WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands Bjarki Ármannsson skrifar 12. febrúar 2016 15:40 WOW segist hafa farið eftir reglum Háskóla Íslands í einu og öllu í málinu. Vísir/Vilhelm Starfsnám fyrir lögfræðinema sem flugfélagið WOW air auglýsti á dögunum, og Bandalag háskólamanna (BHM) hefur gert athugasemd við, er að öllu leyti í samræmi við reglur lagadeildar Háskóla Íslands um námsvist nemenda í framhaldsnámi við lagadeildina. Þetta segir í tilkynningu frá flugfélaginu. WOW óskaði eftir lögfræðinema í ólaunað starfsnám með möguleika á sumarstarfi í framhaldinu. Lögmaður BHM hefur sent flugfélaginu bréf vegna auglýsingarinnar og gerir athugasemdir við hana. Í bréfinu segir að þær hæfniskröfur sem gerðar eru til umsækjenda í auglýsingunni bendi til þess að um ólaunað starf, en ekki starfsnám, sé að ræða. Svo virðist sem það hafi ekki verið skipulagt í samvinnu við lagadeildir Háskóla Íslands eða Háskólans í Reykjavík.Auglýsingin sem allt snýst um.WOW komi ekki að samningum reglna um starfsnám Í tilkynningunni frá WOW segir að starfsnámið, eða námsvistin, hafi verið auglýst í samstarfi við atvinnunefnd Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Það sé að öllu leyti í samræmi við reglur lagadeildar skólans um slíka námsvist. „Starfsnám er hluti af námi nemenda,“ segir meðal annars í tilkynningunni. „Fyrir starfsnám sem samþykkt er af námsnefnd fá nemendur einingar sem eru metnar sem hluti af einingum til mastersgráðu viðkomandi að hámarki 6 ETSC einingar. Þess vegna var tekið fram í auglýsingu WOW að viðkomandi þyrfti að hafa lokið BA-gráðu. Samkvæmt reglunum er starfsnámið 160 klst. á fjögurra til átta vikna tímabili.“ WOW segir það koma á óvart að BHM skuli beina spjótum sínum eingöngu að sér. Félagið hafi farið eftir reglum háskólans í einu og öllu og segir að ólaunað starfsnám háskólanema hafi tíðkast um langt skeið í samræmi við reglur háskólanna. „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna. WOW air beinir því til BHM að taka upp umræðu um þau mál við háskólana.“ Tengdar fréttir Krefjast þess að WOW air greiði laganema lágmarkslaun Auglýsing WOW air eftir ókeypis starfskrafti er langt í frá óumdeild. 12. febrúar 2016 13:20 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Starfsnám fyrir lögfræðinema sem flugfélagið WOW air auglýsti á dögunum, og Bandalag háskólamanna (BHM) hefur gert athugasemd við, er að öllu leyti í samræmi við reglur lagadeildar Háskóla Íslands um námsvist nemenda í framhaldsnámi við lagadeildina. Þetta segir í tilkynningu frá flugfélaginu. WOW óskaði eftir lögfræðinema í ólaunað starfsnám með möguleika á sumarstarfi í framhaldinu. Lögmaður BHM hefur sent flugfélaginu bréf vegna auglýsingarinnar og gerir athugasemdir við hana. Í bréfinu segir að þær hæfniskröfur sem gerðar eru til umsækjenda í auglýsingunni bendi til þess að um ólaunað starf, en ekki starfsnám, sé að ræða. Svo virðist sem það hafi ekki verið skipulagt í samvinnu við lagadeildir Háskóla Íslands eða Háskólans í Reykjavík.Auglýsingin sem allt snýst um.WOW komi ekki að samningum reglna um starfsnám Í tilkynningunni frá WOW segir að starfsnámið, eða námsvistin, hafi verið auglýst í samstarfi við atvinnunefnd Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Það sé að öllu leyti í samræmi við reglur lagadeildar skólans um slíka námsvist. „Starfsnám er hluti af námi nemenda,“ segir meðal annars í tilkynningunni. „Fyrir starfsnám sem samþykkt er af námsnefnd fá nemendur einingar sem eru metnar sem hluti af einingum til mastersgráðu viðkomandi að hámarki 6 ETSC einingar. Þess vegna var tekið fram í auglýsingu WOW að viðkomandi þyrfti að hafa lokið BA-gráðu. Samkvæmt reglunum er starfsnámið 160 klst. á fjögurra til átta vikna tímabili.“ WOW segir það koma á óvart að BHM skuli beina spjótum sínum eingöngu að sér. Félagið hafi farið eftir reglum háskólans í einu og öllu og segir að ólaunað starfsnám háskólanema hafi tíðkast um langt skeið í samræmi við reglur háskólanna. „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna. WOW air beinir því til BHM að taka upp umræðu um þau mál við háskólana.“
Tengdar fréttir Krefjast þess að WOW air greiði laganema lágmarkslaun Auglýsing WOW air eftir ókeypis starfskrafti er langt í frá óumdeild. 12. febrúar 2016 13:20 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Krefjast þess að WOW air greiði laganema lágmarkslaun Auglýsing WOW air eftir ókeypis starfskrafti er langt í frá óumdeild. 12. febrúar 2016 13:20