Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Sæunn Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Tímalína kjaradeilunnar Sáttafundi starfsmanna álversins í Straumsvík og Rio Tinto Alcan á Íslandi lauk um eftirmiðdaginn í gær án árangurs. Deilan í álverinu í Straumsvík milli starfsmanna og samninganefndar ISAL hefur nú staðið í tæpt ár, eða frá því að henni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl í fyrra, en samningar hafa verið lausir í fjórtán mánuði. Deilurnar hafa fyrst og fremst snúist um kröfu stjórnenda álversins sem fara fram á aukna heimild til verktöku. Talsmaður starfsmanna álversins hefur sagt að hann telji hugsanlegt að stjórnendur hyggist loka álverinu alfarið. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir hins vegar engin áform um það. Deilan í Straumsvík hefur verið töluvert áberandi í fjölmiðlum frá því í nóvember síðastliðnum, en þá boðuðu starfsmenn til verkfalls þann 2. desember og átti að slökkva á álverinu. Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík tók þá ákvörðun þann 1. desember hins vegar að aflýsa því. Ástæðan var sú að ekki þótti raunverulegur samningsvilji fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto. Þann 2. desember sagði Gylfi í viðtali í Bítinu að staðan sem upp væri komin væri ótrúverðug. Ljóst væri að ekki væri um kjaradeilu að ræða heldur hugsanlegt að stjórnendur hygðust loka álverinu alfarið. „Við fengum staðfestingu á því að það sem þeir eru að tala um, einhver 43 störf, að fyrirtækið spari 45 milljónir á ári með því að ná þessu í gegn. Það er bara djók. Ef fyrirtæki sem veltir milljörðum stendur og fellur með 45 milljónum króna á ári, þá er eitthvað annað á bak við það,“ sagði Gylfi í Bítinu. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði hins vegar engin áform um slíkt. Búið væri að fjárfesta fyrir tugi milljarða og að allt yrði gert til að ná sáttum við starfsfólk. Viðræður þróuðust hægt eftir að hætt var við verkfall. Þann 7. janúar slitnaði upp úr samningaviðræðum. Starfsmenn höfnuðu tilboði samninganefndar ISAL um allt að 24 prósenta launahækkun á næstu þremur árum og allt að átta prósent til viðbótar í bónusum. Þann 9. febrúar var stuttur fundur hjá ríkissáttasemjara. Félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar samþykktu þann 17. febrúar ótímabundna og takmarkaða vinnustöðvun sem hófst á miðnætti þann 24. febrúar. Vinnustöðvunin nær til þeirra starfsmanna sem tilheyra flutningasveit fyrirtækisins og starfa á hafnar- og vinnusvæði álversins í Straumsvík. Það þýðir að engu áli verður skipað um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. Í gærmorgun kom Rannveig Rist með hóp stjórnenda til að ganga í störf verkamannanna. Þau gerðu sig líkleg til að flytja ál um borð í skip, sem byrjað var að lesta í gær. Verkfallsverðir stöðvuðu lestunina um hádegi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði þá að ekki mætti ganga í störf þeirra sem væru í verkfalli. Óvíst er því hvenær deilunni lýkur. Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Sáttafundi starfsmanna álversins í Straumsvík og Rio Tinto Alcan á Íslandi lauk um eftirmiðdaginn í gær án árangurs. Deilan í álverinu í Straumsvík milli starfsmanna og samninganefndar ISAL hefur nú staðið í tæpt ár, eða frá því að henni var vísað til ríkissáttasemjara um miðjan apríl í fyrra, en samningar hafa verið lausir í fjórtán mánuði. Deilurnar hafa fyrst og fremst snúist um kröfu stjórnenda álversins sem fara fram á aukna heimild til verktöku. Talsmaður starfsmanna álversins hefur sagt að hann telji hugsanlegt að stjórnendur hyggist loka álverinu alfarið. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir hins vegar engin áform um það. Deilan í Straumsvík hefur verið töluvert áberandi í fjölmiðlum frá því í nóvember síðastliðnum, en þá boðuðu starfsmenn til verkfalls þann 2. desember og átti að slökkva á álverinu. Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík tók þá ákvörðun þann 1. desember hins vegar að aflýsa því. Ástæðan var sú að ekki þótti raunverulegur samningsvilji fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto. Þann 2. desember sagði Gylfi í viðtali í Bítinu að staðan sem upp væri komin væri ótrúverðug. Ljóst væri að ekki væri um kjaradeilu að ræða heldur hugsanlegt að stjórnendur hygðust loka álverinu alfarið. „Við fengum staðfestingu á því að það sem þeir eru að tala um, einhver 43 störf, að fyrirtækið spari 45 milljónir á ári með því að ná þessu í gegn. Það er bara djók. Ef fyrirtæki sem veltir milljörðum stendur og fellur með 45 milljónum króna á ári, þá er eitthvað annað á bak við það,“ sagði Gylfi í Bítinu. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði hins vegar engin áform um slíkt. Búið væri að fjárfesta fyrir tugi milljarða og að allt yrði gert til að ná sáttum við starfsfólk. Viðræður þróuðust hægt eftir að hætt var við verkfall. Þann 7. janúar slitnaði upp úr samningaviðræðum. Starfsmenn höfnuðu tilboði samninganefndar ISAL um allt að 24 prósenta launahækkun á næstu þremur árum og allt að átta prósent til viðbótar í bónusum. Þann 9. febrúar var stuttur fundur hjá ríkissáttasemjara. Félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar samþykktu þann 17. febrúar ótímabundna og takmarkaða vinnustöðvun sem hófst á miðnætti þann 24. febrúar. Vinnustöðvunin nær til þeirra starfsmanna sem tilheyra flutningasveit fyrirtækisins og starfa á hafnar- og vinnusvæði álversins í Straumsvík. Það þýðir að engu áli verður skipað um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. Í gærmorgun kom Rannveig Rist með hóp stjórnenda til að ganga í störf verkamannanna. Þau gerðu sig líkleg til að flytja ál um borð í skip, sem byrjað var að lesta í gær. Verkfallsverðir stöðvuðu lestunina um hádegi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði þá að ekki mætti ganga í störf þeirra sem væru í verkfalli. Óvíst er því hvenær deilunni lýkur.
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira