Selja ferðir að leynilegum fossi í afrétti Hrunamannahrepps Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Þetta hlaðna sæluhús er á Steingrímsfjarðarheiði en Fréttablaðið hefur ekki tiltæka mynd af Heiðarárkofa í Hrunamannahreppi sem gera á upp með svipuðum hætti. vísir/pjetur Hrunamannahreppur ætlar að semja við félagið Secret Local Adventures um aðgang að fjallakofa og náttúruperlum í hreppnum. Þeir Egill Jóhannsson og Guðmann Unnsteinsson, sem báðir búa í Hrunamannahreppi, segja í bréfi til sveitarstjórnarinnar að ætlunin sé „að þjónusta ferðamenn í stuttar ævintýraferðir um náttúruperlur Hrunamannahrepps sem ekki er hægt að komast að nema á sérútbúnum bílum“, eins og segir í erindi þeirra. Þannig segja þeir Egill og Guðmann í bréfinu ætlunina að fara með gesti á „leynda staði sem eru ekki á leiðum annarra aðila sem aka um með ferðamenn“. Ferðamenn væru fræddir um sögu og náttúru svæðisins. „Gætt verður þess í hvívetna að vernda viðkvæma náttúru og umhverfi á afrétti Hrunamanna,“ er undirstrikað. Félagið óskar sérstaklega liðsinnis Hrunamannahrepps varðandi þrjá liði. Í fyrsta lagi vill það taka í fóstur gamlan hlaðinn gangnamannakofa sem nefnist Heiðarárkofi og er við Heiðarvatn. „Markmiðið er að færa hann í upprunalegt horf, halda honum við og nýta sem sögusafn,“ segir í bréfinu. Guðmann Unnsteinsson segir við Fréttablaðið að Heiðarárkofi sé í merkilega góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að vera kominn úr notkun. „Það er alls ekki svo langt síðan að menn gistu hér í eftirleitum. Þá settu þeir rollurnar undir sig og hrossin í endann til að hita upp,“ segir hann. Nánari upplýsinga varðandi gangnamannaferðir ætla þeir félagar einmitt að afla og óska aðstoðar hreppsins við það. Þetta verði síðan tengt við sögur um útilegumenn á borð við Fjalla-Eyvind. Að endingu óskar Secret Local Adventures eftir „að fá að merkja gönguleið frá vegarslóða að Búðarárfossi, um 400 metra leið og fá að fara með ferðamenn að þessari leyndu náttúruperlu á afréttinum sem fossinn er,“ segir í bréfinu sem lagt var fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar sem samþykkti að fela sveitarstjóranum að ganga til samninga við Secret Local Adventures um málið. „Hann er leyndur inni á afrétti,“ svarar Guðmann leyndardómsfullur spurður um staðsetningu Búðarárfoss. „Það eru mjög margir heimamenn sem vita ekki einu sinni af þessum stað, hann er svo falinn. Þetta er eiginlega algjör paradís. Við ætluðum eiginlega að hafa þetta eins leynt og hægt er.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Hrunamannahreppur ætlar að semja við félagið Secret Local Adventures um aðgang að fjallakofa og náttúruperlum í hreppnum. Þeir Egill Jóhannsson og Guðmann Unnsteinsson, sem báðir búa í Hrunamannahreppi, segja í bréfi til sveitarstjórnarinnar að ætlunin sé „að þjónusta ferðamenn í stuttar ævintýraferðir um náttúruperlur Hrunamannahrepps sem ekki er hægt að komast að nema á sérútbúnum bílum“, eins og segir í erindi þeirra. Þannig segja þeir Egill og Guðmann í bréfinu ætlunina að fara með gesti á „leynda staði sem eru ekki á leiðum annarra aðila sem aka um með ferðamenn“. Ferðamenn væru fræddir um sögu og náttúru svæðisins. „Gætt verður þess í hvívetna að vernda viðkvæma náttúru og umhverfi á afrétti Hrunamanna,“ er undirstrikað. Félagið óskar sérstaklega liðsinnis Hrunamannahrepps varðandi þrjá liði. Í fyrsta lagi vill það taka í fóstur gamlan hlaðinn gangnamannakofa sem nefnist Heiðarárkofi og er við Heiðarvatn. „Markmiðið er að færa hann í upprunalegt horf, halda honum við og nýta sem sögusafn,“ segir í bréfinu. Guðmann Unnsteinsson segir við Fréttablaðið að Heiðarárkofi sé í merkilega góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að vera kominn úr notkun. „Það er alls ekki svo langt síðan að menn gistu hér í eftirleitum. Þá settu þeir rollurnar undir sig og hrossin í endann til að hita upp,“ segir hann. Nánari upplýsinga varðandi gangnamannaferðir ætla þeir félagar einmitt að afla og óska aðstoðar hreppsins við það. Þetta verði síðan tengt við sögur um útilegumenn á borð við Fjalla-Eyvind. Að endingu óskar Secret Local Adventures eftir „að fá að merkja gönguleið frá vegarslóða að Búðarárfossi, um 400 metra leið og fá að fara með ferðamenn að þessari leyndu náttúruperlu á afréttinum sem fossinn er,“ segir í bréfinu sem lagt var fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar sem samþykkti að fela sveitarstjóranum að ganga til samninga við Secret Local Adventures um málið. „Hann er leyndur inni á afrétti,“ svarar Guðmann leyndardómsfullur spurður um staðsetningu Búðarárfoss. „Það eru mjög margir heimamenn sem vita ekki einu sinni af þessum stað, hann er svo falinn. Þetta er eiginlega algjör paradís. Við ætluðum eiginlega að hafa þetta eins leynt og hægt er.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira