"Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2016 17:45 „Klárlega getum við alltaf gert betur. Við fórum í það með Landsbjörg og sveitarfélaginu að koma upp skiltum og reyna að leiða fólk að skiltunum með því að setja girðingu við bílastæðið. Það virðist engin áhrif hafa. Fólk gengur þarna bæði yfir girðingar og annað,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í viðtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi ástandið við Reynisfjöru. Kínverji um fertugt lét lífið í Reynisfjöru í morgun eftir að stór alda, svokallað ólag, sló hann í bergið þar sem hann stóð í stuðlaberginu. Sveinn Kristján segist aðeins hafa viðrað þá hugmynd hvort við séum ekki komin á þann stað að þörf sé að vera með gæslufólk eða starfsfólk á þessum stóru ferðamannastöðum. Hann segir að gæslumenn eða landverðir gætu þar veitt upplýsingar og haft eftirlit með því að fólk kynni sér hlutina og átti sig á þeirri hættu sem sé til staðar á mörgum þessara staða. Ekki einungis í Reynisfjöru heldur víða annars staðar.Er þetta bundið við þennan stað að aldan geti hrifið menn á haf út, sog og annað, án þess að nokkur maður skynji að það sé hættulegt?„Nei, í sjálfu sér er þetta ekki eini staðurinn. Það er í raun öll Suðurströndin undir. Að loka Reynisfjöru er í raun ekki möguleiki,“ segir Sveinn Kristján. „Þetta sogar menn út og þú ferð í öldurótið. Þú gerir ekkert eftir það.“ Sveinn Kristján segir að á skiltunum við Reynisfjöru sé sérstaklega varað við að fara niður í flæðarmálið. Hann segir að mögulega þurfi að endurhugsa skiltauppsetninguna. „Mín reynsla er sú – og maður sér það í löggæslunni – að fólk þori ekki að stilla hraða í hóf fyrr en það fær hressilegar sektir. Spurning er hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi líka til að fólk skynji hættuna.“ Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
„Klárlega getum við alltaf gert betur. Við fórum í það með Landsbjörg og sveitarfélaginu að koma upp skiltum og reyna að leiða fólk að skiltunum með því að setja girðingu við bílastæðið. Það virðist engin áhrif hafa. Fólk gengur þarna bæði yfir girðingar og annað,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í viðtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann ræddi ástandið við Reynisfjöru. Kínverji um fertugt lét lífið í Reynisfjöru í morgun eftir að stór alda, svokallað ólag, sló hann í bergið þar sem hann stóð í stuðlaberginu. Sveinn Kristján segist aðeins hafa viðrað þá hugmynd hvort við séum ekki komin á þann stað að þörf sé að vera með gæslufólk eða starfsfólk á þessum stóru ferðamannastöðum. Hann segir að gæslumenn eða landverðir gætu þar veitt upplýsingar og haft eftirlit með því að fólk kynni sér hlutina og átti sig á þeirri hættu sem sé til staðar á mörgum þessara staða. Ekki einungis í Reynisfjöru heldur víða annars staðar.Er þetta bundið við þennan stað að aldan geti hrifið menn á haf út, sog og annað, án þess að nokkur maður skynji að það sé hættulegt?„Nei, í sjálfu sér er þetta ekki eini staðurinn. Það er í raun öll Suðurströndin undir. Að loka Reynisfjöru er í raun ekki möguleiki,“ segir Sveinn Kristján. „Þetta sogar menn út og þú ferð í öldurótið. Þú gerir ekkert eftir það.“ Sveinn Kristján segir að á skiltunum við Reynisfjöru sé sérstaklega varað við að fara niður í flæðarmálið. Hann segir að mögulega þurfi að endurhugsa skiltauppsetninguna. „Mín reynsla er sú – og maður sér það í löggæslunni – að fólk þori ekki að stilla hraða í hóf fyrr en það fær hressilegar sektir. Spurning er hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi líka til að fólk skynji hættuna.“
Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11