„Ég skulda Landspítalanum og Go Red fyrir nýtt líf“ Birta Björnsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 20:23 Go Red er alþjóðlegt átak sem Íslendingar hafa tekið þátt í frá 2009. Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og hjartadeild Landspítalans taka þátt í átakinu sem ætlað er að vekja athygli á þeirra staðreynd að hjarta- og æðasjúkdómar eru enn algengasta dánarorsök kvenna, þó tíðnin fari reyndar lækkandi. „Við viljum með þessu minna á að forvarnir eru gríðarlega mikilvægar,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir. „Í öðru lagi viljum við minna á að konur geta í mörgum tilfellum upplifað einkenni hjarta- og æðasjúkdóma öðruvísi en karlar. Þær taka einkennunum kannski ekki nógu alvarlega og eru stundum ekki teknar nógu alvarlega. Í þriðja lagi er það svo þannig að rannsóknir á hjartasjúkdómum kvenna eru talsvert eftirsettar ef borið er saman við karla. Karlar eru oftar rannsóknarefni í þessum efnum.“ Ein þeirra sem þekkir mikilvægi eftirlits er Gerður Gylfadóttir, en hún lagðist inn á hjartadeild árið 2014, aðeins 49 ára gömul. Hún hafði verið með lungnabólgu sem illa hafði gengið að losa sig við. „Ég var send í lungnamyndatöku og þar kom í ljós að hjartað var nokkrum númerum of stórt. Þá átti ég að fara í ómskoðun en ég taldi nú ekki liggja mikið á því og fór í frí. Undir lokin var ég orðin svo máttfarin að ég komst ekki sjálf á klósettið," segir Gerður. Hún hafði kennt sér meins í dágóðan tíma en grunaði ekki að hjartaveilu væri um að kenna. Gerður þurfti að fara í hjartaaðgerð og fékk ígræddan bjargráð. Hún hvetur allar konur til að fara í tékk telji þær ástæðu til. „Því ég hafði sjálf verið með alls konar einkenni, til dæmis þreytu. Kólesterólið var í fínu lagi og blóðþrýstinginn líka. Mér var sagt að ef ég sæi sjálf ástæðu til að láta tékka á mér skyldi ég gera það. Það gerði ég hinsvegar ekki," segir Gerður Og hún segir sér það bæði ljúft og skylt að taka þátt í Go Red. „Ég skulda Landspítalanum og Go Red fyrir nýtt líf," segir Gerður. Á morgun eru landsmenn hvattir til að klæðast rauðu og lýsa þannig yfir stuðningi í verki. „Þó það sé ekki nema að klæðast rauðum sokkum. Það er alltaf gott að minna á hjartað,“ segir Þórdís að lokum. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Sjá meira
Go Red er alþjóðlegt átak sem Íslendingar hafa tekið þátt í frá 2009. Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og hjartadeild Landspítalans taka þátt í átakinu sem ætlað er að vekja athygli á þeirra staðreynd að hjarta- og æðasjúkdómar eru enn algengasta dánarorsök kvenna, þó tíðnin fari reyndar lækkandi. „Við viljum með þessu minna á að forvarnir eru gríðarlega mikilvægar,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir. „Í öðru lagi viljum við minna á að konur geta í mörgum tilfellum upplifað einkenni hjarta- og æðasjúkdóma öðruvísi en karlar. Þær taka einkennunum kannski ekki nógu alvarlega og eru stundum ekki teknar nógu alvarlega. Í þriðja lagi er það svo þannig að rannsóknir á hjartasjúkdómum kvenna eru talsvert eftirsettar ef borið er saman við karla. Karlar eru oftar rannsóknarefni í þessum efnum.“ Ein þeirra sem þekkir mikilvægi eftirlits er Gerður Gylfadóttir, en hún lagðist inn á hjartadeild árið 2014, aðeins 49 ára gömul. Hún hafði verið með lungnabólgu sem illa hafði gengið að losa sig við. „Ég var send í lungnamyndatöku og þar kom í ljós að hjartað var nokkrum númerum of stórt. Þá átti ég að fara í ómskoðun en ég taldi nú ekki liggja mikið á því og fór í frí. Undir lokin var ég orðin svo máttfarin að ég komst ekki sjálf á klósettið," segir Gerður. Hún hafði kennt sér meins í dágóðan tíma en grunaði ekki að hjartaveilu væri um að kenna. Gerður þurfti að fara í hjartaaðgerð og fékk ígræddan bjargráð. Hún hvetur allar konur til að fara í tékk telji þær ástæðu til. „Því ég hafði sjálf verið með alls konar einkenni, til dæmis þreytu. Kólesterólið var í fínu lagi og blóðþrýstinginn líka. Mér var sagt að ef ég sæi sjálf ástæðu til að láta tékka á mér skyldi ég gera það. Það gerði ég hinsvegar ekki," segir Gerður Og hún segir sér það bæði ljúft og skylt að taka þátt í Go Red. „Ég skulda Landspítalanum og Go Red fyrir nýtt líf," segir Gerður. Á morgun eru landsmenn hvattir til að klæðast rauðu og lýsa þannig yfir stuðningi í verki. „Þó það sé ekki nema að klæðast rauðum sokkum. Það er alltaf gott að minna á hjartað,“ segir Þórdís að lokum.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Sjá meira