Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2016 16:07 Rannveig Rist og aðrir stjórnendur ISAL á bryggjunni í Straumsvík í dag vísir/anton brink Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, fylgdist með þegar útskipunin hófst í dag en tólf stjórnendur voru við störf á höfninni í dag, þar á meðal Rannveig Rist, forstjóri ISAL, og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis og stjórnarmaður í stjórn Rio Tinto Alcan á Íslandi. Aðspurður hvernig honum þótti útskipunin ganga sagði Kolbeinn að hún hefði gengið frekar hægt. „Þetta er náttúrlega fólk sem vinnur alla jafna á skrifstofunni og er því ekki vant svona vinnu. Maður er kannski mest hræddur um öryggið þar sem menn fá yfirleitt góða leiðsögn í að minnsta kosti tvo daga áður en þeir fara í þessi störf,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi ISAL, segir vikulegan farm áls sem vanalega fer úr Straumsvík vera um 4000 tonn en óljóst sé á þessari stundu hversu mikið ál fari í skipið. Það verði metið núna seinnipartinn. Ólafur segir útskipunina hafa gengið vel, Vinnueftirlitið hafi meðal annars komið á staðinn og ekki haft neinar athugasemdir við framkvæmdina. „Okkar megináhersla er hins vegar á að klára þessa kjarasamninga enda finnst okkur kominn tími á það,“ segir Ólafur en ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35 Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna. 2. mars 2016 13:31 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, fylgdist með þegar útskipunin hófst í dag en tólf stjórnendur voru við störf á höfninni í dag, þar á meðal Rannveig Rist, forstjóri ISAL, og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis og stjórnarmaður í stjórn Rio Tinto Alcan á Íslandi. Aðspurður hvernig honum þótti útskipunin ganga sagði Kolbeinn að hún hefði gengið frekar hægt. „Þetta er náttúrlega fólk sem vinnur alla jafna á skrifstofunni og er því ekki vant svona vinnu. Maður er kannski mest hræddur um öryggið þar sem menn fá yfirleitt góða leiðsögn í að minnsta kosti tvo daga áður en þeir fara í þessi störf,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi ISAL, segir vikulegan farm áls sem vanalega fer úr Straumsvík vera um 4000 tonn en óljóst sé á þessari stundu hversu mikið ál fari í skipið. Það verði metið núna seinnipartinn. Ólafur segir útskipunina hafa gengið vel, Vinnueftirlitið hafi meðal annars komið á staðinn og ekki haft neinar athugasemdir við framkvæmdina. „Okkar megináhersla er hins vegar á að klára þessa kjarasamninga enda finnst okkur kominn tími á það,“ segir Ólafur en ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar í kjaradeilunni.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35 Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna. 2. mars 2016 13:31 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35
Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna. 2. mars 2016 13:31
Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00