"Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2016 17:45 „Klárlega getum við alltaf gert betur. Við fórum í það með Landsbjörg og sveitarfélaginu að koma upp skiltum og reyna að leiða fólk að skiltunum með því að setja girðingu við bílastæðið. Það virðist engin áhrif hafa. Fólk gengur þarna bæði yfir girðingar og annað,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í viðtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi ástandið við Reynisfjöru. Kínverji um fertugt lét lífið í Reynisfjöru í morgun eftir að stór alda, svokallað ólag, sló hann í bergið þar sem hann stóð í stuðlaberginu. Sveinn Kristján segist aðeins hafa viðrað þá hugmynd hvort við séum ekki komin á þann stað að þörf sé að vera með gæslufólk eða starfsfólk á þessum stóru ferðamannastöðum. Hann segir að gæslumenn eða landverðir gætu þar veitt upplýsingar og haft eftirlit með því að fólk kynni sér hlutina og átti sig á þeirri hættu sem sé til staðar á mörgum þessara staða. Ekki einungis í Reynisfjöru heldur víða annars staðar.Er þetta bundið við þennan stað að aldan geti hrifið menn á haf út, sog og annað, án þess að nokkur maður skynji að það sé hættulegt?„Nei, í sjálfu sér er þetta ekki eini staðurinn. Það er í raun öll Suðurströndin undir. Að loka Reynisfjöru er í raun ekki möguleiki,“ segir Sveinn Kristján. „Þetta sogar menn út og þú ferð í öldurótið. Þú gerir ekkert eftir það.“ Sveinn Kristján segir að á skiltunum við Reynisfjöru sé sérstaklega varað við að fara niður í flæðarmálið. Hann segir að mögulega þurfi að endurhugsa skiltauppsetninguna. „Mín reynsla er sú – og maður sér það í löggæslunni – að fólk þori ekki að stilla hraða í hóf fyrr en það fær hressilegar sektir. Spurning er hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi líka til að fólk skynji hættuna.“ Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
„Klárlega getum við alltaf gert betur. Við fórum í það með Landsbjörg og sveitarfélaginu að koma upp skiltum og reyna að leiða fólk að skiltunum með því að setja girðingu við bílastæðið. Það virðist engin áhrif hafa. Fólk gengur þarna bæði yfir girðingar og annað,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í viðtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi ástandið við Reynisfjöru. Kínverji um fertugt lét lífið í Reynisfjöru í morgun eftir að stór alda, svokallað ólag, sló hann í bergið þar sem hann stóð í stuðlaberginu. Sveinn Kristján segist aðeins hafa viðrað þá hugmynd hvort við séum ekki komin á þann stað að þörf sé að vera með gæslufólk eða starfsfólk á þessum stóru ferðamannastöðum. Hann segir að gæslumenn eða landverðir gætu þar veitt upplýsingar og haft eftirlit með því að fólk kynni sér hlutina og átti sig á þeirri hættu sem sé til staðar á mörgum þessara staða. Ekki einungis í Reynisfjöru heldur víða annars staðar.Er þetta bundið við þennan stað að aldan geti hrifið menn á haf út, sog og annað, án þess að nokkur maður skynji að það sé hættulegt?„Nei, í sjálfu sér er þetta ekki eini staðurinn. Það er í raun öll Suðurströndin undir. Að loka Reynisfjöru er í raun ekki möguleiki,“ segir Sveinn Kristján. „Þetta sogar menn út og þú ferð í öldurótið. Þú gerir ekkert eftir það.“ Sveinn Kristján segir að á skiltunum við Reynisfjöru sé sérstaklega varað við að fara niður í flæðarmálið. Hann segir að mögulega þurfi að endurhugsa skiltauppsetninguna. „Mín reynsla er sú – og maður sér það í löggæslunni – að fólk þori ekki að stilla hraða í hóf fyrr en það fær hressilegar sektir. Spurning er hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi líka til að fólk skynji hættuna.“
Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11