Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. febrúar 2016 13:37 „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. Vísir/Daníel Ákvörðun Háskóla Íslands um að hætta íþróttakennaranámi á Laugarvatni kallar væntanlega á að fjárveitingum verði í auknu mæli beint til skóla á landsbyggðinni, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Í uppfærslu á Facebook-síðu sinni segir Sigmundur Davíð hætt við því að ákvörðun háskólans muni gera út af við hugmyndir um sameiningar eða aukið samstarf skólans við menntastofnanir á landsbyggðinni. Forsætisráðherrann segir að fénu yrði þá varið á forsendum skólanna sjálfra, væri því veitt beint þangað í auknu mæli. „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann.Það er hætt við því að ákvörðun HÍ um að leggja af nám á Laugarvatni muni gera út af við hugmyndir um sameinginar eða...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, February 20, 2016Með ummælum sínum bætist Sigmundur Davíð í hóp þingmanna, einkum úr Suðurkjördæmi, sem hafa gagnrýnt ákvörðun Háskóla Íslands um að hætta kennslu á Laugarvatni. Einn þingmaður, Haraldur Einarsson, flokksbróðir forsætisráðherra, gekk svo langt að segja að skólinn hefði glatað trausti sínu. „Þess vegna er óhjákvæmilegt að velta upp hlutverki Háskóla Íslands og hvort hann sé fær um að halda úti sinni starfsemi á Landsbyggðinni,“ skrifaði hann um málið á Facebook. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og þingmaður Suðurkjördæmis, hefur einnig látið óánægju sína í ljós og gagnrýnt skólann harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni til Reykjavíkur. „Það er auðvitað oft á tíðum dýrara að reka stofnanir úti á landi. Ef Háskóli Íslands treystir sér ekki til þess, hvernig ætlar hann að koma inn í framtíðarendurskipulagningu að háskólastiginu á Íslandi? Hver þorir að fara í samstarf við Háskóla Íslands ef allt á að enda í Vatnsmýrinni? Ég trúi ekki að þetta verði niðurstaðan,“ sagði hann í samtali við fréttastofu um málið. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Ákvörðun Háskóla Íslands um að hætta íþróttakennaranámi á Laugarvatni kallar væntanlega á að fjárveitingum verði í auknu mæli beint til skóla á landsbyggðinni, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Í uppfærslu á Facebook-síðu sinni segir Sigmundur Davíð hætt við því að ákvörðun háskólans muni gera út af við hugmyndir um sameiningar eða aukið samstarf skólans við menntastofnanir á landsbyggðinni. Forsætisráðherrann segir að fénu yrði þá varið á forsendum skólanna sjálfra, væri því veitt beint þangað í auknu mæli. „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann.Það er hætt við því að ákvörðun HÍ um að leggja af nám á Laugarvatni muni gera út af við hugmyndir um sameinginar eða...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, February 20, 2016Með ummælum sínum bætist Sigmundur Davíð í hóp þingmanna, einkum úr Suðurkjördæmi, sem hafa gagnrýnt ákvörðun Háskóla Íslands um að hætta kennslu á Laugarvatni. Einn þingmaður, Haraldur Einarsson, flokksbróðir forsætisráðherra, gekk svo langt að segja að skólinn hefði glatað trausti sínu. „Þess vegna er óhjákvæmilegt að velta upp hlutverki Háskóla Íslands og hvort hann sé fær um að halda úti sinni starfsemi á Landsbyggðinni,“ skrifaði hann um málið á Facebook. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og þingmaður Suðurkjördæmis, hefur einnig látið óánægju sína í ljós og gagnrýnt skólann harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni til Reykjavíkur. „Það er auðvitað oft á tíðum dýrara að reka stofnanir úti á landi. Ef Háskóli Íslands treystir sér ekki til þess, hvernig ætlar hann að koma inn í framtíðarendurskipulagningu að háskólastiginu á Íslandi? Hver þorir að fara í samstarf við Háskóla Íslands ef allt á að enda í Vatnsmýrinni? Ég trúi ekki að þetta verði niðurstaðan,“ sagði hann í samtali við fréttastofu um málið.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira