendi ég á að þessi umræða hefur einkum leitt tvennt í ljós. Í fyrsta lagi þá staðreynd að konan mín hefur greitt alla skatta af eignum sínum og ekki nýtt tækifæri til að fela nokkurn hlut. Reyndar hefur hún ekki einu sinni nýtt heimildir laga til að fresta skattgreiðslum. Í öðru lagi að hún hefur í eigin fjármálum eins og öðru tekið hagsmuni annarra fram yfir sína eigin. Og varðandi hrægamma: Hrægammar eru þeir sem koma aðvífandi og reyna að gera sér mat úr ógæfu annarra og kroppa þá inn að beini. Hvað er þá andstæða hrægamma? Það eru þeir sem tapa en eru samt til í að fórna meiru sjálfir í þágu annarra. Vonandi skilja þeir sem þetta lesa hvers vegna mér þykir lítið til þeirra koma sem kenna konu mína við hrægamma.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherrahjónin harðlega á þingi í dag. 16. mars 2016 16:46
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45
Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48