Austurríkismenn stefna að því að vísa 50 þúsund hælisleitendum úr landi Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2016 23:30 Á síðasta ári komu um 90 þúsund hælisleitendur til Austurríkis, flestir með því að halda yfir landamærin frá Slóveníu. Vísir/AFP Stjórnvöld í Austurríki eru á góðri leið með að samþykkja hertar reglur um flóttamenn og er reiknað með að 50 þúsund hælisleitendum sem hafa fengið synjun um hæli, verði vísað úr landi á næstu þremur árum. Austurrískir miðlar greindu í dag frá nýrri áætlun stjórnvalda þar í landi sem felur meðal annars í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr. Í frétt DR kemur fram að hælisleitendur sem hafa fengið synjun fái nú 370 evrur, um 52 þúsund krónur, þegar þeir yfirgefa landið, en samkvæmt áætluninni stendur til að hækka upphæðina í 500 evrur, samþykki hælisleitandi að flýta brottför sinni. Greint er frá fyrirhuguðum aðgerðum Austurríkisstjórnar á sama tíma og stjórnvöld víða annars staðar í álfunni hafa hert lög og reglur í þeim tilgangi að draga úr fjölda hælisleitenda. Þannig greindu sænsk stjórnvöld frá því fyrr í vikunni að búist sé við að um 80 þúsund hælisleitendum verði vísað úr landi á næstu árum. Stjórnvöld í Vínarborg greindu frá því fyrr á árinu að markmiðið væri að fækka hælisleitendum í 37 þúsund, en á síðasta ári komu um 90 þúsund hælisleitendur til Austurríkis, flestir með því að halda yfir landamærin frá Slóveníu. Innanríkisráðherrann Johanna Mikl-Leitner bendir á að Austurríki sé nú þegar eitt þeirra landa sem vísi flestum hælisleitendum úr landi. Stjórnin vilji hins vegar hraða málsmeðferð hælisleitenda og snúa við þróuninni. Austurríkisstjórn hyggst jafnframt fjölga á lista yfir þau ríki sem talin eru örugg og er búist við að Marokkó, Alsír, Túnis, Gana, Georgíu og Mongólíu verði bætt á listann innan skamms. Tengdar fréttir Svíar undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna Gangi áætlanir sænsku ríkisstjórnarinnar eftir verða um tvö hundruð flóttamenn fluttir á brott frá landinu á degi hverjum. 27. janúar 2016 23:50 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Stjórnvöld í Austurríki eru á góðri leið með að samþykkja hertar reglur um flóttamenn og er reiknað með að 50 þúsund hælisleitendum sem hafa fengið synjun um hæli, verði vísað úr landi á næstu þremur árum. Austurrískir miðlar greindu í dag frá nýrri áætlun stjórnvalda þar í landi sem felur meðal annars í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr. Í frétt DR kemur fram að hælisleitendur sem hafa fengið synjun fái nú 370 evrur, um 52 þúsund krónur, þegar þeir yfirgefa landið, en samkvæmt áætluninni stendur til að hækka upphæðina í 500 evrur, samþykki hælisleitandi að flýta brottför sinni. Greint er frá fyrirhuguðum aðgerðum Austurríkisstjórnar á sama tíma og stjórnvöld víða annars staðar í álfunni hafa hert lög og reglur í þeim tilgangi að draga úr fjölda hælisleitenda. Þannig greindu sænsk stjórnvöld frá því fyrr í vikunni að búist sé við að um 80 þúsund hælisleitendum verði vísað úr landi á næstu árum. Stjórnvöld í Vínarborg greindu frá því fyrr á árinu að markmiðið væri að fækka hælisleitendum í 37 þúsund, en á síðasta ári komu um 90 þúsund hælisleitendur til Austurríkis, flestir með því að halda yfir landamærin frá Slóveníu. Innanríkisráðherrann Johanna Mikl-Leitner bendir á að Austurríki sé nú þegar eitt þeirra landa sem vísi flestum hælisleitendum úr landi. Stjórnin vilji hins vegar hraða málsmeðferð hælisleitenda og snúa við þróuninni. Austurríkisstjórn hyggst jafnframt fjölga á lista yfir þau ríki sem talin eru örugg og er búist við að Marokkó, Alsír, Túnis, Gana, Georgíu og Mongólíu verði bætt á listann innan skamms.
Tengdar fréttir Svíar undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna Gangi áætlanir sænsku ríkisstjórnarinnar eftir verða um tvö hundruð flóttamenn fluttir á brott frá landinu á degi hverjum. 27. janúar 2016 23:50 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Svíar undirbúa brottflutning allt að 80.000 flóttamanna Gangi áætlanir sænsku ríkisstjórnarinnar eftir verða um tvö hundruð flóttamenn fluttir á brott frá landinu á degi hverjum. 27. janúar 2016 23:50