Nýr búnaður og sérhæfður læknir eiga að auka öryggi sjúklinga Bjarki Ármannsson skrifar 24. febrúar 2016 12:51 Landspítalinn mun á næstu vikum hefja framkvæmd aðgerða sem ekki hefur verið mögulegt að gera hér á landi undanfarin ár. Vísir/Getty Landspítalinn mun á næstu vikum hefja framkvæmd aðgerða sem hann telur að muni auka öryggi sjúklinga með sjúkdóma í æðakerfi heila- og taugakerfis. Aðgerðir af þessu tagi voru gerðar í sumum tilfellum hér á landi fyrir um áratug síðan af erlendum sérfræðingum en undanfarin ár hafa sjúklingar verið sendir til útlanda í meðferð af þessu tagi. Um er að ræða aðgerðir þar sem heilaæðagúlum er lokað með æðaþræðingartækni. Nýr tækjabúnaður gerir þetta mögulegt auk ráðningar sérhæfðs læknis á röntgendeild. Erlendir sérfræðingar munu þó fyrst um sinn koma hingað til lands og vera starfsfólki æðaþræðingardeildar innan handar. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra staðfesti nýverið samning um þessa þjónustu sem gerður hefur verið milli Sjúkratrygginga Íslands og Landspítala. Í tilkynningu segir ráðherrann að fimm ára áætlun um búnaðar- og tækjakaup til sjúkrahúsa og verulegar kjarabætur til heilbrigðisstarfsmanna sé nú að skila þeim árangri sem að var stefnt. „Þetta sjáum við endurspeglast í ýmsum stórum skrefum sem verið er að taka til að efla og bæta þjónustu við sjúklinga,“ segir Kristján Þór. „Samningurinn sem hér um ræðir er gott dæmi um þetta.“ Búist er við að fyrsta aðgerðin verði á spítalanum í mars 2016. Auk kostnaðar sem fellur á Landspítala er kostnaður Sjúkratrygginga Íslands við samninginn áætlaður tæpar 100 milljónir króna. Það er þó gert ráð fyrir að samningurinn leiði til umtalsverðrar lækkunar á kostnaði þegar á heildina er litið. Alþingi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Landspítalinn mun á næstu vikum hefja framkvæmd aðgerða sem hann telur að muni auka öryggi sjúklinga með sjúkdóma í æðakerfi heila- og taugakerfis. Aðgerðir af þessu tagi voru gerðar í sumum tilfellum hér á landi fyrir um áratug síðan af erlendum sérfræðingum en undanfarin ár hafa sjúklingar verið sendir til útlanda í meðferð af þessu tagi. Um er að ræða aðgerðir þar sem heilaæðagúlum er lokað með æðaþræðingartækni. Nýr tækjabúnaður gerir þetta mögulegt auk ráðningar sérhæfðs læknis á röntgendeild. Erlendir sérfræðingar munu þó fyrst um sinn koma hingað til lands og vera starfsfólki æðaþræðingardeildar innan handar. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra staðfesti nýverið samning um þessa þjónustu sem gerður hefur verið milli Sjúkratrygginga Íslands og Landspítala. Í tilkynningu segir ráðherrann að fimm ára áætlun um búnaðar- og tækjakaup til sjúkrahúsa og verulegar kjarabætur til heilbrigðisstarfsmanna sé nú að skila þeim árangri sem að var stefnt. „Þetta sjáum við endurspeglast í ýmsum stórum skrefum sem verið er að taka til að efla og bæta þjónustu við sjúklinga,“ segir Kristján Þór. „Samningurinn sem hér um ræðir er gott dæmi um þetta.“ Búist er við að fyrsta aðgerðin verði á spítalanum í mars 2016. Auk kostnaðar sem fellur á Landspítala er kostnaður Sjúkratrygginga Íslands við samninginn áætlaður tæpar 100 milljónir króna. Það er þó gert ráð fyrir að samningurinn leiði til umtalsverðrar lækkunar á kostnaði þegar á heildina er litið.
Alþingi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira