Innlent

Spyr um áhrif samninganna

Snærós Sindradóttir skrifar
Svandís Svavarsdóttir þingmaður vill vita hvaða gögn liggja til grundvallar um sjálfbæra landnýtingu.
Svandís Svavarsdóttir þingmaður vill vita hvaða gögn liggja til grundvallar um sjálfbæra landnýtingu. vísir/Ernir
Svandís Svavarsdóttir þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráðherra um hvort nýir búvörusamningar samræmist loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015.

Hún vill vita í hverju umhverfis­áhrif samninganna felast. Svandís segist ekki hafa ástæðu til að ætla að samningarnir standist ekki samkomulagið. „Þarna er um að ræða stóran samning til tíu ára sem varðar eina af okkar lykilatvinnugreinum. Það skiptir máli að þar liggi fyrir hvernig plönin ríma við loftslagsmarkmiðin.“

Svandís var umhverfisráðherra á síðasta kjörtímabili en segist ekki geta svarað því í fljótu bragði hversu mikið eða lítið íslenskur landbúnaður er umhverfisvænn. Hún segir sóknarfæri í landbúnaði þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Það er mjög áhugavert að sjá hver staðan er akkúrat núna. Eigum við ekki að leyfa núverandi umhverfisráðherra að svara því?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×