Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Una Sighvatsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 12:46 Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/GVA-Stefán Ekkert bendir til þess að almenningur í landinu muni njóta góðs af nýjum búvörusamningum, að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Samningarnir munu hins vegar kosta skattgreiðendur tugi milljarða. Nýir búvörusamningar ríkisins við bændur voru undirritaðir í gær til næstu tíu ára. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Þarna er því samið um háar fjárhæðir, en í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu segir að það sé gert í þágu bæði bænda, neytenda og samfélagsins alls. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir hins vegar að þegar spurt sé nákvæmlega hvernig almenningur hagnast, þá séu svörin mjög loðin. „Það eru engin merki um það í þessu að neytendur muni njóta þessa samnings eða þessa breytinga sem eru að verða þarna með einum eða öðrum hætti. Það hljótum við að gagnrýna mjög.“ Andrés bendir á að sá beini stuðningur sem í búvörusamningunum felst bætist ofan á óbeinan stuðning til landbúnaðarins í formi verndartolla, sem áætlað er að nemi um níu til tíu milljörðum á ári. „Ef við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“ Til samanburðar má nefna sem dæmi að Icesave samningarnir, sem Íslendingar höfnuðu með þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, hefðu skuldsett ríkissjóð um tæplega 208 milljarða króna til næstu átta ára. Heildarstuðningur ríkisins við landbúnaðinn kostar skattgreiðendur því umtalsvert meira næsta áratuginn en Svavarssamningarnir svo nefndu hefðu gert. Að auki gagnrýnir Andrés að samningarnir séu bundnir til tíu ára. „Það er ekkert sem bendir til annars en að sama fyrirkomulag á stuðningskerfi við landbúnaðinn verði óbreytt um fyrirsjáanlega framtíð og þrátt fyrir að það séu tvö endurskoðunarákvæði í samningnum þá er að óbreyttu verið að binda næstu tvær ríkisstjórnir.“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagðist við undirritunina í gær telja að um tímamótasamninga sé að ræða þar sem umtalsverðar breytingar séu gerðar á starfsskilyrðum bænda. Meðal annars þess vegna séu samningarnir látnir gilda til tíu ára. „En ég segi á móti, tímamótasamning fyrir neytendur? Nei. Tímamótasamning fyrir allan almenning í landinu? Nei. Vegna þess að það er ekkert í þessum samningi sem segir hvernig á almenningur í landinu að njóta góðs af honum. Það er ekki neitt,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. 19. febrúar 2016 22:15 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Ekkert bendir til þess að almenningur í landinu muni njóta góðs af nýjum búvörusamningum, að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Samningarnir munu hins vegar kosta skattgreiðendur tugi milljarða. Nýir búvörusamningar ríkisins við bændur voru undirritaðir í gær til næstu tíu ára. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Þarna er því samið um háar fjárhæðir, en í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu segir að það sé gert í þágu bæði bænda, neytenda og samfélagsins alls. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir hins vegar að þegar spurt sé nákvæmlega hvernig almenningur hagnast, þá séu svörin mjög loðin. „Það eru engin merki um það í þessu að neytendur muni njóta þessa samnings eða þessa breytinga sem eru að verða þarna með einum eða öðrum hætti. Það hljótum við að gagnrýna mjög.“ Andrés bendir á að sá beini stuðningur sem í búvörusamningunum felst bætist ofan á óbeinan stuðning til landbúnaðarins í formi verndartolla, sem áætlað er að nemi um níu til tíu milljörðum á ári. „Ef við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“ Til samanburðar má nefna sem dæmi að Icesave samningarnir, sem Íslendingar höfnuðu með þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, hefðu skuldsett ríkissjóð um tæplega 208 milljarða króna til næstu átta ára. Heildarstuðningur ríkisins við landbúnaðinn kostar skattgreiðendur því umtalsvert meira næsta áratuginn en Svavarssamningarnir svo nefndu hefðu gert. Að auki gagnrýnir Andrés að samningarnir séu bundnir til tíu ára. „Það er ekkert sem bendir til annars en að sama fyrirkomulag á stuðningskerfi við landbúnaðinn verði óbreytt um fyrirsjáanlega framtíð og þrátt fyrir að það séu tvö endurskoðunarákvæði í samningnum þá er að óbreyttu verið að binda næstu tvær ríkisstjórnir.“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagðist við undirritunina í gær telja að um tímamótasamninga sé að ræða þar sem umtalsverðar breytingar séu gerðar á starfsskilyrðum bænda. Meðal annars þess vegna séu samningarnir látnir gilda til tíu ára. „En ég segi á móti, tímamótasamning fyrir neytendur? Nei. Tímamótasamning fyrir allan almenning í landinu? Nei. Vegna þess að það er ekkert í þessum samningi sem segir hvernig á almenningur í landinu að njóta góðs af honum. Það er ekki neitt,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. 19. febrúar 2016 22:15 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. 19. febrúar 2016 22:15