Gert ráð fyrir fimm hundruð íbúðum í Skeifunni Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2016 11:43 Skeifan er sögð ekki sérlega aðlaðandi og einkennist mjög af bílastæðaflæmum fyrir framan byggingarnar, sem slíti þær frá götunni og hefta aðgengi fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir aukningu húsnæðis í Skeifunni um 85 þúsund fermetra og þar af fimm hundruð íbúðir í aðalskipulagi Reykjavíkur. Verklýsing sem lýsir fyrirhugaðri vinnu við gerð deiliskipulags var samþykkt í kynningarferli á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og borgarráðs fyrr í mánuðinum.Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að stefnt sé að því að gera deiliskipulagstillögu sem skapi ramma fyrir þétta og blandaða byggð með íbúðir og skrifstofur á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæð. Samkvæmt verklýsingu sé gert ráð fyrir að svæðið fái að þróast og byggjast upp á eigin forsendum og frumkvæði einstakra lóðarhafa.Í kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni.Vísir/ValliSkeifan ekki sérlega aðlaðandiÍ kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni. Í lýsingu borgarinnar á endurskoðuðu deiliskipulagi segir að Skeifan sé eftirsótt verslunar- og þjónustusvæði ekki síst vegna miðlægrar staðsetningar í borginni og nálægðar við stórar stofnbrautir. Svæðið sé hins vegar ekki sérlega aðlaðandi og einkennist mjög af bílastæðaflæmum fyrir framan byggingarnar, sem slíti þær frá götunni og hefta aðgengi fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn. „Landið sem Skeifan liggur á er tiltölulega flatt og þar undir er mýri og líklega langt niður á fast land. Þegar horft er á loftmynd af svæðinu er mjög áberandi hversu gróðursnautt það er og grátt á að líta. Gatnaskipulag er nokkuð ruglingslegt og dæmi er um að götur tengist yfir bílastæði á einkalóðum. Skortur er á göngutengingum og almennt er ekki gott aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á svæðinu þrátt fyrir að það sé í nálægð við mjög góðar almenningssamgöngur,“ segir í lýsingunni.Bréf sendi til lóðarhafaÍ frétt borgarinnar kemur fram að bréf verði sent til lóðarhafa í Skeifunni og auglýsing birt í fjölmiðlum um kynninguna, sem hefst á mánudag og mun standa í fjórar vikur. Á þeim tíma mun áhugasömum aðilum gefast tækifæri á því að koma með athugasemdir við lýsinguna, sem verða teknar inn í áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins. Jafnframt verði haldinn kynningarfundur fyrir hagsmunaaðila í Skeifunni á kynningartímabilinu. „Ekki er gert ráð fyrir að þau fyrirtæki sem eru á svæðinu flytji burt og mun deiliskipulagið verða unnið í sem mestri sátt við hagsmunaaðila. Gert er ráð fyrir að byggð á svæðinu haldi að einhverju leyti í sín upprunalegu einkenni og að uppbygging eigi sér stað yfir langt tímabil, þegar lóðarhafar telja slíkt tímabært,“ segir í fréttinni. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Gert er ráð fyrir aukningu húsnæðis í Skeifunni um 85 þúsund fermetra og þar af fimm hundruð íbúðir í aðalskipulagi Reykjavíkur. Verklýsing sem lýsir fyrirhugaðri vinnu við gerð deiliskipulags var samþykkt í kynningarferli á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og borgarráðs fyrr í mánuðinum.Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að stefnt sé að því að gera deiliskipulagstillögu sem skapi ramma fyrir þétta og blandaða byggð með íbúðir og skrifstofur á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæð. Samkvæmt verklýsingu sé gert ráð fyrir að svæðið fái að þróast og byggjast upp á eigin forsendum og frumkvæði einstakra lóðarhafa.Í kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni.Vísir/ValliSkeifan ekki sérlega aðlaðandiÍ kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni. Í lýsingu borgarinnar á endurskoðuðu deiliskipulagi segir að Skeifan sé eftirsótt verslunar- og þjónustusvæði ekki síst vegna miðlægrar staðsetningar í borginni og nálægðar við stórar stofnbrautir. Svæðið sé hins vegar ekki sérlega aðlaðandi og einkennist mjög af bílastæðaflæmum fyrir framan byggingarnar, sem slíti þær frá götunni og hefta aðgengi fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn. „Landið sem Skeifan liggur á er tiltölulega flatt og þar undir er mýri og líklega langt niður á fast land. Þegar horft er á loftmynd af svæðinu er mjög áberandi hversu gróðursnautt það er og grátt á að líta. Gatnaskipulag er nokkuð ruglingslegt og dæmi er um að götur tengist yfir bílastæði á einkalóðum. Skortur er á göngutengingum og almennt er ekki gott aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á svæðinu þrátt fyrir að það sé í nálægð við mjög góðar almenningssamgöngur,“ segir í lýsingunni.Bréf sendi til lóðarhafaÍ frétt borgarinnar kemur fram að bréf verði sent til lóðarhafa í Skeifunni og auglýsing birt í fjölmiðlum um kynninguna, sem hefst á mánudag og mun standa í fjórar vikur. Á þeim tíma mun áhugasömum aðilum gefast tækifæri á því að koma með athugasemdir við lýsinguna, sem verða teknar inn í áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins. Jafnframt verði haldinn kynningarfundur fyrir hagsmunaaðila í Skeifunni á kynningartímabilinu. „Ekki er gert ráð fyrir að þau fyrirtæki sem eru á svæðinu flytji burt og mun deiliskipulagið verða unnið í sem mestri sátt við hagsmunaaðila. Gert er ráð fyrir að byggð á svæðinu haldi að einhverju leyti í sín upprunalegu einkenni og að uppbygging eigi sér stað yfir langt tímabil, þegar lóðarhafar telja slíkt tímabært,“ segir í fréttinni.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira