Slökkviliðið enn að störfum á Grettisgötu en eldurinn hefur verið slökktur 8. mars 2016 07:00 Frá slökkvistarfi í gærkvöldi. Vísir/Anton Hópur slökkviliðsmanna af höfuðborgarsvæðinu er enn á vettvangi brunans, sem varð í stóru iðnaðarhúsi við Grettisgötu 87 í Reykjavík í gærkvöldi. Eldsins varð vart upp úr klukkan átta og þar sem vitað var um hættuleg efni í húsinu var íbúum í grenndinni ráðlagt að halda sig innandyra og að loka öllum gluggum. Sumir yfirgáfu heimili sín og leituðu til ættingja eða hópuðust saman í strætisvögnum, þar sem fólk úr viðbragðsteymi Rauða krossins tók við því. Allt tiltækt slökkvilið á vakt og á frívakt var kallað út og tóku um 90 manns þátt í slökkvistarfinu þegar mest var, og var nærliggjandi götum lokað. Milligólf og þak hússins eru úr strengjasteypu, sem getur skroppið saman í miklum hita, þannig að ekki var óhætt að senda slökkviliðsmenn inn í húsið vegna hættu á hruni. Um klukkan fjögur í nótt var fækkað verulega í liðinu, enda var þá búið að ráða niðurlögum eldsins, en vaktin núna hugar að glæðum og er til taks ef eldur tekur sig aftur upp. Enginn nágranni þurfti að leita á slysadeild vegna reykeitrunar, og engan slökkviliðsmann sakaði þrátt fyrir hættulegar aðstæður. Eldsupptök eru ókunn, enda er ekki óhætt að hefja rannsókn í húsinu strax. MBL.is greindi frá því í gærkvöldi að lögreglan leitaði tveggja manna, sem sáust yfirgefa húsið skömmu áður en eldurinn kom upp, en ekki næst samband við lögregluna til að fá það staðfest. Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Slökkviliðið hættir ekki á að senda menn inn Jón Viðar Matthíasson segir flókið verkefni fyrir höndum. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Hópur slökkviliðsmanna af höfuðborgarsvæðinu er enn á vettvangi brunans, sem varð í stóru iðnaðarhúsi við Grettisgötu 87 í Reykjavík í gærkvöldi. Eldsins varð vart upp úr klukkan átta og þar sem vitað var um hættuleg efni í húsinu var íbúum í grenndinni ráðlagt að halda sig innandyra og að loka öllum gluggum. Sumir yfirgáfu heimili sín og leituðu til ættingja eða hópuðust saman í strætisvögnum, þar sem fólk úr viðbragðsteymi Rauða krossins tók við því. Allt tiltækt slökkvilið á vakt og á frívakt var kallað út og tóku um 90 manns þátt í slökkvistarfinu þegar mest var, og var nærliggjandi götum lokað. Milligólf og þak hússins eru úr strengjasteypu, sem getur skroppið saman í miklum hita, þannig að ekki var óhætt að senda slökkviliðsmenn inn í húsið vegna hættu á hruni. Um klukkan fjögur í nótt var fækkað verulega í liðinu, enda var þá búið að ráða niðurlögum eldsins, en vaktin núna hugar að glæðum og er til taks ef eldur tekur sig aftur upp. Enginn nágranni þurfti að leita á slysadeild vegna reykeitrunar, og engan slökkviliðsmann sakaði þrátt fyrir hættulegar aðstæður. Eldsupptök eru ókunn, enda er ekki óhætt að hefja rannsókn í húsinu strax. MBL.is greindi frá því í gærkvöldi að lögreglan leitaði tveggja manna, sem sáust yfirgefa húsið skömmu áður en eldurinn kom upp, en ekki næst samband við lögregluna til að fá það staðfest.
Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Slökkviliðið hættir ekki á að senda menn inn Jón Viðar Matthíasson segir flókið verkefni fyrir höndum. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26
Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24
Slökkviliðið hættir ekki á að senda menn inn Jón Viðar Matthíasson segir flókið verkefni fyrir höndum. 7. mars 2016 22:24