Nú ættum við að hafa fastara land undir fótum Magnús Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2016 13:00 Gústav Geir Bollason tók við Eyrrarósinni á Rifi á Snæfellsnesi í gær. Við lögðum af stað að Rifi um sexleytið í gær í þæfingi og skafrenningi úr Eyjafirðinum, það var ekkert skemmtilegt og ég gerði allt eins ráð fyrir því að ég þyrfti að sjá eftir þessu, en ég geri það ekki núna,“ segir glaðbeittur Gústav Geir Bollason, umsjónarmaður Verksmiðjunnar á Hjalteyri, sem í gær hlaut hina eftirsóttu Eyrarrós. Eyrarrósin er veitt framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar og er henni ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar. Að Eyrarrósinni standa Listahátíð í Reykjavík, Flugfélag Íslands og Byggðastofnun. Gústav Geir er glaður og þakklátur fyrir verðlaunin og hann segir að vissulega breyti þetta miklu fyrir starfsemi Verksmiðjunnar sem hefur verið starfrækt frá sumrinu 2008. „Ég vona að þetta festi Verksmiðjuna betur í sessi og veki athygli á starfinu. Þetta ætti að hjálpa til við ákveðna hluti þar sem maður þarf pínu að sannfæra fólk um að halda þessu áfram og nú ættum við að hafa aðeins fastara land undir fótum.“ Verksmiðjan á Hjalteyri er listamiðstöð með sýningarsali og gestavinnustofur í gamalli síldarverksmiðju Kveldúlfs við Eyjafjörð og Gústav Geir segir að það hafi verið um fjórtán manns sem töldust stofnendur á sínum tíma en af þeim hafi aðallega verið um fimm manns sem komu þessu af stað. „Það byrjaði með því að ég kallaði til fólk og mest voru þetta listamenn að norðan. Það voru Aðalheiður Eysteinsdóttir, Hlynur Hallsson, Þórarinn Blöndal, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Arna Valsdóttir. Gústav Geir er starfandi myndlistarmaður en hann segir að óneitanlega fari talsverður tími í að sinna Verksmiðjunni. „Það er talsverður undirbúningur á veturna og svo er töluverð vinna á sumrin við að skipuleggja og aðstoða það fólk sem er að vinna og sýna hjá okkur hverju sinni. Listamennirnir sem koma til okkar koma víða að en yfirleitt er ein eða fleiri sýninga ársins á vegum listamanna að norðan og talsvert frá Reykjavík en svo er alltaf talsvert um að við séum með listamenn frá Evrópu og í sumar koma listamenn frá Kanada. Meirihluti þeirra sem vinna hjá okkur er ungt fólk og svo taldi ég saman kynjahlutföllin og konur eru í meirihluta þeirra sem hafa sýnt hjá okkur í gegnum tíðina. Konur virðast hafa meiri áhuga á því að sýna í svona rými sem maður hefði haldið að væri frekar karllægt en það er gaman að sjá að þær sæki til okkar. Við höfum líka verið í samstarfi við listaháskóla í Evrópu, í París og víðar, auk tengsla við LHÍ og þar hefur verið í gangi útgáfa sem margir hafa séð en við finnum líka að þeir sem eru að fylgjast með listasenunni þekkja vel til Verksmiðjunnar.“ Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Við lögðum af stað að Rifi um sexleytið í gær í þæfingi og skafrenningi úr Eyjafirðinum, það var ekkert skemmtilegt og ég gerði allt eins ráð fyrir því að ég þyrfti að sjá eftir þessu, en ég geri það ekki núna,“ segir glaðbeittur Gústav Geir Bollason, umsjónarmaður Verksmiðjunnar á Hjalteyri, sem í gær hlaut hina eftirsóttu Eyrarrós. Eyrarrósin er veitt framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar og er henni ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar. Að Eyrarrósinni standa Listahátíð í Reykjavík, Flugfélag Íslands og Byggðastofnun. Gústav Geir er glaður og þakklátur fyrir verðlaunin og hann segir að vissulega breyti þetta miklu fyrir starfsemi Verksmiðjunnar sem hefur verið starfrækt frá sumrinu 2008. „Ég vona að þetta festi Verksmiðjuna betur í sessi og veki athygli á starfinu. Þetta ætti að hjálpa til við ákveðna hluti þar sem maður þarf pínu að sannfæra fólk um að halda þessu áfram og nú ættum við að hafa aðeins fastara land undir fótum.“ Verksmiðjan á Hjalteyri er listamiðstöð með sýningarsali og gestavinnustofur í gamalli síldarverksmiðju Kveldúlfs við Eyjafjörð og Gústav Geir segir að það hafi verið um fjórtán manns sem töldust stofnendur á sínum tíma en af þeim hafi aðallega verið um fimm manns sem komu þessu af stað. „Það byrjaði með því að ég kallaði til fólk og mest voru þetta listamenn að norðan. Það voru Aðalheiður Eysteinsdóttir, Hlynur Hallsson, Þórarinn Blöndal, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Arna Valsdóttir. Gústav Geir er starfandi myndlistarmaður en hann segir að óneitanlega fari talsverður tími í að sinna Verksmiðjunni. „Það er talsverður undirbúningur á veturna og svo er töluverð vinna á sumrin við að skipuleggja og aðstoða það fólk sem er að vinna og sýna hjá okkur hverju sinni. Listamennirnir sem koma til okkar koma víða að en yfirleitt er ein eða fleiri sýninga ársins á vegum listamanna að norðan og talsvert frá Reykjavík en svo er alltaf talsvert um að við séum með listamenn frá Evrópu og í sumar koma listamenn frá Kanada. Meirihluti þeirra sem vinna hjá okkur er ungt fólk og svo taldi ég saman kynjahlutföllin og konur eru í meirihluta þeirra sem hafa sýnt hjá okkur í gegnum tíðina. Konur virðast hafa meiri áhuga á því að sýna í svona rými sem maður hefði haldið að væri frekar karllægt en það er gaman að sjá að þær sæki til okkar. Við höfum líka verið í samstarfi við listaháskóla í Evrópu, í París og víðar, auk tengsla við LHÍ og þar hefur verið í gangi útgáfa sem margir hafa séð en við finnum líka að þeir sem eru að fylgjast með listasenunni þekkja vel til Verksmiðjunnar.“
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira