Slökkviliðið enn að störfum á Grettisgötu en eldurinn hefur verið slökktur 8. mars 2016 07:00 Frá slökkvistarfi í gærkvöldi. Vísir/Anton Hópur slökkviliðsmanna af höfuðborgarsvæðinu er enn á vettvangi brunans, sem varð í stóru iðnaðarhúsi við Grettisgötu 87 í Reykjavík í gærkvöldi. Eldsins varð vart upp úr klukkan átta og þar sem vitað var um hættuleg efni í húsinu var íbúum í grenndinni ráðlagt að halda sig innandyra og að loka öllum gluggum. Sumir yfirgáfu heimili sín og leituðu til ættingja eða hópuðust saman í strætisvögnum, þar sem fólk úr viðbragðsteymi Rauða krossins tók við því. Allt tiltækt slökkvilið á vakt og á frívakt var kallað út og tóku um 90 manns þátt í slökkvistarfinu þegar mest var, og var nærliggjandi götum lokað. Milligólf og þak hússins eru úr strengjasteypu, sem getur skroppið saman í miklum hita, þannig að ekki var óhætt að senda slökkviliðsmenn inn í húsið vegna hættu á hruni. Um klukkan fjögur í nótt var fækkað verulega í liðinu, enda var þá búið að ráða niðurlögum eldsins, en vaktin núna hugar að glæðum og er til taks ef eldur tekur sig aftur upp. Enginn nágranni þurfti að leita á slysadeild vegna reykeitrunar, og engan slökkviliðsmann sakaði þrátt fyrir hættulegar aðstæður. Eldsupptök eru ókunn, enda er ekki óhætt að hefja rannsókn í húsinu strax. MBL.is greindi frá því í gærkvöldi að lögreglan leitaði tveggja manna, sem sáust yfirgefa húsið skömmu áður en eldurinn kom upp, en ekki næst samband við lögregluna til að fá það staðfest. Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Slökkviliðið hættir ekki á að senda menn inn Jón Viðar Matthíasson segir flókið verkefni fyrir höndum. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Hópur slökkviliðsmanna af höfuðborgarsvæðinu er enn á vettvangi brunans, sem varð í stóru iðnaðarhúsi við Grettisgötu 87 í Reykjavík í gærkvöldi. Eldsins varð vart upp úr klukkan átta og þar sem vitað var um hættuleg efni í húsinu var íbúum í grenndinni ráðlagt að halda sig innandyra og að loka öllum gluggum. Sumir yfirgáfu heimili sín og leituðu til ættingja eða hópuðust saman í strætisvögnum, þar sem fólk úr viðbragðsteymi Rauða krossins tók við því. Allt tiltækt slökkvilið á vakt og á frívakt var kallað út og tóku um 90 manns þátt í slökkvistarfinu þegar mest var, og var nærliggjandi götum lokað. Milligólf og þak hússins eru úr strengjasteypu, sem getur skroppið saman í miklum hita, þannig að ekki var óhætt að senda slökkviliðsmenn inn í húsið vegna hættu á hruni. Um klukkan fjögur í nótt var fækkað verulega í liðinu, enda var þá búið að ráða niðurlögum eldsins, en vaktin núna hugar að glæðum og er til taks ef eldur tekur sig aftur upp. Enginn nágranni þurfti að leita á slysadeild vegna reykeitrunar, og engan slökkviliðsmann sakaði þrátt fyrir hættulegar aðstæður. Eldsupptök eru ókunn, enda er ekki óhætt að hefja rannsókn í húsinu strax. MBL.is greindi frá því í gærkvöldi að lögreglan leitaði tveggja manna, sem sáust yfirgefa húsið skömmu áður en eldurinn kom upp, en ekki næst samband við lögregluna til að fá það staðfest.
Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Slökkviliðið hættir ekki á að senda menn inn Jón Viðar Matthíasson segir flókið verkefni fyrir höndum. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26
Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24
Slökkviliðið hættir ekki á að senda menn inn Jón Viðar Matthíasson segir flókið verkefni fyrir höndum. 7. mars 2016 22:24