Sundurliðun á auglýsingum ríkisstjórnarinnar Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2016 17:06 Mest var greitt til Fréttablaðsins vegna birtingar auglýsinganna eða um 800 þúsund krónur. Svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur um kostnað vegna auglýsinga ríkisstjórnarinnar er nú komið fram. Heildarkostnaður án virðisaukaskatts vegna auglýsinganna nam rúm 2,5 milljónum króna. Katrín Júlíusdóttir lagði fram fyrirspurn til forsætisráðherra þar sem meðal annars var spurt hversu miklu fjármagni hafi verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni frá og með júní 2013 til dagsins í dag, hvert efni þeirra hafi verið og brotið niður á einstaka miðla með kostnaði. Í svari segir að um sé að ræða tvær auglýsingar. Heildarkostnaður þeirra nam 2.537.918 krónum ... „þar af nam birtingarkostnaður 2.290.909 kr. og skiptist hann niður á fréttamiðla með eftirfarandi hætti: RÚV 197.700 kr., Fréttablaðið 800.000 kr., Morgunblaðið 458.835 kr., Fréttatíminn 193.800 kr., DV 135.000 kr., Viðskiptablaðið 139.994 kr., visir.is 168.000 kr, mbl.is 70.590 kr., dv.is 94.290 kr. og pressan.is 32.700 kr.“ Í svari segir að ríkisstjórnin hafi að auki tekið þátt í birtingu auglýsinga í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins í janúar 2014 um forsendur kjarasamninga tengdar verðstöðugleika. „Þá hafa auglýsingar í einhverjum tilvikum verið birtar í nafni ríkisstjórnar sem þáttur í meðferð lögbundinna verkefna stjórnvalda, svo sem vegna höfuðstólslækkunar íbúðalána.“ Þessar auglýsingar eru ekki taldar með í svarinu. Vísir hefur fjallað um málið, og sendi þá fyrirspurn til Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og greindi frá svörum sem komu þá úr ranni ríkisstjórnarinnar. Þar kemur meðal annars fram, sem og í svörum við fyrirspurn Katrínar, að innan ríkisstjórnarinnar er litið á þetta sem eðlilega upplýsingagjöf til neytenda. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, gefur bent á að ríkisstjórnin væri sem slík ekki stjórnsýsluleg eining. Í fyrirspurn Katrínar er meðal annars spurt af hvaða fjárlagalið þær hafi verið greiddar. Í svari segir: „Ákvörðun um að hefja birtingu framangreindra tveggja auglýsinga var tekin í forsætisráðuneytinu, að höfðu samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, að lokinni kynningu í ríkisstjórn. Kostnaður vegna auglýsinganna var greiddur af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar samkvæmt ákvörðun hennar.“ Tengdar fréttir Spyr um auglýsingar ríkisstjórnarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar vill vita hversu miklu fjármagni hefur verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni. 25. janúar 2016 17:13 Auglýsingar ríkisstjórnarinnar kostuðu 2,3 milljónir króna Auglýsingarnar voru kostaðar af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. 26. janúar 2016 11:23 Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Ríkisstjórnin hunsar fyrirspurnir um auglýsingar. 25. janúar 2016 11:04 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur um kostnað vegna auglýsinga ríkisstjórnarinnar er nú komið fram. Heildarkostnaður án virðisaukaskatts vegna auglýsinganna nam rúm 2,5 milljónum króna. Katrín Júlíusdóttir lagði fram fyrirspurn til forsætisráðherra þar sem meðal annars var spurt hversu miklu fjármagni hafi verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni frá og með júní 2013 til dagsins í dag, hvert efni þeirra hafi verið og brotið niður á einstaka miðla með kostnaði. Í svari segir að um sé að ræða tvær auglýsingar. Heildarkostnaður þeirra nam 2.537.918 krónum ... „þar af nam birtingarkostnaður 2.290.909 kr. og skiptist hann niður á fréttamiðla með eftirfarandi hætti: RÚV 197.700 kr., Fréttablaðið 800.000 kr., Morgunblaðið 458.835 kr., Fréttatíminn 193.800 kr., DV 135.000 kr., Viðskiptablaðið 139.994 kr., visir.is 168.000 kr, mbl.is 70.590 kr., dv.is 94.290 kr. og pressan.is 32.700 kr.“ Í svari segir að ríkisstjórnin hafi að auki tekið þátt í birtingu auglýsinga í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins í janúar 2014 um forsendur kjarasamninga tengdar verðstöðugleika. „Þá hafa auglýsingar í einhverjum tilvikum verið birtar í nafni ríkisstjórnar sem þáttur í meðferð lögbundinna verkefna stjórnvalda, svo sem vegna höfuðstólslækkunar íbúðalána.“ Þessar auglýsingar eru ekki taldar með í svarinu. Vísir hefur fjallað um málið, og sendi þá fyrirspurn til Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og greindi frá svörum sem komu þá úr ranni ríkisstjórnarinnar. Þar kemur meðal annars fram, sem og í svörum við fyrirspurn Katrínar, að innan ríkisstjórnarinnar er litið á þetta sem eðlilega upplýsingagjöf til neytenda. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, gefur bent á að ríkisstjórnin væri sem slík ekki stjórnsýsluleg eining. Í fyrirspurn Katrínar er meðal annars spurt af hvaða fjárlagalið þær hafi verið greiddar. Í svari segir: „Ákvörðun um að hefja birtingu framangreindra tveggja auglýsinga var tekin í forsætisráðuneytinu, að höfðu samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, að lokinni kynningu í ríkisstjórn. Kostnaður vegna auglýsinganna var greiddur af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar samkvæmt ákvörðun hennar.“
Tengdar fréttir Spyr um auglýsingar ríkisstjórnarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar vill vita hversu miklu fjármagni hefur verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni. 25. janúar 2016 17:13 Auglýsingar ríkisstjórnarinnar kostuðu 2,3 milljónir króna Auglýsingarnar voru kostaðar af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. 26. janúar 2016 11:23 Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Ríkisstjórnin hunsar fyrirspurnir um auglýsingar. 25. janúar 2016 11:04 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Spyr um auglýsingar ríkisstjórnarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar vill vita hversu miklu fjármagni hefur verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni. 25. janúar 2016 17:13
Auglýsingar ríkisstjórnarinnar kostuðu 2,3 milljónir króna Auglýsingarnar voru kostaðar af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. 26. janúar 2016 11:23
Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Ríkisstjórnin hunsar fyrirspurnir um auglýsingar. 25. janúar 2016 11:04