Telja svínað á sér Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2016 13:56 Vísir/Auðunn Stjórn Svínaræktarfélags Íslands hefur lýst yfir vonbrigðum með niðurstöður búvörusamningana, sem undirritaðir voru fyrir helgina. Þeir segja framlög ríkisins til greinarinnar ekki vera í samræmi við stuðning til svínaræktenda í nágrannaríkjum okkar og að verulega sé vegið að rótum svínaræktar á Íslandi. Stjórnin íhugar hvort hagsmunum svínaræktenda sé betur borgið utan Bændasamtaka Íslands. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að framlög til uppbyggingar svínabúa séu samtals 440 milljónir króna, samkvæmt samningunum sem gilda til tíu ára. Það séu einu framlög ríkisins til greinarinnar. Þá segi óháðir sérfræðingar að kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna hertum ákvæðum nýrrar reglugerðar um aðbúnað í svínarækt sé um 2,5 til 3,2 milljarðar króna. „Með íþyngjandi reglugerð um aðbúnað, auknum heimildum til innflutnings á svínakjöti frá og með 2017 og nú síðast nýjum búvörusamningum er vegið alvarlega að rótum svínaræktar á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segir að við gerbreyttar forsendur, sem séu alfarið að tilstuðlan ríkisins, hljóti það að vera sanngjörn krafa að úrelding verði hluti af nýju rekstrarumhverfi. Þannig geti bændur sem vilja hætta rekstri, gert það án þess að taka með sér skuldaklafa. „Þá er gerð nýrra búvörusamninga með þeim hætti að Svínaræktarfélag Íslands hlýtur að skoða það alvarlega hvort hagsmunum þess er betur borgið utan Bændasamtaka Íslands.“ Boðað hefur verið til fundar þann 2. mars og fyrir fundinum liggur tillaga um að félagið slíti sig frá Bændasamtökunum. Búvörusamningar Tengdar fréttir Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08 Segir það fáránlegt að ganga fram með samninga án samstöðu Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir samráðsleysi ríkisstjórnarinnar og bendir á að samningarnir eiga enn eftir að hljóta þinglega meðferð og hljóta samþykki til að veita fé úr fjárlögum. 22. febrúar 2016 13:20 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. 21. febrúar 2016 12:23 Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ríkið hyggst leggja 132 milljarða króna í styrki til landbúnaðar næsta áratug samkvæmt nýjum búvörusamningi sem undirritaður var í gær. Árlegt framlag hækkar um 900 milljónir. Umbreytingasamningur segir landbúnaðarráðherra. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Stjórn Svínaræktarfélags Íslands hefur lýst yfir vonbrigðum með niðurstöður búvörusamningana, sem undirritaðir voru fyrir helgina. Þeir segja framlög ríkisins til greinarinnar ekki vera í samræmi við stuðning til svínaræktenda í nágrannaríkjum okkar og að verulega sé vegið að rótum svínaræktar á Íslandi. Stjórnin íhugar hvort hagsmunum svínaræktenda sé betur borgið utan Bændasamtaka Íslands. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að framlög til uppbyggingar svínabúa séu samtals 440 milljónir króna, samkvæmt samningunum sem gilda til tíu ára. Það séu einu framlög ríkisins til greinarinnar. Þá segi óháðir sérfræðingar að kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna hertum ákvæðum nýrrar reglugerðar um aðbúnað í svínarækt sé um 2,5 til 3,2 milljarðar króna. „Með íþyngjandi reglugerð um aðbúnað, auknum heimildum til innflutnings á svínakjöti frá og með 2017 og nú síðast nýjum búvörusamningum er vegið alvarlega að rótum svínaræktar á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segir að við gerbreyttar forsendur, sem séu alfarið að tilstuðlan ríkisins, hljóti það að vera sanngjörn krafa að úrelding verði hluti af nýju rekstrarumhverfi. Þannig geti bændur sem vilja hætta rekstri, gert það án þess að taka með sér skuldaklafa. „Þá er gerð nýrra búvörusamninga með þeim hætti að Svínaræktarfélag Íslands hlýtur að skoða það alvarlega hvort hagsmunum þess er betur borgið utan Bændasamtaka Íslands.“ Boðað hefur verið til fundar þann 2. mars og fyrir fundinum liggur tillaga um að félagið slíti sig frá Bændasamtökunum.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08 Segir það fáránlegt að ganga fram með samninga án samstöðu Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir samráðsleysi ríkisstjórnarinnar og bendir á að samningarnir eiga enn eftir að hljóta þinglega meðferð og hljóta samþykki til að veita fé úr fjárlögum. 22. febrúar 2016 13:20 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. 21. febrúar 2016 12:23 Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ríkið hyggst leggja 132 milljarða króna í styrki til landbúnaðar næsta áratug samkvæmt nýjum búvörusamningi sem undirritaður var í gær. Árlegt framlag hækkar um 900 milljónir. Umbreytingasamningur segir landbúnaðarráðherra. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08
Segir það fáránlegt að ganga fram með samninga án samstöðu Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir samráðsleysi ríkisstjórnarinnar og bendir á að samningarnir eiga enn eftir að hljóta þinglega meðferð og hljóta samþykki til að veita fé úr fjárlögum. 22. febrúar 2016 13:20
Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00
Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. 21. febrúar 2016 12:23
Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ríkið hyggst leggja 132 milljarða króna í styrki til landbúnaðar næsta áratug samkvæmt nýjum búvörusamningi sem undirritaður var í gær. Árlegt framlag hækkar um 900 milljónir. Umbreytingasamningur segir landbúnaðarráðherra. 20. febrúar 2016 07:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels