Hefur ekki áhyggjur af "shaken-baby“ máli Þórdís Valsdóttir skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Sigurður Guðmundsson var árið 2001 sakfelldur fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs. Á síðasta ári úrskurðaði Endurupptökunefnd að dómurinn skyldi falla úr gildi og málið tekið upp að nýju. Vísir/ernir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að dómur Hæstaréttar um að Endurupptökunefnd geti ekki fellt úr gildi eldri dóma breyti engu varðandi mál sem nefndin hefur kveðið á um að taka skuli upp að nýju. Í júní 2015 var samþykkt beiðni Sigurðar Guðmundssonar, skjólstæðings Sveins Andra, um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða gamals drengs með því að hrista hann árið 2001. Nefndin úrskurðaði að eldri dómur Hæstaréttar skyldi felldur úr gildi. Mikið var fjallað um mál Sigurðar í fjölmiðlum en drengurinn sem lést var í daggæslu hjá Sigurði og þáverandi eiginkonu hans. Sigurður hlaut átján mánaða dóm í Hæstarétti og sat í fangelsi í ár. Hann barðist fyrir endurupptöku í fjölda ára. Beiðni Sigurðar um endurupptöku byggði að miklu leyti á nýjum gögnum sem haft hefðu mikil áhrif á niðurstöðu málsins.Sveinn Andri Sveinsson. Fréttablaðið/GVA„Í dómi Hæstaréttar sem féll á fimmtudag segir dómurinn einfaldlega að þeir séu ekki að kveða upp nýjan dóm í málinu vegna þess að Endurupptökunefndin hafði ekki heimild til að ógilda gamla dóminn þannig að hann stendur og þess vegna er málinu vísað frá,“ segir Sveinn Andri og bætir við að hann telji að það sama yrði uppi á teningnum með mál Sigurðar. „Ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu að gögnin sem lögð voru til grundvallar endurupptökunni myndu valda því að sýkna bæri manninn þá myndi dómurinn kveða upp sýknudóm í málinu. Ef dómurinn teldi á hinn bóginn að gögnin hefðu ekki dugað til að sýkna, þá yrði málinu einfaldlega vísað frá og fyrri dómur Hæstaréttar myndi standa,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að verkefni Endurupptökunefndar séu öll í uppnámi eftir dóm Hæstaréttar. Sveinn Andri er ósammála því og segir að ákvörðun Endurupptökunefndar í máli Sigurðar, um að taka skuli mál upp að nýju, standi alveg sjálfstæð. „Ég sé þetta ekki sem neitt vandamál fyrir mitt mál. Þrátt fyrir að Endurupptökunefndin hafi ógilt dóminn þá er Hæstiréttur í raun einungis að segja að sú athöfn að mæla fyrir um endurupptöku máls sé stjórnsýsluathöfn, og það getur nefndin alveg gert,“ segir Sveinn Andri. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að dómur Hæstaréttar um að Endurupptökunefnd geti ekki fellt úr gildi eldri dóma breyti engu varðandi mál sem nefndin hefur kveðið á um að taka skuli upp að nýju. Í júní 2015 var samþykkt beiðni Sigurðar Guðmundssonar, skjólstæðings Sveins Andra, um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða gamals drengs með því að hrista hann árið 2001. Nefndin úrskurðaði að eldri dómur Hæstaréttar skyldi felldur úr gildi. Mikið var fjallað um mál Sigurðar í fjölmiðlum en drengurinn sem lést var í daggæslu hjá Sigurði og þáverandi eiginkonu hans. Sigurður hlaut átján mánaða dóm í Hæstarétti og sat í fangelsi í ár. Hann barðist fyrir endurupptöku í fjölda ára. Beiðni Sigurðar um endurupptöku byggði að miklu leyti á nýjum gögnum sem haft hefðu mikil áhrif á niðurstöðu málsins.Sveinn Andri Sveinsson. Fréttablaðið/GVA„Í dómi Hæstaréttar sem féll á fimmtudag segir dómurinn einfaldlega að þeir séu ekki að kveða upp nýjan dóm í málinu vegna þess að Endurupptökunefndin hafði ekki heimild til að ógilda gamla dóminn þannig að hann stendur og þess vegna er málinu vísað frá,“ segir Sveinn Andri og bætir við að hann telji að það sama yrði uppi á teningnum með mál Sigurðar. „Ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu að gögnin sem lögð voru til grundvallar endurupptökunni myndu valda því að sýkna bæri manninn þá myndi dómurinn kveða upp sýknudóm í málinu. Ef dómurinn teldi á hinn bóginn að gögnin hefðu ekki dugað til að sýkna, þá yrði málinu einfaldlega vísað frá og fyrri dómur Hæstaréttar myndi standa,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að verkefni Endurupptökunefndar séu öll í uppnámi eftir dóm Hæstaréttar. Sveinn Andri er ósammála því og segir að ákvörðun Endurupptökunefndar í máli Sigurðar, um að taka skuli mál upp að nýju, standi alveg sjálfstæð. „Ég sé þetta ekki sem neitt vandamál fyrir mitt mál. Þrátt fyrir að Endurupptökunefndin hafi ógilt dóminn þá er Hæstiréttur í raun einungis að segja að sú athöfn að mæla fyrir um endurupptöku máls sé stjórnsýsluathöfn, og það getur nefndin alveg gert,“ segir Sveinn Andri.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira