Hefur ekki áhyggjur af "shaken-baby“ máli Þórdís Valsdóttir skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Sigurður Guðmundsson var árið 2001 sakfelldur fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs. Á síðasta ári úrskurðaði Endurupptökunefnd að dómurinn skyldi falla úr gildi og málið tekið upp að nýju. Vísir/ernir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að dómur Hæstaréttar um að Endurupptökunefnd geti ekki fellt úr gildi eldri dóma breyti engu varðandi mál sem nefndin hefur kveðið á um að taka skuli upp að nýju. Í júní 2015 var samþykkt beiðni Sigurðar Guðmundssonar, skjólstæðings Sveins Andra, um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða gamals drengs með því að hrista hann árið 2001. Nefndin úrskurðaði að eldri dómur Hæstaréttar skyldi felldur úr gildi. Mikið var fjallað um mál Sigurðar í fjölmiðlum en drengurinn sem lést var í daggæslu hjá Sigurði og þáverandi eiginkonu hans. Sigurður hlaut átján mánaða dóm í Hæstarétti og sat í fangelsi í ár. Hann barðist fyrir endurupptöku í fjölda ára. Beiðni Sigurðar um endurupptöku byggði að miklu leyti á nýjum gögnum sem haft hefðu mikil áhrif á niðurstöðu málsins.Sveinn Andri Sveinsson. Fréttablaðið/GVA„Í dómi Hæstaréttar sem féll á fimmtudag segir dómurinn einfaldlega að þeir séu ekki að kveða upp nýjan dóm í málinu vegna þess að Endurupptökunefndin hafði ekki heimild til að ógilda gamla dóminn þannig að hann stendur og þess vegna er málinu vísað frá,“ segir Sveinn Andri og bætir við að hann telji að það sama yrði uppi á teningnum með mál Sigurðar. „Ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu að gögnin sem lögð voru til grundvallar endurupptökunni myndu valda því að sýkna bæri manninn þá myndi dómurinn kveða upp sýknudóm í málinu. Ef dómurinn teldi á hinn bóginn að gögnin hefðu ekki dugað til að sýkna, þá yrði málinu einfaldlega vísað frá og fyrri dómur Hæstaréttar myndi standa,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að verkefni Endurupptökunefndar séu öll í uppnámi eftir dóm Hæstaréttar. Sveinn Andri er ósammála því og segir að ákvörðun Endurupptökunefndar í máli Sigurðar, um að taka skuli mál upp að nýju, standi alveg sjálfstæð. „Ég sé þetta ekki sem neitt vandamál fyrir mitt mál. Þrátt fyrir að Endurupptökunefndin hafi ógilt dóminn þá er Hæstiréttur í raun einungis að segja að sú athöfn að mæla fyrir um endurupptöku máls sé stjórnsýsluathöfn, og það getur nefndin alveg gert,“ segir Sveinn Andri. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að dómur Hæstaréttar um að Endurupptökunefnd geti ekki fellt úr gildi eldri dóma breyti engu varðandi mál sem nefndin hefur kveðið á um að taka skuli upp að nýju. Í júní 2015 var samþykkt beiðni Sigurðar Guðmundssonar, skjólstæðings Sveins Andra, um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða gamals drengs með því að hrista hann árið 2001. Nefndin úrskurðaði að eldri dómur Hæstaréttar skyldi felldur úr gildi. Mikið var fjallað um mál Sigurðar í fjölmiðlum en drengurinn sem lést var í daggæslu hjá Sigurði og þáverandi eiginkonu hans. Sigurður hlaut átján mánaða dóm í Hæstarétti og sat í fangelsi í ár. Hann barðist fyrir endurupptöku í fjölda ára. Beiðni Sigurðar um endurupptöku byggði að miklu leyti á nýjum gögnum sem haft hefðu mikil áhrif á niðurstöðu málsins.Sveinn Andri Sveinsson. Fréttablaðið/GVA„Í dómi Hæstaréttar sem féll á fimmtudag segir dómurinn einfaldlega að þeir séu ekki að kveða upp nýjan dóm í málinu vegna þess að Endurupptökunefndin hafði ekki heimild til að ógilda gamla dóminn þannig að hann stendur og þess vegna er málinu vísað frá,“ segir Sveinn Andri og bætir við að hann telji að það sama yrði uppi á teningnum með mál Sigurðar. „Ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu að gögnin sem lögð voru til grundvallar endurupptökunni myndu valda því að sýkna bæri manninn þá myndi dómurinn kveða upp sýknudóm í málinu. Ef dómurinn teldi á hinn bóginn að gögnin hefðu ekki dugað til að sýkna, þá yrði málinu einfaldlega vísað frá og fyrri dómur Hæstaréttar myndi standa,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að verkefni Endurupptökunefndar séu öll í uppnámi eftir dóm Hæstaréttar. Sveinn Andri er ósammála því og segir að ákvörðun Endurupptökunefndar í máli Sigurðar, um að taka skuli mál upp að nýju, standi alveg sjálfstæð. „Ég sé þetta ekki sem neitt vandamál fyrir mitt mál. Þrátt fyrir að Endurupptökunefndin hafi ógilt dóminn þá er Hæstiréttur í raun einungis að segja að sú athöfn að mæla fyrir um endurupptöku máls sé stjórnsýsluathöfn, og það getur nefndin alveg gert,“ segir Sveinn Andri.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira