Innlent

Glaður yfir að fara ekki

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Idafe ásamt kærustu sinni, Aldísi Báru Pálsdóttur.
Idafe ásamt kærustu sinni, Aldísi Báru Pálsdóttur. Mynd/Helgi J. Hauksson
„Ég er virkilega hamingjusamur. Þú getur varla ímyndað þér hversu hamingjusöm við kærasta mín vorum þegar við fengum fréttirnar. Við erum virkilega hamingjusöm,“ segir Idafe Onafe Oghene.

Idafe, rétt eins og þeir Martin Omulu og Christian Boadi, fékk í gærkvöld þær fréttir að beiðni um flutning hans af landi brott hefði verið afturkölluð. Þeim var sagt á þriðjudag að þeir þyrftu að fara til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mennirnir þrír eru hælisleitendur, tveir þeirra nígerískir en sá þriðji ganverskur.

„Ég var á leiðinni heim að pakka þegar ég fékk símtal frá lögfræðingnum mínum sem sagði mér fréttirnar. Ég er virkilega hamingjusamur. Þetta er örugglega besti dagur lífs míns, fyrir utan daginn sem ég kynntist kærustu minni.“

Þá sagði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Omulu og Boadi, í samtali við Vísi að hann myndi sækja um hæli af mannúðarástæðum fyrir skjólstæðinga sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×