Sextán þúsund manns fylgdust með Manuelu í Playboyhöllinni Guðrún Ansnes skrifar 16. febrúar 2016 10:15 Íslensku glæsikvendin Manuela og Ragnheiður Ragnarsdóttir skemmtu sér stórvel í Playboy-höllinni. „Þetta var algjör sprengja, það er alltaf að bætast við hjá mér og þegar ég tékkaði á þessu í gærkvöldi voru um sextán þúsund manns að fylgjast með,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, fatahönnunarnemi og samfélagsmiðlagúrú, sem á mánudagskvöldið skemmti sér með stórstjörnum í Playboy-höll Hughs Hefner. Um var að ræða veisluhöld í tengslum við Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles, og varð vart þverfótað fyrir nafntoguðum einstaklingum í umræddu partíi, líkt og fylgjendur Manuelu urðu varir við. „Þarna voru ótrúlega margir, frægt fólk út um allt. Alls staðar andlit sem þú þekktir. Þetta var styrktarviðburður sem Richard Branson stóð fyrir og rapparinn P.Daddy var kynnir. Persónulega fannst mér toppurinn að sjá hann. Svo var ákveðin upplifun að sjá þetta Playboy-lið,“ segir hún og skellir upp úr.Manuela stóðst ekki mátið og lét smella einni mynd af sér með Nick Lachey úr strákabandinu 98 Degrees.„Maður er ekki mikið í að láta smella af sér mynd með öðrum gestum, það er hálf púkó að biðja um random mynd. Ég stóðst reyndar ekki mátið og fékk mynd af mér með Nick Lachey, sem var giftur Jessicu Simpson og ég var með þau á heilanum á sínum tíma. Ég spjallaði aðeins við hann og fékk svo mynd. En stemningin er þannig að þarna eigi þekkt fólk að geta verið í friði, og það á ekki að vera neitt stórmál. Við Ragga þurftum að hemja okkur, þetta var algjör stjörnuveisla. Ótrúlega flott, og ef maður hefur fylgst með Playboy Mansion þáttunum, þá er þetta svolítið spes upplifun.“ Eins og Manuela kemur inn á, var hún í slagtogi við vinkonu sína, sunddrottninguna Ragnheiði Ragnarsdóttur, sem búsett er í Los Angeles og nemur þar leiklist. „Ragga er náttúrulega 190 sentimetrar á hæð, stórglæsileg og hún ber af hvar sem hún kemur. Svo þegar hún labbar einhvers staðar inn taka allir eftir henni. Fólk er mjög áhugasamt um Ísland og spyr mikið út í landið, það er ágætis „icebraker“. Iðulega segist fólk langa mikið að koma til Íslands. Miðað við þetta myndi ég segja að það væri einhver vakning meðal Bandaríkjamanna að heimsækja klakann.“ Sjálf fékk Manuela töluverða athygli vegna samfestings sem hún klæddist. „Ég er það hávaxin, að erfitt getur verið að fá samfesting sem hentar mér. Þegar ég fann þennan, í verslun sem ég hef aðeins verið að vinna með, Clothes&Company, þá kom ekkert annað til greina. Hann smellpassaði við dresscode-ið í Playboy-höllinni, brjóstaskoran var alveg að gera sig. Ég hugsa að ég hefði ekki farið svona annað en í Playboy-höllina,“ skýtur hún kímin að. Aðspurð hvort hún hafi brugðið sér gagngert af bæ og alla leið til Los Angeles til að vera viðstödd veisluhöldin, segir hún svo ekki vera. „Ég er í vetrarfríi í skólanum, svo ég ákvað að skella mér og slá einhverjar þúsund flugur í einu höggi,“ segir hún og hlær. „Ég er fyrst og fremst að kaupa inn efni fyrir lokasýninguna mína í fatahönnunarnáminu sem verður í lok apríl, og svo er ég að styrkja tengslanetið mitt hér, þar sem ég er alltaf að leggja línurnar fyrir það sem mig langar að gera. Ég veit hvað mig langar að gera en ætla mér að tala minna og gera meira,“ segir Manuela dulræð á svip og algjörlega án þess að ætla sér að gefa frekari upplýsingar í þetta skiptið. Tengdar fréttir Hvað voru Manúela og Nick Lachey að gera saman í Playboy höllinni? Það virtist vera rosalegt stuð í partý-inu í Playboy höllinni. 16. febrúar 2016 13:30 Horfðu á stefnumót ársins: Snorri í kjólfötum, Manúela í rauðum kjól og þetta endaði með kossi Sjáðu allt stefnumót Snorra Björns og Manúelu og það frá tveimur sjónarhornum. 12. febrúar 2016 14:00 #snorruela: Fylgst með stefnumóti Manúelu og Snorra í beinni Manúela Ósk Harðardóttir og Snorri Björns fóru á stefnumót í kvöld og þarf ekki að koma á óvart greint sé frá gangi mála bæði á Twitter og Snapchat. 11. febrúar 2016 20:43 Manuela hitti móður sína Manuela Ósk Harðardóttir deildi mynd á Instagram frá frumsýningu Fjalla-Eyvindar og Höllu á fimmtudagskvöld. 28. mars 2015 14:30 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
„Þetta var algjör sprengja, það er alltaf að bætast við hjá mér og þegar ég tékkaði á þessu í gærkvöldi voru um sextán þúsund manns að fylgjast með,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, fatahönnunarnemi og samfélagsmiðlagúrú, sem á mánudagskvöldið skemmti sér með stórstjörnum í Playboy-höll Hughs Hefner. Um var að ræða veisluhöld í tengslum við Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles, og varð vart þverfótað fyrir nafntoguðum einstaklingum í umræddu partíi, líkt og fylgjendur Manuelu urðu varir við. „Þarna voru ótrúlega margir, frægt fólk út um allt. Alls staðar andlit sem þú þekktir. Þetta var styrktarviðburður sem Richard Branson stóð fyrir og rapparinn P.Daddy var kynnir. Persónulega fannst mér toppurinn að sjá hann. Svo var ákveðin upplifun að sjá þetta Playboy-lið,“ segir hún og skellir upp úr.Manuela stóðst ekki mátið og lét smella einni mynd af sér með Nick Lachey úr strákabandinu 98 Degrees.„Maður er ekki mikið í að láta smella af sér mynd með öðrum gestum, það er hálf púkó að biðja um random mynd. Ég stóðst reyndar ekki mátið og fékk mynd af mér með Nick Lachey, sem var giftur Jessicu Simpson og ég var með þau á heilanum á sínum tíma. Ég spjallaði aðeins við hann og fékk svo mynd. En stemningin er þannig að þarna eigi þekkt fólk að geta verið í friði, og það á ekki að vera neitt stórmál. Við Ragga þurftum að hemja okkur, þetta var algjör stjörnuveisla. Ótrúlega flott, og ef maður hefur fylgst með Playboy Mansion þáttunum, þá er þetta svolítið spes upplifun.“ Eins og Manuela kemur inn á, var hún í slagtogi við vinkonu sína, sunddrottninguna Ragnheiði Ragnarsdóttur, sem búsett er í Los Angeles og nemur þar leiklist. „Ragga er náttúrulega 190 sentimetrar á hæð, stórglæsileg og hún ber af hvar sem hún kemur. Svo þegar hún labbar einhvers staðar inn taka allir eftir henni. Fólk er mjög áhugasamt um Ísland og spyr mikið út í landið, það er ágætis „icebraker“. Iðulega segist fólk langa mikið að koma til Íslands. Miðað við þetta myndi ég segja að það væri einhver vakning meðal Bandaríkjamanna að heimsækja klakann.“ Sjálf fékk Manuela töluverða athygli vegna samfestings sem hún klæddist. „Ég er það hávaxin, að erfitt getur verið að fá samfesting sem hentar mér. Þegar ég fann þennan, í verslun sem ég hef aðeins verið að vinna með, Clothes&Company, þá kom ekkert annað til greina. Hann smellpassaði við dresscode-ið í Playboy-höllinni, brjóstaskoran var alveg að gera sig. Ég hugsa að ég hefði ekki farið svona annað en í Playboy-höllina,“ skýtur hún kímin að. Aðspurð hvort hún hafi brugðið sér gagngert af bæ og alla leið til Los Angeles til að vera viðstödd veisluhöldin, segir hún svo ekki vera. „Ég er í vetrarfríi í skólanum, svo ég ákvað að skella mér og slá einhverjar þúsund flugur í einu höggi,“ segir hún og hlær. „Ég er fyrst og fremst að kaupa inn efni fyrir lokasýninguna mína í fatahönnunarnáminu sem verður í lok apríl, og svo er ég að styrkja tengslanetið mitt hér, þar sem ég er alltaf að leggja línurnar fyrir það sem mig langar að gera. Ég veit hvað mig langar að gera en ætla mér að tala minna og gera meira,“ segir Manuela dulræð á svip og algjörlega án þess að ætla sér að gefa frekari upplýsingar í þetta skiptið.
Tengdar fréttir Hvað voru Manúela og Nick Lachey að gera saman í Playboy höllinni? Það virtist vera rosalegt stuð í partý-inu í Playboy höllinni. 16. febrúar 2016 13:30 Horfðu á stefnumót ársins: Snorri í kjólfötum, Manúela í rauðum kjól og þetta endaði með kossi Sjáðu allt stefnumót Snorra Björns og Manúelu og það frá tveimur sjónarhornum. 12. febrúar 2016 14:00 #snorruela: Fylgst með stefnumóti Manúelu og Snorra í beinni Manúela Ósk Harðardóttir og Snorri Björns fóru á stefnumót í kvöld og þarf ekki að koma á óvart greint sé frá gangi mála bæði á Twitter og Snapchat. 11. febrúar 2016 20:43 Manuela hitti móður sína Manuela Ósk Harðardóttir deildi mynd á Instagram frá frumsýningu Fjalla-Eyvindar og Höllu á fimmtudagskvöld. 28. mars 2015 14:30 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Hvað voru Manúela og Nick Lachey að gera saman í Playboy höllinni? Það virtist vera rosalegt stuð í partý-inu í Playboy höllinni. 16. febrúar 2016 13:30
Horfðu á stefnumót ársins: Snorri í kjólfötum, Manúela í rauðum kjól og þetta endaði með kossi Sjáðu allt stefnumót Snorra Björns og Manúelu og það frá tveimur sjónarhornum. 12. febrúar 2016 14:00
#snorruela: Fylgst með stefnumóti Manúelu og Snorra í beinni Manúela Ósk Harðardóttir og Snorri Björns fóru á stefnumót í kvöld og þarf ekki að koma á óvart greint sé frá gangi mála bæði á Twitter og Snapchat. 11. febrúar 2016 20:43
Manuela hitti móður sína Manuela Ósk Harðardóttir deildi mynd á Instagram frá frumsýningu Fjalla-Eyvindar og Höllu á fimmtudagskvöld. 28. mars 2015 14:30