Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 08:50 „Þegar mig hefur langað til að ræða þetta hef ég fundið þennan ótta, sem ég kannast við úr ofbeldissambandi, að geta ekki talað um það sem mér liggur á hjarta af ótta við að afleiðingarnar verði hreint út sagt hræðilegar.“ Vísir/vilhelm „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi og við verðum að finna einhverja leið til þess að takast á við samskiptavanda af þessum toga,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á vefsvæði Pírata á Facebook. Hart hefur verið deilt á síðunni að undanförnu og ýmis þung orð hafa verið látin falla. Ásakanir ganga á víxl en flestar snúa þær að Birgittu Jónsdóttur þingmanni. Hefur hún meðal annars verið sökuð um að hafa reynt að taka að sér titil formanns flokksins án þess að hafa umboð frá félagsmönnum, sem hún segist þó ekki hafa gert. Hún segir að á síðunni sé eilíft niðurrif sem sé farið að hafa djúpstæð áhrif á sig en meðal annars hefur verið gerð skoðanakönnun á vefsvæðinu um hvort gagnrýni á hendur henni sé réttmæt.Ekki hægt að bregðast við í hljóði Helgi Hrafn tjáði sig um málið á síðunni í gær og sagði engan geta stjórnað því hvernig Píratar séu titlaðir í fjölmiðlum, en að hægt sé að bregðast við því eftir á ef það kom fram í texta. „Það er aðeins erfiðara að bregðast við því í hljóði vegna þess að það er ekki hægt að breyta því eftirá og maður þarf jafnan að nýta allan þann tíma sem manni gefst til að ræða hvað svosem spyrlar vilja ræða um,“ segir hann. Hann segist þeirrar skoðunar að hafa flokkinn án formanns hafa mistekist. „Vegna þess að hún leiðir ekki af sér raunverulegt leiðtogaleysi, heldur gerir það að verkum að leiðtoginn ákvarðast af reynslu starfsaldri og slíku. En myndm við setja í lög okkar að reynslumesti eða með hæsta starfsaldurinn ætti að ráða meiru? Varla. Það er hinsvegar raunin sem við búum við í dag,“ segir Helgi en bætir við að ef Píratar ákveði á einhverjum tímapunkti að taka upp formannsstöðu muni hann ekki bjóða sig fram. Könnunin sem gerð var á spjallsvæði Pírata.Sakar Birgittu um róg Þá sagðist hann jafnframt hafa látið þau orð falla að honum þætti skjóta skökku við að Birgitta, persóna í valdastöðu, setji sig í fórnarlambsstellingar eftir að hafa rægt aðra. Ástæða þeirra orða hafi verið sú að Birgitta hafi brugðist illa við þegar Ólafur Evert Úlfsson fór úr Sjálfstæðisflokknum yfir í Pírata. Hún hafi ákveðið að bjóða sig aftur fram á næsta kjörtímabili „til þess að reyna að hindra að frjálshyggjumenn eins og Ólafur Evert tækju yfir Pírata.“ Helgi segir bitra reiði hafa kraumað í sér yfir því hvernig Birgitta hafi talað um Ólaf Evert opinberlega. „Það fengu að flakka brigsl um óheilindi, misnotkun á kosningakerfi okkar (þ.e með því að hvetja skoðanasystkin sín til þátttöku) og fleira í þeim dúr, en Ólafur Evert er svo gott sem óbreyttur meðlimur í okkar góðu hreyfingu og getur ekki varið sig þegar þingmaður vinsælasta stjórnmálaafls landsins talar svona um hann opinberlega.“ Hann segist ekki geta látið eins og það sé í lagi hvernig flokkurinn hafi leyft þessari umræðu um Ólaf að eiga sér stað, og að nú þurfi að gera málið upp.Birgitta Jónsdóttir segir niðurrif á síðunni farið að hafa djúpstæð áhrif á sig.Vísir/StefánÓtti svipaður og í ofbeldissambandi „Þegar mig hefur langað til að ræða þetta hef ég fundið þennan ótta, sem ég kannast við úr ofbeldissambandi, að geta ekki talað um það sem mér liggur á hjarta af ótta við að afleiðingarnar verði hreint út sagt hræðilegar. Ég er haldinn þessum ótta núna en mér finnst við verða að tala um þetta. Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi og við verðum að finna einhverja leið til þess að takast á við samskiptavandamál af þessum toga,“ segir Helgi. „Nú hef ég útskýrt hvað ég átti við með þessum ummælum. Mig langar að taka undir með þeim sem hafa hvatt til þess að við minnkum aðeins dramað til að tala um þetta málefnalega, en það verður ekki annað sagt að það eru undirliggjandi vandamál í okkar hreyfingu sem verður að tala um opinskátt og upphátt. Áhyggjur af því hvernig vald myndast hjá einstaka kjörnum fulltrúum eru lögmætar áhyggjur jafnvel ef þær hafa verið bornar upp hranalega eða ómálefnalega. Við þurfum að tala um það.“ Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi og við verðum að finna einhverja leið til þess að takast á við samskiptavanda af þessum toga,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á vefsvæði Pírata á Facebook. Hart hefur verið deilt á síðunni að undanförnu og ýmis þung orð hafa verið látin falla. Ásakanir ganga á víxl en flestar snúa þær að Birgittu Jónsdóttur þingmanni. Hefur hún meðal annars verið sökuð um að hafa reynt að taka að sér titil formanns flokksins án þess að hafa umboð frá félagsmönnum, sem hún segist þó ekki hafa gert. Hún segir að á síðunni sé eilíft niðurrif sem sé farið að hafa djúpstæð áhrif á sig en meðal annars hefur verið gerð skoðanakönnun á vefsvæðinu um hvort gagnrýni á hendur henni sé réttmæt.Ekki hægt að bregðast við í hljóði Helgi Hrafn tjáði sig um málið á síðunni í gær og sagði engan geta stjórnað því hvernig Píratar séu titlaðir í fjölmiðlum, en að hægt sé að bregðast við því eftir á ef það kom fram í texta. „Það er aðeins erfiðara að bregðast við því í hljóði vegna þess að það er ekki hægt að breyta því eftirá og maður þarf jafnan að nýta allan þann tíma sem manni gefst til að ræða hvað svosem spyrlar vilja ræða um,“ segir hann. Hann segist þeirrar skoðunar að hafa flokkinn án formanns hafa mistekist. „Vegna þess að hún leiðir ekki af sér raunverulegt leiðtogaleysi, heldur gerir það að verkum að leiðtoginn ákvarðast af reynslu starfsaldri og slíku. En myndm við setja í lög okkar að reynslumesti eða með hæsta starfsaldurinn ætti að ráða meiru? Varla. Það er hinsvegar raunin sem við búum við í dag,“ segir Helgi en bætir við að ef Píratar ákveði á einhverjum tímapunkti að taka upp formannsstöðu muni hann ekki bjóða sig fram. Könnunin sem gerð var á spjallsvæði Pírata.Sakar Birgittu um róg Þá sagðist hann jafnframt hafa látið þau orð falla að honum þætti skjóta skökku við að Birgitta, persóna í valdastöðu, setji sig í fórnarlambsstellingar eftir að hafa rægt aðra. Ástæða þeirra orða hafi verið sú að Birgitta hafi brugðist illa við þegar Ólafur Evert Úlfsson fór úr Sjálfstæðisflokknum yfir í Pírata. Hún hafi ákveðið að bjóða sig aftur fram á næsta kjörtímabili „til þess að reyna að hindra að frjálshyggjumenn eins og Ólafur Evert tækju yfir Pírata.“ Helgi segir bitra reiði hafa kraumað í sér yfir því hvernig Birgitta hafi talað um Ólaf Evert opinberlega. „Það fengu að flakka brigsl um óheilindi, misnotkun á kosningakerfi okkar (þ.e með því að hvetja skoðanasystkin sín til þátttöku) og fleira í þeim dúr, en Ólafur Evert er svo gott sem óbreyttur meðlimur í okkar góðu hreyfingu og getur ekki varið sig þegar þingmaður vinsælasta stjórnmálaafls landsins talar svona um hann opinberlega.“ Hann segist ekki geta látið eins og það sé í lagi hvernig flokkurinn hafi leyft þessari umræðu um Ólaf að eiga sér stað, og að nú þurfi að gera málið upp.Birgitta Jónsdóttir segir niðurrif á síðunni farið að hafa djúpstæð áhrif á sig.Vísir/StefánÓtti svipaður og í ofbeldissambandi „Þegar mig hefur langað til að ræða þetta hef ég fundið þennan ótta, sem ég kannast við úr ofbeldissambandi, að geta ekki talað um það sem mér liggur á hjarta af ótta við að afleiðingarnar verði hreint út sagt hræðilegar. Ég er haldinn þessum ótta núna en mér finnst við verða að tala um þetta. Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi og við verðum að finna einhverja leið til þess að takast á við samskiptavandamál af þessum toga,“ segir Helgi. „Nú hef ég útskýrt hvað ég átti við með þessum ummælum. Mig langar að taka undir með þeim sem hafa hvatt til þess að við minnkum aðeins dramað til að tala um þetta málefnalega, en það verður ekki annað sagt að það eru undirliggjandi vandamál í okkar hreyfingu sem verður að tala um opinskátt og upphátt. Áhyggjur af því hvernig vald myndast hjá einstaka kjörnum fulltrúum eru lögmætar áhyggjur jafnvel ef þær hafa verið bornar upp hranalega eða ómálefnalega. Við þurfum að tala um það.“
Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira