Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2016 19:45 Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli í aðdraganda og við upphaf Holuhraunsgossins. Gliðnunarsprungur eru taldar hafa gleypt hlaupvatnið. Þeir sem fylgdust með fréttum sumarið 2014 af umbrotunum í Bárðarbungu muna eflaust eftir því hvernig vísindamenn nánast sáu kvikuganginn færast til norðausturs út frá eldstöðinni og undir Dyngjujökul. Flogið var reglulega yfir jökulinn og einn daginn sögðu menn meira að segja að gos væri byrjað. En ekkert sást á jöklinum. Svo þegar loksins sást í jarðeld, þá var það í Holuhrauni skammt norðan Dyngjujökuls. Eitt ár er liðið frá lokum eldgossins í Holuhrauni. Í Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa vísindamenn verið að rannsaka þennan atburð og komist að því að meira gerðist undir Vatnajökli en áður var vitað um, í síðari hluta ágústmánaðar og fram í byrjun september. „Já, það er held ég alveg ljóst að það hafa orðið gos undir jökli, sennilega á fjórum stöðum í þessari atburðarás meðan gangurinn var að fara frá Bárðarbungu og norður í Holuhraun,” segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali við Stöð 2. Breskur doktorsnemi í jarðeðlisfræði, Hannah Reynolds, hefur staðsett gosstaðina en þrír þeirra voru undir Dyngjujökli en sá fjórði rétt suðaustan við öskju Bárðarbungu. Hún kveðst alveg viss um að þarna urðu eldgos. „Já, ég er sannfærð um það,” segir Hannah.Hannah Reynolds, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, hefur kortlagt gosstaðina í Vatnajökli.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sigkatlar mynduðust raunar á yfirborði jökulsins eftir þessi gos. Þau eru öll talin hafa verið lítil, staðið í fáar klukkustundir og í mesta lagi í sólarhring, í líkingu við stutta gosið sem varð skammt sunnan við aðalsprungu Holuhrauns. „Það er engin önnur skýring tiltæk en að þarna hafi orðið smágos undir jöklinum. Það komu nú engin hlaup, væntanlega vegna þess að það fylgdi þessu mikil gliðnun, og það bræðsluvatn sem varð til, fór ofan í þær sprungur sem urðu til í gliðnuninni. Þetta var ekki meira en svo,” segir Magnús. Og Bárðarbunga heldur áfram að nötra. Nýjustu skjálfta telur Magnús Tumi þó fremur skýrast af sigi öskjunnar eftir Holuhraunsgosið en að nýtt gos sé yfirvofandi. „Ég held að þessir skjálftar séu ekkert endilega merki um það að hún sé að búa sig undir gos, svona í bráð. Sennilegt að það sé nú dálítill tími í að hún gjósi aftur. En við getum samt ekkert gefið okkur neitt í því. Við verðum að fylgjast mjög vel með, ef það verða breytingar,” segir Magnús Tumi Guðmundsson.Rauðir hringir tákna gosstaðina. Þrír eru í Dyngjujökli sunnan Holuhrauns. Hringina suðaustan við öskju Bárðarbungu telja menn einn gosstað.Kort/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli í aðdraganda og við upphaf Holuhraunsgossins. Gliðnunarsprungur eru taldar hafa gleypt hlaupvatnið. Þeir sem fylgdust með fréttum sumarið 2014 af umbrotunum í Bárðarbungu muna eflaust eftir því hvernig vísindamenn nánast sáu kvikuganginn færast til norðausturs út frá eldstöðinni og undir Dyngjujökul. Flogið var reglulega yfir jökulinn og einn daginn sögðu menn meira að segja að gos væri byrjað. En ekkert sást á jöklinum. Svo þegar loksins sást í jarðeld, þá var það í Holuhrauni skammt norðan Dyngjujökuls. Eitt ár er liðið frá lokum eldgossins í Holuhrauni. Í Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa vísindamenn verið að rannsaka þennan atburð og komist að því að meira gerðist undir Vatnajökli en áður var vitað um, í síðari hluta ágústmánaðar og fram í byrjun september. „Já, það er held ég alveg ljóst að það hafa orðið gos undir jökli, sennilega á fjórum stöðum í þessari atburðarás meðan gangurinn var að fara frá Bárðarbungu og norður í Holuhraun,” segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali við Stöð 2. Breskur doktorsnemi í jarðeðlisfræði, Hannah Reynolds, hefur staðsett gosstaðina en þrír þeirra voru undir Dyngjujökli en sá fjórði rétt suðaustan við öskju Bárðarbungu. Hún kveðst alveg viss um að þarna urðu eldgos. „Já, ég er sannfærð um það,” segir Hannah.Hannah Reynolds, doktorsnemi í jarðeðlisfræði, hefur kortlagt gosstaðina í Vatnajökli.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sigkatlar mynduðust raunar á yfirborði jökulsins eftir þessi gos. Þau eru öll talin hafa verið lítil, staðið í fáar klukkustundir og í mesta lagi í sólarhring, í líkingu við stutta gosið sem varð skammt sunnan við aðalsprungu Holuhrauns. „Það er engin önnur skýring tiltæk en að þarna hafi orðið smágos undir jöklinum. Það komu nú engin hlaup, væntanlega vegna þess að það fylgdi þessu mikil gliðnun, og það bræðsluvatn sem varð til, fór ofan í þær sprungur sem urðu til í gliðnuninni. Þetta var ekki meira en svo,” segir Magnús. Og Bárðarbunga heldur áfram að nötra. Nýjustu skjálfta telur Magnús Tumi þó fremur skýrast af sigi öskjunnar eftir Holuhraunsgosið en að nýtt gos sé yfirvofandi. „Ég held að þessir skjálftar séu ekkert endilega merki um það að hún sé að búa sig undir gos, svona í bráð. Sennilegt að það sé nú dálítill tími í að hún gjósi aftur. En við getum samt ekkert gefið okkur neitt í því. Við verðum að fylgjast mjög vel með, ef það verða breytingar,” segir Magnús Tumi Guðmundsson.Rauðir hringir tákna gosstaðina. Þrír eru í Dyngjujökli sunnan Holuhrauns. Hringina suðaustan við öskju Bárðarbungu telja menn einn gosstað.Kort/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30
Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent