Gunnar Bragi í Mið-Austurlöndum Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2016 18:03 Gunnar Bragi og Benjamin Netanyahu. Mynd/Utanríkisráðuneyti Ísrael Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er nú staddur í Mið-Austurlöndum. Hann hóf ferð sína um svæðið í gær og fundaði í dag með Benjamin Netanyahu, forsætis- og utanríkisráðherra Ísrael. Hann mun einnig fara til Palestínu og Jórdaníu í vikunni. Samkvæmt tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu fór Gunnar Bragi „meðal annars yfir afstöðu Íslands til deilu Ísraels og Palestínu og ítrekaði mikilvægi þess að viðræður yrðu hafnar að nýju með tveggja ríkja lausn að leiðarljósi. Fordæmdi ráðherra ofbeldi og mannfall óbreyttra borgara á báða vegu.“ Einnig ræddu þeir tvíhliða samskipti Íslands og Ísrael sem og gagnkvæman vilja til að styrkja þau frekar. Meðal annars með því að gera loftferðasamning, fjárfestingasamning, tvísköttunarsamning og samstarfi á sviði nýsköpunar.„Staða mála í Miðausturlöndum, þar með talið. ástandið í Sýrlandi, var sömuleiðis til umfjöllunar, auk þess sem Gunnar Bragi varpaði ljósi á stöðu efnahagsmála á Íslandi og ræddi öryggishorfur í Evrópu.“ Þá fundaði Gunnar Bragi einnig með Tzipi Hotovely, varautanríkisráðherra Ísrael, um deilu þeirra við Palestínu og hugsanleg úrræði lausnar. Hann ræddi þar að auki við Yair Lapid, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar og farmann Miðjuflokksins. Þeir ræddu einnig um bætt samskipti Íslands og Ísrael. Á morgun fer ráðherrann til Palestínu og fundar með ráðamönnum í Ramallah. Hann mun einnig kynna sér verkefni sem Ísland styður á Vesturbakkanum og funda með yfirmönnum stofnana Sameinuðu þjóðanna á svæðinu.Síðar í vikunni heldur utanríkisráðherra til Jórdaníu þar sem hann mun kynna sér aðstæður Zaatari flóttamannabúðunum og funda með Nasser Judeh, utanríkisráðherra landsins. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er nú staddur í Mið-Austurlöndum. Hann hóf ferð sína um svæðið í gær og fundaði í dag með Benjamin Netanyahu, forsætis- og utanríkisráðherra Ísrael. Hann mun einnig fara til Palestínu og Jórdaníu í vikunni. Samkvæmt tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu fór Gunnar Bragi „meðal annars yfir afstöðu Íslands til deilu Ísraels og Palestínu og ítrekaði mikilvægi þess að viðræður yrðu hafnar að nýju með tveggja ríkja lausn að leiðarljósi. Fordæmdi ráðherra ofbeldi og mannfall óbreyttra borgara á báða vegu.“ Einnig ræddu þeir tvíhliða samskipti Íslands og Ísrael sem og gagnkvæman vilja til að styrkja þau frekar. Meðal annars með því að gera loftferðasamning, fjárfestingasamning, tvísköttunarsamning og samstarfi á sviði nýsköpunar.„Staða mála í Miðausturlöndum, þar með talið. ástandið í Sýrlandi, var sömuleiðis til umfjöllunar, auk þess sem Gunnar Bragi varpaði ljósi á stöðu efnahagsmála á Íslandi og ræddi öryggishorfur í Evrópu.“ Þá fundaði Gunnar Bragi einnig með Tzipi Hotovely, varautanríkisráðherra Ísrael, um deilu þeirra við Palestínu og hugsanleg úrræði lausnar. Hann ræddi þar að auki við Yair Lapid, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar og farmann Miðjuflokksins. Þeir ræddu einnig um bætt samskipti Íslands og Ísrael. Á morgun fer ráðherrann til Palestínu og fundar með ráðamönnum í Ramallah. Hann mun einnig kynna sér verkefni sem Ísland styður á Vesturbakkanum og funda með yfirmönnum stofnana Sameinuðu þjóðanna á svæðinu.Síðar í vikunni heldur utanríkisráðherra til Jórdaníu þar sem hann mun kynna sér aðstæður Zaatari flóttamannabúðunum og funda með Nasser Judeh, utanríkisráðherra landsins.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira