Sigmundur segir eins og Árni Páll óttist innrás ferðamanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. febrúar 2016 16:00 Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í innviðauppbyggingu vegna fjölgunar ferðamanna á þingi í dag. Vísir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað um svör frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um hvernig ríkisstjórnin hans ætlaði að takast á við mikla aukningu ferðamanna og innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna hennar á þingi í dag. „Fjöldi ferðamanna í janúr var jafn mikill og í júnímánði árið 2012 en ríkisstjórnin hefur algjörlega klúðrað því að bregðast við þessari fjölgun og klúðrað gjaldtöku af ferðamönnum allan þennan tíma,“ sagði hann.Stöndum ekki undir uppbyggingunni „Það er óhugsandi að 330 þúsund manna þjóð geti með skattfé sínu byggt innviði sem duga fyrir 400 þúsund manns á hverjum tíma. Það mun setja óbærilegar byrgðar á okkur og bitna á heilbrigðisþjónustunni sem við búum við og velferðarþjónustunni sem við búum við af öðrum kosti. Það verður að láta ferðamennina sjálfa greiða fyrir uppbygginguna,“ sagði hann í fyrrispurn sinni. „Innviðir duga ekki, fólk er í lífshættu og það verður að taka gjöld af ferðamönnum sjálfum,“ sagði hann og að nú værum við að takast á við afleyðingar þess að ríkisstjórnarnarflokkarnir hafi barist eins og ljón gegn gjaldtöku á ferðamenn á síðasta kjörtímabili. Heldur neikvæð mynd Sigmundur Davíð sagði að sér þætti Árni Páll ganga langt í að draga upp neikvæða mynd af fjölgun ferðamanna hingað til lands. „Fjölgunin hefur verið gríðarlega mikil og meðal annars vegna þess að það var komist hjá því að fara í skattaaðgerðir sem að síðasta ríkisstjórn boðaði sem hefði verið til þess fallin að fæla fólk frá,“ sagði hann og bætti við að sérfræðingar hefðu talið það vera vísustu leiðina til að snúa við þróun um fjölgun ferðamanna að ráðast í þá gjalddtöku sem síðasta stjórn boðaði. Sigmundur sagði það ekki standa á ríkisstjórninni að auka fjármagn til innviðauppbyggingu. Hann sagði að það fjármagn sem þegar væru á reiðu til innviðauppbyggingar hefði ekki verið nýtt jafn hratt og stjórnvöld hefðu veitt það. „En þegar fjölgunin er þetta gríðarlega hröð, þá er eðlilegt að það taki tíma að byggja upp kerfi sem getur haldið í við þá þróun,“ sagði hann. Á áfram að nota skattfé? Eftir þetta svar kom Árni Páll aftur í pontu og sagði: „Það kemur ekkert svar. Hvernig á að mæta þessari brýnu þörf? Hvernig á að koma í veg fyrir að fólk sé í lífshættu? Hvar á að taka féð til að byggja nýja vegi til að mæta þessari fjölgun ferðamanna? Af almennu skattfé, áfram? Nú þá verður minna til ráðstöfunar í heilbrigðisþjónustuna og önnur dýrmæt verkefni fyrir landsmenn.“ Sigmundur Davíð sagðist ekki skilja geðshræringu Árna Páls. „Það er eins og hann telji að landið sé að verða fyrir innrás – innrás ferðamanna – og að mönnum standi ógn af þessu fólki hvar sem maður kemur,“ sagði hann. Forsætisráðherrann sagði alveg rétt að byggja þurfi upp innviði en að sú uppbygging stæði yfir. „Það hefur verið fjármagni af hálfu ríkisins í þá uppbyggingu en það sama þurfa fyrirtæki í ferðaþjónustu að sjálfsögðu að gera og sveitarfélögin,“ sagði hann og bætti við að ferðaþjónustan væri þegar að skila gríðarlegum tekjum og fyrir vikið hefði ríkið úr meiru að spila. „Hann heldur hér fram hreinun ósannindum um að það séu engir nýir peningar í löggæslu, engir nýir peningar í heilbrigðismálum,“ sagði hann um Árna Pál og sagði að það blasti við þeim sem skoðuðu tölurnar um að búið væri að stórauka framlög. Ferðamennska á Íslandi Stjórnmálavísir Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað um svör frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um hvernig ríkisstjórnin hans ætlaði að takast á við mikla aukningu ferðamanna og innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna hennar á þingi í dag. „Fjöldi ferðamanna í janúr var jafn mikill og í júnímánði árið 2012 en ríkisstjórnin hefur algjörlega klúðrað því að bregðast við þessari fjölgun og klúðrað gjaldtöku af ferðamönnum allan þennan tíma,“ sagði hann.Stöndum ekki undir uppbyggingunni „Það er óhugsandi að 330 þúsund manna þjóð geti með skattfé sínu byggt innviði sem duga fyrir 400 þúsund manns á hverjum tíma. Það mun setja óbærilegar byrgðar á okkur og bitna á heilbrigðisþjónustunni sem við búum við og velferðarþjónustunni sem við búum við af öðrum kosti. Það verður að láta ferðamennina sjálfa greiða fyrir uppbygginguna,“ sagði hann í fyrrispurn sinni. „Innviðir duga ekki, fólk er í lífshættu og það verður að taka gjöld af ferðamönnum sjálfum,“ sagði hann og að nú værum við að takast á við afleyðingar þess að ríkisstjórnarnarflokkarnir hafi barist eins og ljón gegn gjaldtöku á ferðamenn á síðasta kjörtímabili. Heldur neikvæð mynd Sigmundur Davíð sagði að sér þætti Árni Páll ganga langt í að draga upp neikvæða mynd af fjölgun ferðamanna hingað til lands. „Fjölgunin hefur verið gríðarlega mikil og meðal annars vegna þess að það var komist hjá því að fara í skattaaðgerðir sem að síðasta ríkisstjórn boðaði sem hefði verið til þess fallin að fæla fólk frá,“ sagði hann og bætti við að sérfræðingar hefðu talið það vera vísustu leiðina til að snúa við þróun um fjölgun ferðamanna að ráðast í þá gjalddtöku sem síðasta stjórn boðaði. Sigmundur sagði það ekki standa á ríkisstjórninni að auka fjármagn til innviðauppbyggingu. Hann sagði að það fjármagn sem þegar væru á reiðu til innviðauppbyggingar hefði ekki verið nýtt jafn hratt og stjórnvöld hefðu veitt það. „En þegar fjölgunin er þetta gríðarlega hröð, þá er eðlilegt að það taki tíma að byggja upp kerfi sem getur haldið í við þá þróun,“ sagði hann. Á áfram að nota skattfé? Eftir þetta svar kom Árni Páll aftur í pontu og sagði: „Það kemur ekkert svar. Hvernig á að mæta þessari brýnu þörf? Hvernig á að koma í veg fyrir að fólk sé í lífshættu? Hvar á að taka féð til að byggja nýja vegi til að mæta þessari fjölgun ferðamanna? Af almennu skattfé, áfram? Nú þá verður minna til ráðstöfunar í heilbrigðisþjónustuna og önnur dýrmæt verkefni fyrir landsmenn.“ Sigmundur Davíð sagðist ekki skilja geðshræringu Árna Páls. „Það er eins og hann telji að landið sé að verða fyrir innrás – innrás ferðamanna – og að mönnum standi ógn af þessu fólki hvar sem maður kemur,“ sagði hann. Forsætisráðherrann sagði alveg rétt að byggja þurfi upp innviði en að sú uppbygging stæði yfir. „Það hefur verið fjármagni af hálfu ríkisins í þá uppbyggingu en það sama þurfa fyrirtæki í ferðaþjónustu að sjálfsögðu að gera og sveitarfélögin,“ sagði hann og bætti við að ferðaþjónustan væri þegar að skila gríðarlegum tekjum og fyrir vikið hefði ríkið úr meiru að spila. „Hann heldur hér fram hreinun ósannindum um að það séu engir nýir peningar í löggæslu, engir nýir peningar í heilbrigðismálum,“ sagði hann um Árna Pál og sagði að það blasti við þeim sem skoðuðu tölurnar um að búið væri að stórauka framlög.
Ferðamennska á Íslandi Stjórnmálavísir Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira