Auglýsingar ríkisstjórnarinnar kostuðu 2,3 milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2016 11:23 Í svari forsætisráðuneytisins er sagt að auglýsingarnar geti vart talist til marks um að stjórnarflokkarnir séu komnir í kosningaham. Í svari við fyrirspurnum Vísis, sem snúa að blaðaauglýsingum ríkisstjórnarinnar, kemur fram að kostnaður þeirra vegna hafi verið 2,3 milljónir króna og hafi það fé verið tekið af svonefndu ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar.Vísir greindi frá því í gær að ríkisstjórnin hafi hunsað fyrirspurnina, sem lögð var fram 14. þessa mánaðar og send til Sigurðar Más Jónssonar upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Hann svaraði því svo til að málið væri í vinnslu en svaraði hins vegar í engu tveimur fyrirspurnum þar sem grennslast var fyrir um hvað málinu liði. Í upplýsingalögum er miðað við sjö daga og var sá frestur því úti. Í þeirri frétt er jafnframt greint frá því að ýmsir túlki þessar auglýsingar sem flokkspólitískan áróður. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, benti einnig á að ríkisstjórnin væri sem slík ekki stjórnsýsluleg eining. Þá hefur Vísir einnig greint frá því að Katrín Júlíusdóttir hefur lagt fram fyrirspurn á alþingi vegna málsins.Ríkisstjórnin vill efla verðvitund almennings Fyrirspurnin var í nokkrum liðum, þar sem meðal annars var spurt hvaðan féð sem varið var til auglýsingagerðarinnar og svo birtingar kæmi, hversu mikill sá kostnaður væri, hvort eðlilegt væri að ríkisstjórn Íslands verji fé skattgreiðenda til að auglýsa ágæti sitt og afrek, hvort túlka megi auglýsingarnar svo að ríkisstjórnin líti svo á að hún njóti ekki sannmælis í fjölmiðlum?Hér getur að líta aðra auglýsinguna, en skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins segir tilgang hennar hafa verið þann að efla verðlagsvitund almennings.Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins upplýsir að um sé að ræða tvær auglýsingar sem birtar voru í nafni ríkisstjórnarinnar. Tilgangur fyrri auglýsingarinnar hafi verið að hvetja neytendur til að fylgjast með verðlagi og „beina viðskiptum sínum til þeirra sem standa sig best í frjálsri samkeppni,“ segir í svarinu sem sjá má í heild sinni hér neðar. Í auglýsingunni er því reyndar einnig haldið fram að kaupmáttur hafi aukist og birt súlurit sem á að vera því til sönnunar.Auglýsingarnar ekki til marks um kosningahug Tilgangur seinni auglýsingarinnar, segir Ágúst Geir að hafi verið sá að vekja athygli á því að verja bæri tekjum sem renna munu í ríkissjóð vegna stöðugleikaframalaga föllnu bankanna til niðurgreiðslu á skuldum ríkissjóðs. Þá segir jafnframt í bréfi skrifstofustjóra að forsætisráðuneytinu sé ókunnugt um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þess hvort hún njóti „sannmælis í fjölmiðlum eða ekki eða hvort ríkisstjórnarflokkarnir séu komnir í kosningagír eða ekki. Ályktun um þessi atriði verður vart dregin af framangreindri ákvörðun ríkisstjórnarinnar.“Svar forsætisráðuneytisins í heild sinni „Sæll Jakob. Vísa til neðangreindar fyrirspurnar þinnar. Tvær auglýsingar hafa nýverið verið birtar í fjölmiðlum í nafni ríkisstjórnar Íslands, skv. ákvörðun hennar og voru auglýsingarnar kostaðar af fjárlagalið 09-990 í fjárlögum fyrir árið 2016, svonefndu ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. Tilgangur fyrri auglýsingarinnar var að hvetja neytendur til að fylgjast með verðlagi og beina viðskiptum sínum til þeirra sem standa sig best í frjálsri samkeppni. Hvatningin var sett fram í tengslum við lagabreytingar sem fólu í sér lækkanir á tollum af fötum, skóm og öðrum nauðsynjavörum sem tóku gildi um áramótin. Tilgangur síðari auglýsingarinnar var að vekja athygli almennings á þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á Alþingi við samþykkt fjárlaga um að verja bæri tekjum sem renna munu í ríkissjóð vegna stöðuleikaframlaga föllnu bankanna, á grundvelli nauðasamninga þeirra, til niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs og ná þannig fram lækkun á vaxtabyrði ríkissjóðs. Framagreindur tilgangur og forsendur auglýsinganna tveggja var, að mati ríkisstjórnar, talin réttlæta að kostnaður vegna birtingu þeirra yrði greiddur af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar. Kostnaður vegna auglýsinganna nam 2,3 millj. kr. Ekki eru fyrirhugaðar frekari birtingar auglýsinga. Forsætisráðuneytinu er ókunnugt um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þess hvort hún njóti sannmælis í fjölmiðlum eða ekki eða hvort ríkisstjórnarflokkarnir séu komnir í kosningagír eða ekki. Ályktun um þessi atriði verður vart dregin af framangreindri ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Beðist er velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á afgreiðslu erindisins.“ Tengdar fréttir Spyr um auglýsingar ríkisstjórnarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar vill vita hversu miklu fjármagni hefur verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni. 25. janúar 2016 17:13 Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Ríkisstjórnin hunsar fyrirspurnir um auglýsingar. 25. janúar 2016 11:04 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Í svari við fyrirspurnum Vísis, sem snúa að blaðaauglýsingum ríkisstjórnarinnar, kemur fram að kostnaður þeirra vegna hafi verið 2,3 milljónir króna og hafi það fé verið tekið af svonefndu ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar.Vísir greindi frá því í gær að ríkisstjórnin hafi hunsað fyrirspurnina, sem lögð var fram 14. þessa mánaðar og send til Sigurðar Más Jónssonar upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Hann svaraði því svo til að málið væri í vinnslu en svaraði hins vegar í engu tveimur fyrirspurnum þar sem grennslast var fyrir um hvað málinu liði. Í upplýsingalögum er miðað við sjö daga og var sá frestur því úti. Í þeirri frétt er jafnframt greint frá því að ýmsir túlki þessar auglýsingar sem flokkspólitískan áróður. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, benti einnig á að ríkisstjórnin væri sem slík ekki stjórnsýsluleg eining. Þá hefur Vísir einnig greint frá því að Katrín Júlíusdóttir hefur lagt fram fyrirspurn á alþingi vegna málsins.Ríkisstjórnin vill efla verðvitund almennings Fyrirspurnin var í nokkrum liðum, þar sem meðal annars var spurt hvaðan féð sem varið var til auglýsingagerðarinnar og svo birtingar kæmi, hversu mikill sá kostnaður væri, hvort eðlilegt væri að ríkisstjórn Íslands verji fé skattgreiðenda til að auglýsa ágæti sitt og afrek, hvort túlka megi auglýsingarnar svo að ríkisstjórnin líti svo á að hún njóti ekki sannmælis í fjölmiðlum?Hér getur að líta aðra auglýsinguna, en skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins segir tilgang hennar hafa verið þann að efla verðlagsvitund almennings.Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins upplýsir að um sé að ræða tvær auglýsingar sem birtar voru í nafni ríkisstjórnarinnar. Tilgangur fyrri auglýsingarinnar hafi verið að hvetja neytendur til að fylgjast með verðlagi og „beina viðskiptum sínum til þeirra sem standa sig best í frjálsri samkeppni,“ segir í svarinu sem sjá má í heild sinni hér neðar. Í auglýsingunni er því reyndar einnig haldið fram að kaupmáttur hafi aukist og birt súlurit sem á að vera því til sönnunar.Auglýsingarnar ekki til marks um kosningahug Tilgangur seinni auglýsingarinnar, segir Ágúst Geir að hafi verið sá að vekja athygli á því að verja bæri tekjum sem renna munu í ríkissjóð vegna stöðugleikaframalaga föllnu bankanna til niðurgreiðslu á skuldum ríkissjóðs. Þá segir jafnframt í bréfi skrifstofustjóra að forsætisráðuneytinu sé ókunnugt um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þess hvort hún njóti „sannmælis í fjölmiðlum eða ekki eða hvort ríkisstjórnarflokkarnir séu komnir í kosningagír eða ekki. Ályktun um þessi atriði verður vart dregin af framangreindri ákvörðun ríkisstjórnarinnar.“Svar forsætisráðuneytisins í heild sinni „Sæll Jakob. Vísa til neðangreindar fyrirspurnar þinnar. Tvær auglýsingar hafa nýverið verið birtar í fjölmiðlum í nafni ríkisstjórnar Íslands, skv. ákvörðun hennar og voru auglýsingarnar kostaðar af fjárlagalið 09-990 í fjárlögum fyrir árið 2016, svonefndu ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. Tilgangur fyrri auglýsingarinnar var að hvetja neytendur til að fylgjast með verðlagi og beina viðskiptum sínum til þeirra sem standa sig best í frjálsri samkeppni. Hvatningin var sett fram í tengslum við lagabreytingar sem fólu í sér lækkanir á tollum af fötum, skóm og öðrum nauðsynjavörum sem tóku gildi um áramótin. Tilgangur síðari auglýsingarinnar var að vekja athygli almennings á þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist á Alþingi við samþykkt fjárlaga um að verja bæri tekjum sem renna munu í ríkissjóð vegna stöðuleikaframlaga föllnu bankanna, á grundvelli nauðasamninga þeirra, til niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs og ná þannig fram lækkun á vaxtabyrði ríkissjóðs. Framagreindur tilgangur og forsendur auglýsinganna tveggja var, að mati ríkisstjórnar, talin réttlæta að kostnaður vegna birtingu þeirra yrði greiddur af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar. Kostnaður vegna auglýsinganna nam 2,3 millj. kr. Ekki eru fyrirhugaðar frekari birtingar auglýsinga. Forsætisráðuneytinu er ókunnugt um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þess hvort hún njóti sannmælis í fjölmiðlum eða ekki eða hvort ríkisstjórnarflokkarnir séu komnir í kosningagír eða ekki. Ályktun um þessi atriði verður vart dregin af framangreindri ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Beðist er velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á afgreiðslu erindisins.“
Tengdar fréttir Spyr um auglýsingar ríkisstjórnarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar vill vita hversu miklu fjármagni hefur verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni. 25. janúar 2016 17:13 Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Ríkisstjórnin hunsar fyrirspurnir um auglýsingar. 25. janúar 2016 11:04 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Spyr um auglýsingar ríkisstjórnarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar vill vita hversu miklu fjármagni hefur verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni. 25. janúar 2016 17:13
Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Ríkisstjórnin hunsar fyrirspurnir um auglýsingar. 25. janúar 2016 11:04