Hefur ekki áhyggjur af "shaken-baby“ máli Þórdís Valsdóttir skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Sigurður Guðmundsson var árið 2001 sakfelldur fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs. Á síðasta ári úrskurðaði Endurupptökunefnd að dómurinn skyldi falla úr gildi og málið tekið upp að nýju. Vísir/ernir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að dómur Hæstaréttar um að Endurupptökunefnd geti ekki fellt úr gildi eldri dóma breyti engu varðandi mál sem nefndin hefur kveðið á um að taka skuli upp að nýju. Í júní 2015 var samþykkt beiðni Sigurðar Guðmundssonar, skjólstæðings Sveins Andra, um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða gamals drengs með því að hrista hann árið 2001. Nefndin úrskurðaði að eldri dómur Hæstaréttar skyldi felldur úr gildi. Mikið var fjallað um mál Sigurðar í fjölmiðlum en drengurinn sem lést var í daggæslu hjá Sigurði og þáverandi eiginkonu hans. Sigurður hlaut átján mánaða dóm í Hæstarétti og sat í fangelsi í ár. Hann barðist fyrir endurupptöku í fjölda ára. Beiðni Sigurðar um endurupptöku byggði að miklu leyti á nýjum gögnum sem haft hefðu mikil áhrif á niðurstöðu málsins.Sveinn Andri Sveinsson. Fréttablaðið/GVA„Í dómi Hæstaréttar sem féll á fimmtudag segir dómurinn einfaldlega að þeir séu ekki að kveða upp nýjan dóm í málinu vegna þess að Endurupptökunefndin hafði ekki heimild til að ógilda gamla dóminn þannig að hann stendur og þess vegna er málinu vísað frá,“ segir Sveinn Andri og bætir við að hann telji að það sama yrði uppi á teningnum með mál Sigurðar. „Ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu að gögnin sem lögð voru til grundvallar endurupptökunni myndu valda því að sýkna bæri manninn þá myndi dómurinn kveða upp sýknudóm í málinu. Ef dómurinn teldi á hinn bóginn að gögnin hefðu ekki dugað til að sýkna, þá yrði málinu einfaldlega vísað frá og fyrri dómur Hæstaréttar myndi standa,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að verkefni Endurupptökunefndar séu öll í uppnámi eftir dóm Hæstaréttar. Sveinn Andri er ósammála því og segir að ákvörðun Endurupptökunefndar í máli Sigurðar, um að taka skuli mál upp að nýju, standi alveg sjálfstæð. „Ég sé þetta ekki sem neitt vandamál fyrir mitt mál. Þrátt fyrir að Endurupptökunefndin hafi ógilt dóminn þá er Hæstiréttur í raun einungis að segja að sú athöfn að mæla fyrir um endurupptöku máls sé stjórnsýsluathöfn, og það getur nefndin alveg gert,“ segir Sveinn Andri. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að dómur Hæstaréttar um að Endurupptökunefnd geti ekki fellt úr gildi eldri dóma breyti engu varðandi mál sem nefndin hefur kveðið á um að taka skuli upp að nýju. Í júní 2015 var samþykkt beiðni Sigurðar Guðmundssonar, skjólstæðings Sveins Andra, um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða gamals drengs með því að hrista hann árið 2001. Nefndin úrskurðaði að eldri dómur Hæstaréttar skyldi felldur úr gildi. Mikið var fjallað um mál Sigurðar í fjölmiðlum en drengurinn sem lést var í daggæslu hjá Sigurði og þáverandi eiginkonu hans. Sigurður hlaut átján mánaða dóm í Hæstarétti og sat í fangelsi í ár. Hann barðist fyrir endurupptöku í fjölda ára. Beiðni Sigurðar um endurupptöku byggði að miklu leyti á nýjum gögnum sem haft hefðu mikil áhrif á niðurstöðu málsins.Sveinn Andri Sveinsson. Fréttablaðið/GVA„Í dómi Hæstaréttar sem féll á fimmtudag segir dómurinn einfaldlega að þeir séu ekki að kveða upp nýjan dóm í málinu vegna þess að Endurupptökunefndin hafði ekki heimild til að ógilda gamla dóminn þannig að hann stendur og þess vegna er málinu vísað frá,“ segir Sveinn Andri og bætir við að hann telji að það sama yrði uppi á teningnum með mál Sigurðar. „Ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu að gögnin sem lögð voru til grundvallar endurupptökunni myndu valda því að sýkna bæri manninn þá myndi dómurinn kveða upp sýknudóm í málinu. Ef dómurinn teldi á hinn bóginn að gögnin hefðu ekki dugað til að sýkna, þá yrði málinu einfaldlega vísað frá og fyrri dómur Hæstaréttar myndi standa,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að verkefni Endurupptökunefndar séu öll í uppnámi eftir dóm Hæstaréttar. Sveinn Andri er ósammála því og segir að ákvörðun Endurupptökunefndar í máli Sigurðar, um að taka skuli mál upp að nýju, standi alveg sjálfstæð. „Ég sé þetta ekki sem neitt vandamál fyrir mitt mál. Þrátt fyrir að Endurupptökunefndin hafi ógilt dóminn þá er Hæstiréttur í raun einungis að segja að sú athöfn að mæla fyrir um endurupptöku máls sé stjórnsýsluathöfn, og það getur nefndin alveg gert,“ segir Sveinn Andri.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira