Mikill hiti í mótmælendum í Landsbankanum: „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2016 14:09 Mikill hiti var í hópi mótmælenda sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti í dag til að mótmæla sölu á eignarhlut bankans í Borgun. „Hvar er Steinþór?,“ hrópuðu mótmælendur og voru þá að vísa til bankastjóra Landsbankans Steinþórs Pálssonar sem hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir söluna eftir að í ljós kom að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar Visa Inc. á Visa Europe. Upphæðirnar sem bankinn hæti hafa orðið af eru taldar hlaupa á milljörðum. Mótmælendur báðu Steinþór um að svara fyrir þessa sölu. „Ætlaru að segja mér að þú hafir ekki vitað að Borgun myndi græða svona mikið eftir eitt ár,“ var Steinþór spurður. „Horfðu í augun á fólkinu og segðu þeim þetta,“ var hrópað enn fremur að Steinþóri. Sá sem gekk einna harðast eftir svörum frá bankastjóranum var ljósmyndarinn Spessi Hallbjörnsson. „Málið er það að við seljum á verði sem endurspeglar mikinn vöxt þannig að við erum að framtíðarávinning inn í söluna,“ sagði Steinþór og heyrðist hrópað „lygi“ umsvifalaust úr hópnum. „En hvað tapaði bankinn mikið á þessum viðskiptum?,“ var Steinþór spurður í kjölfarið. „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?.“ „Bankinn varð ekki af neinum milljörðum í þessum viðskiptum,“ svarar Steinþór. Sjá meira frá þessum mótmælum í spilaranum fyrir ofan. Borgunarmálið Tengdar fréttir Alþingi fær upplýsingar um söluna á Borgun Fjármálaeftirlitið krafðist upplýsingar um söluna á Borgun í lok árs 2014. Hefur síðan ekkert látið í sér heyra. Forsætisráðherra kallar Borgunarmálið "augljóst klúður“. 26. janúar 2016 07:00 Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Mikill hiti var í hópi mótmælenda sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti í dag til að mótmæla sölu á eignarhlut bankans í Borgun. „Hvar er Steinþór?,“ hrópuðu mótmælendur og voru þá að vísa til bankastjóra Landsbankans Steinþórs Pálssonar sem hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir söluna eftir að í ljós kom að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar Visa Inc. á Visa Europe. Upphæðirnar sem bankinn hæti hafa orðið af eru taldar hlaupa á milljörðum. Mótmælendur báðu Steinþór um að svara fyrir þessa sölu. „Ætlaru að segja mér að þú hafir ekki vitað að Borgun myndi græða svona mikið eftir eitt ár,“ var Steinþór spurður. „Horfðu í augun á fólkinu og segðu þeim þetta,“ var hrópað enn fremur að Steinþóri. Sá sem gekk einna harðast eftir svörum frá bankastjóranum var ljósmyndarinn Spessi Hallbjörnsson. „Málið er það að við seljum á verði sem endurspeglar mikinn vöxt þannig að við erum að framtíðarávinning inn í söluna,“ sagði Steinþór og heyrðist hrópað „lygi“ umsvifalaust úr hópnum. „En hvað tapaði bankinn mikið á þessum viðskiptum?,“ var Steinþór spurður í kjölfarið. „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?.“ „Bankinn varð ekki af neinum milljörðum í þessum viðskiptum,“ svarar Steinþór. Sjá meira frá þessum mótmælum í spilaranum fyrir ofan.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Alþingi fær upplýsingar um söluna á Borgun Fjármálaeftirlitið krafðist upplýsingar um söluna á Borgun í lok árs 2014. Hefur síðan ekkert látið í sér heyra. Forsætisráðherra kallar Borgunarmálið "augljóst klúður“. 26. janúar 2016 07:00 Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Alþingi fær upplýsingar um söluna á Borgun Fjármálaeftirlitið krafðist upplýsingar um söluna á Borgun í lok árs 2014. Hefur síðan ekkert látið í sér heyra. Forsætisráðherra kallar Borgunarmálið "augljóst klúður“. 26. janúar 2016 07:00
Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51
Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39
Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58