Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í dag karlmann fæddan 1975 á Sri Lanka í mánaðarlangt gæsluvarðhald til 18. mars næstkomandi vegna rannsóknar á meintu vinnumansalsmáli.
Maðurinn var handtekinn í Vík um hádegisbil í gær vegna rannsóknarinnar.
Í tilkynningu á vef lögreglu segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu.
Grunur leikur á að tvær útlenskar konur séu þolendur mansals þar sem maðurinn er grunaður um að hafa haldið þeim í vinnuþrælkun.
Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars

Tengdar fréttir

Gefa ofbeldi gegn konum fingurinn úti um allt land
Bein útsending verður frá Hörpu á Vísi svo allir geta dansað í vinnunni eða heima hjá sér.

Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík
Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals.

Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni
Búist við afstöðu dómara síðar í dag.

Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun
Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals.

Fengu fyrirmæli um að hleypa tökumanni Stöðvar 2 ekki í verksmiðjuna
Almannatengslafyrirtækið KOM sendi frá sér villandi tilkynningu fyrr í dag um skilnað Icewear og fyrirtækisins sem hinn grunaði rak.

Konurnar unnu í kjallaranum
Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear.

Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal
Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal.