Kallað eftir aðgerður vegna áhrifa innflutningsbanns Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2016 15:27 Steingrímur J. Sigfússon segir launafólk og byggðir á norðaustur og austurlandi verða fyrir tekjumissi vegna innflutningsbanns Rússa. VÍSIR/STEFÁN Þátttaka Íslendinga í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi vegna hernaðar þeirra gegn Úkraínu, hefur valdið launafólki, sveitarfélögum víða austan og norðaustanlands og útgerðum tekjutapi. Steingrímur J. Sigfússon vitnaði til skýrslu Byggðastofunar frá því í september um þessi áhrif í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði sjávarútvegsráðherra til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggðist grípa vegna tekjutaps þeirra byggðarlaga sem yrðu verst úti. „Það gildir um Þórshöfn, svæðið þar í kring, Raufarhöfn og Langanesbyggð. Gildir alveg sérstaklega um vopnafjörð .... ef hæstvirtur ráðherra vildi tolla í salnum á meðan átt er hér orðastaður við hann .... Vopnafjörð þar sem vinnsla á uppsjávarfiski er eina landvinnslan á staðnum,“ sagði Steingrímur og bætti við að áhrifnanna gætti víða. Þetta tekjutap væri sérstaklega erfitt í smærri byggðarlögum þar sem launafólk hefði byggt afkomu sína á törnum í vinnslu uppsjávarafla. „það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sendi reikninginn norður á Vopnafjörð þegar þeir taka ákvarðanir af því tagi sem menn tóku með því að vera þátttakendur í þessum viðskiptaþvingunum,“ sagði Steingrímur og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hvort aðgerða væri að vænta.Vill bæta fyrir tap launafólks og sveitarfélaga Ráðherra sagði rétt að tiltekin byggðarlög yrðu fyrir tekjutapi vegna viðbragða Rússa við þátttöku Íslendinga í refsiaðgerðum gagnvart þeim. Verið væri að skoða mótvægisaðgerðir fyrir þessi byggðarlög og sæi Byggðastofnun um framkvæmd þeirra. „Það er hins vegar rangt hjá þingmanninum að það séu einungis aðgerðir Rússa sem valdi því að það verði ekki mikil loðnuvinnsla þetta árið,“ sagði Sigurður Ingi. Ástand loðnustofnsins væri bágborið og kvóti því minni en áður. Fundað verði með heimamönnum á Vopnafirði á mánudag þar sem þeir verði upplýstir um aðgerðir. „Það er hins vegar áhugavert ef þingmaðurinn kæmi hér upp með áhugaverðar tillögur um hvernig væri hægt að koma til móts við ólíkar byggðir,“ sagði ráðherrann. „Já, ég skal gera það. Það á að setja landverkafólkið á laun, á tryggingu, í að minnsta kosti í sambærilegan tíma og það hefði haft vinnu á svona sæmilegri vertíð við frystinguna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á þeirra heilsárstekjur. Síðan á að bæta sveitarfélögunum upp tekjutap vegna tapaðs útsvars og aflagjalda,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira
Þátttaka Íslendinga í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi vegna hernaðar þeirra gegn Úkraínu, hefur valdið launafólki, sveitarfélögum víða austan og norðaustanlands og útgerðum tekjutapi. Steingrímur J. Sigfússon vitnaði til skýrslu Byggðastofunar frá því í september um þessi áhrif í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði sjávarútvegsráðherra til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggðist grípa vegna tekjutaps þeirra byggðarlaga sem yrðu verst úti. „Það gildir um Þórshöfn, svæðið þar í kring, Raufarhöfn og Langanesbyggð. Gildir alveg sérstaklega um vopnafjörð .... ef hæstvirtur ráðherra vildi tolla í salnum á meðan átt er hér orðastaður við hann .... Vopnafjörð þar sem vinnsla á uppsjávarfiski er eina landvinnslan á staðnum,“ sagði Steingrímur og bætti við að áhrifnanna gætti víða. Þetta tekjutap væri sérstaklega erfitt í smærri byggðarlögum þar sem launafólk hefði byggt afkomu sína á törnum í vinnslu uppsjávarafla. „það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sendi reikninginn norður á Vopnafjörð þegar þeir taka ákvarðanir af því tagi sem menn tóku með því að vera þátttakendur í þessum viðskiptaþvingunum,“ sagði Steingrímur og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hvort aðgerða væri að vænta.Vill bæta fyrir tap launafólks og sveitarfélaga Ráðherra sagði rétt að tiltekin byggðarlög yrðu fyrir tekjutapi vegna viðbragða Rússa við þátttöku Íslendinga í refsiaðgerðum gagnvart þeim. Verið væri að skoða mótvægisaðgerðir fyrir þessi byggðarlög og sæi Byggðastofnun um framkvæmd þeirra. „Það er hins vegar rangt hjá þingmanninum að það séu einungis aðgerðir Rússa sem valdi því að það verði ekki mikil loðnuvinnsla þetta árið,“ sagði Sigurður Ingi. Ástand loðnustofnsins væri bágborið og kvóti því minni en áður. Fundað verði með heimamönnum á Vopnafirði á mánudag þar sem þeir verði upplýstir um aðgerðir. „Það er hins vegar áhugavert ef þingmaðurinn kæmi hér upp með áhugaverðar tillögur um hvernig væri hægt að koma til móts við ólíkar byggðir,“ sagði ráðherrann. „Já, ég skal gera það. Það á að setja landverkafólkið á laun, á tryggingu, í að minnsta kosti í sambærilegan tíma og það hefði haft vinnu á svona sæmilegri vertíð við frystinguna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á þeirra heilsárstekjur. Síðan á að bæta sveitarfélögunum upp tekjutap vegna tapaðs útsvars og aflagjalda,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira