Ljótar gulrætur seljast eins og heitar lummur Snærós Sindradóttir skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Ragnhildur Þórarinsdóttir grænmetisbóndi með safagulræturnar sem neytendur eru loksins að átta sig á að séu jafn bragðgóðar og fallegu fyrsta flokks gulræturnar. Mynd/Agnes Böðvarsdóttir Matarsóun er eitt stærsta umhverfisvandamál heimsins í dag. Breskar rannsóknir sýna að þriðjungur þess matar sem komið er með inn á heimili fólks lendir í ruslinu. Dönsk rannsókn sýnir að sóun í matvælaframleiðslu sé gríðarleg og árlega fari 400 milljón tonn af grænmeti og ávöxtum til spillis. Það er ríflega þriðjungur heimsframleiðslunnar. Forrannsókn Landverndar á matarsóun í Reykjavík bendir til þess að 5.800 tonnum af mat og drykk sé hent á heimilum árlega. Heildarmatarsóun á hvern Reykvíking sé að minnsta kosti 48 kíló á ári. Grænmetisbóndinn Ragnhildur Þórarinsdóttir, sem á fyrirtækið SR grænmeti á Flúðum, hefur snúið vörn í sókn í þessum efnum. Hún selur svokallaðar safagulrætur í 1,5 kílóa pokum undir vörumerkinu Frískandi. Gulræturnar eru gjarnan brotnar eða hafa komið margarma upp úr jörðu og mörgum neytendum kann að þykja þær svolítið ófríðar. Gulræturnar eru seldar á lægra verði en fyrsta flokks fallegar gulrætur. „Við reynum að gera þetta eins snyrtilega og við getum. Við reynum að nýta allt sem til fellur,“ segir Ragnhildur. „Ég þoli ekki að henda matvöru en geri allt of mikið af því. Það er svo mikið af öðrum flokki [grænmetis] sem nýtist illa.“ Gulræturnar eru týndar úr hópi fyrsta flokks gulróta og snyrtar til. Alla jafna hefðu þær lent í ruslinu en svo virðist sem neytendur séu æstir í þær. Ragnhildur segir að gulræturnar mokseljist til dæmis hjá versluninni Frú Laugu. „Ég var byrjuð að senda litlar rófur en þær seljast ekki. Það er svo skrýtið að við virðumst ekki vilja of stórar rófur og heldur ekki litlar rófur þó þær séu á lægra verði. Við verðum að hafa þær í hálfu kílói eða aðeins meira, annars kaupir fólk þær ekki.“ Ragnhildur segist finna fyrir vakningu fyrir því að kaupa ódýrara grænmeti með einhver lýti. „Þetta eru mjög bragðgóðar gulrætur, ég hef verið mjög heppin með afbrigði.“ Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
Matarsóun er eitt stærsta umhverfisvandamál heimsins í dag. Breskar rannsóknir sýna að þriðjungur þess matar sem komið er með inn á heimili fólks lendir í ruslinu. Dönsk rannsókn sýnir að sóun í matvælaframleiðslu sé gríðarleg og árlega fari 400 milljón tonn af grænmeti og ávöxtum til spillis. Það er ríflega þriðjungur heimsframleiðslunnar. Forrannsókn Landverndar á matarsóun í Reykjavík bendir til þess að 5.800 tonnum af mat og drykk sé hent á heimilum árlega. Heildarmatarsóun á hvern Reykvíking sé að minnsta kosti 48 kíló á ári. Grænmetisbóndinn Ragnhildur Þórarinsdóttir, sem á fyrirtækið SR grænmeti á Flúðum, hefur snúið vörn í sókn í þessum efnum. Hún selur svokallaðar safagulrætur í 1,5 kílóa pokum undir vörumerkinu Frískandi. Gulræturnar eru gjarnan brotnar eða hafa komið margarma upp úr jörðu og mörgum neytendum kann að þykja þær svolítið ófríðar. Gulræturnar eru seldar á lægra verði en fyrsta flokks fallegar gulrætur. „Við reynum að gera þetta eins snyrtilega og við getum. Við reynum að nýta allt sem til fellur,“ segir Ragnhildur. „Ég þoli ekki að henda matvöru en geri allt of mikið af því. Það er svo mikið af öðrum flokki [grænmetis] sem nýtist illa.“ Gulræturnar eru týndar úr hópi fyrsta flokks gulróta og snyrtar til. Alla jafna hefðu þær lent í ruslinu en svo virðist sem neytendur séu æstir í þær. Ragnhildur segir að gulræturnar mokseljist til dæmis hjá versluninni Frú Laugu. „Ég var byrjuð að senda litlar rófur en þær seljast ekki. Það er svo skrýtið að við virðumst ekki vilja of stórar rófur og heldur ekki litlar rófur þó þær séu á lægra verði. Við verðum að hafa þær í hálfu kílói eða aðeins meira, annars kaupir fólk þær ekki.“ Ragnhildur segist finna fyrir vakningu fyrir því að kaupa ódýrara grænmeti með einhver lýti. „Þetta eru mjög bragðgóðar gulrætur, ég hef verið mjög heppin með afbrigði.“
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira