Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Sæunn Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Tímalína kjaradeilunnar Sáttafundi starfsmanna álversins í Straumsvík og Rio Tinto Alcan á Íslandi lauk um eftirmiðdaginn í gær án árangurs. Deilan í álverinu í Straumsvík milli starfsmanna og samninganefndar ISAL hefur nú staðið í tæpt ár, eða frá því að henni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl í fyrra, en samningar hafa verið lausir í fjórtán mánuði. Deilurnar hafa fyrst og fremst snúist um kröfu stjórnenda álversins sem fara fram á aukna heimild til verktöku. Talsmaður starfsmanna álversins hefur sagt að hann telji hugsanlegt að stjórnendur hyggist loka álverinu alfarið. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir hins vegar engin áform um það. Deilan í Straumsvík hefur verið töluvert áberandi í fjölmiðlum frá því í nóvember síðastliðnum, en þá boðuðu starfsmenn til verkfalls þann 2. desember og átti að slökkva á álverinu. Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík tók þá ákvörðun þann 1. desember hins vegar að aflýsa því. Ástæðan var sú að ekki þótti raunverulegur samningsvilji fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto. Þann 2. desember sagði Gylfi í viðtali í Bítinu að staðan sem upp væri komin væri ótrúverðug. Ljóst væri að ekki væri um kjaradeilu að ræða heldur hugsanlegt að stjórnendur hygðust loka álverinu alfarið. „Við fengum staðfestingu á því að það sem þeir eru að tala um, einhver 43 störf, að fyrirtækið spari 45 milljónir á ári með því að ná þessu í gegn. Það er bara djók. Ef fyrirtæki sem veltir milljörðum stendur og fellur með 45 milljónum króna á ári, þá er eitthvað annað á bak við það,“ sagði Gylfi í Bítinu. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði hins vegar engin áform um slíkt. Búið væri að fjárfesta fyrir tugi milljarða og að allt yrði gert til að ná sáttum við starfsfólk. Viðræður þróuðust hægt eftir að hætt var við verkfall. Þann 7. janúar slitnaði upp úr samningaviðræðum. Starfsmenn höfnuðu tilboði samninganefndar ISAL um allt að 24 prósenta launahækkun á næstu þremur árum og allt að átta prósent til viðbótar í bónusum. Þann 9. febrúar var stuttur fundur hjá ríkissáttasemjara. Félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar samþykktu þann 17. febrúar ótímabundna og takmarkaða vinnustöðvun sem hófst á miðnætti þann 24. febrúar. Vinnustöðvunin nær til þeirra starfsmanna sem tilheyra flutningasveit fyrirtækisins og starfa á hafnar- og vinnusvæði álversins í Straumsvík. Það þýðir að engu áli verður skipað um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. Í gærmorgun kom Rannveig Rist með hóp stjórnenda til að ganga í störf verkamannanna. Þau gerðu sig líkleg til að flytja ál um borð í skip, sem byrjað var að lesta í gær. Verkfallsverðir stöðvuðu lestunina um hádegi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði þá að ekki mætti ganga í störf þeirra sem væru í verkfalli. Óvíst er því hvenær deilunni lýkur. Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Sjá meira
Sáttafundi starfsmanna álversins í Straumsvík og Rio Tinto Alcan á Íslandi lauk um eftirmiðdaginn í gær án árangurs. Deilan í álverinu í Straumsvík milli starfsmanna og samninganefndar ISAL hefur nú staðið í tæpt ár, eða frá því að henni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl í fyrra, en samningar hafa verið lausir í fjórtán mánuði. Deilurnar hafa fyrst og fremst snúist um kröfu stjórnenda álversins sem fara fram á aukna heimild til verktöku. Talsmaður starfsmanna álversins hefur sagt að hann telji hugsanlegt að stjórnendur hyggist loka álverinu alfarið. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir hins vegar engin áform um það. Deilan í Straumsvík hefur verið töluvert áberandi í fjölmiðlum frá því í nóvember síðastliðnum, en þá boðuðu starfsmenn til verkfalls þann 2. desember og átti að slökkva á álverinu. Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík tók þá ákvörðun þann 1. desember hins vegar að aflýsa því. Ástæðan var sú að ekki þótti raunverulegur samningsvilji fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto. Þann 2. desember sagði Gylfi í viðtali í Bítinu að staðan sem upp væri komin væri ótrúverðug. Ljóst væri að ekki væri um kjaradeilu að ræða heldur hugsanlegt að stjórnendur hygðust loka álverinu alfarið. „Við fengum staðfestingu á því að það sem þeir eru að tala um, einhver 43 störf, að fyrirtækið spari 45 milljónir á ári með því að ná þessu í gegn. Það er bara djók. Ef fyrirtæki sem veltir milljörðum stendur og fellur með 45 milljónum króna á ári, þá er eitthvað annað á bak við það,“ sagði Gylfi í Bítinu. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði hins vegar engin áform um slíkt. Búið væri að fjárfesta fyrir tugi milljarða og að allt yrði gert til að ná sáttum við starfsfólk. Viðræður þróuðust hægt eftir að hætt var við verkfall. Þann 7. janúar slitnaði upp úr samningaviðræðum. Starfsmenn höfnuðu tilboði samninganefndar ISAL um allt að 24 prósenta launahækkun á næstu þremur árum og allt að átta prósent til viðbótar í bónusum. Þann 9. febrúar var stuttur fundur hjá ríkissáttasemjara. Félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar samþykktu þann 17. febrúar ótímabundna og takmarkaða vinnustöðvun sem hófst á miðnætti þann 24. febrúar. Vinnustöðvunin nær til þeirra starfsmanna sem tilheyra flutningasveit fyrirtækisins og starfa á hafnar- og vinnusvæði álversins í Straumsvík. Það þýðir að engu áli verður skipað um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. Í gærmorgun kom Rannveig Rist með hóp stjórnenda til að ganga í störf verkamannanna. Þau gerðu sig líkleg til að flytja ál um borð í skip, sem byrjað var að lesta í gær. Verkfallsverðir stöðvuðu lestunina um hádegi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði þá að ekki mætti ganga í störf þeirra sem væru í verkfalli. Óvíst er því hvenær deilunni lýkur.
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Sjá meira