Flugvél AA109 kaus að lenda ekki í Keflavík þrátt fyrir dularfull veikindi Bjarki Ármannsson skrifar 28. janúar 2016 14:30 Flugvél American Airlines sem sneri við innan íslenska flugstjórnarsvæðisins síðdegis í gær vegna dularfullra veikinda hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Vísir/Getty/Flightradar Flugvél American Airlines sem sneri við innan íslenska flugstjórnarsvæðisins síðdegis í gær vegna dularfullra veikinda hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Flugvélinni stóð til boða að lenda í Keflavík en sneri í staðinn við þegar upp komst um veikindi bæði meðal áhafnar og farþega. Vélin var á leið frá Lundúnum til Los Angeles. Að því er farþegar hafa greint frá, leið skyndilega yfir marga um borð, þeirra á meðal flugþjón sem féll á gólfið. Flugfélagið hefur ekki getað greint frá því hvað olli veikindunum þó mörgum kenningum hafi verið slengt fram. Flugvélin var innan íslenska flugstjórnarsvæðisins þegar veikindin komu í ljós og spurt var í kallkerfinu hvort einhverjir læknar eða hjúkrunarfræðingar væru um borð. Svo fór að vélin sneri aftur til Lundúna og lenti á Heathrow-flugvelli en farþegar sem rætt hefur verið við velta því margir fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið lent á Íslandi, í stað þess að fljúga nokkra klukkutíma í viðbót með veika farþega og áhafnarmeðlimi.The welcome into Heathrow earlier! #AA109... What a day! pic.twitter.com/qg0ge99Zvi— Lee Gunn (@gunn_lee) January 27, 2016 Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hafði flugstjórinn samband við flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík og tilkynnti að hann þyrfti að snúa við til Bretlands. Flugstjórnarmiðstöðin spurði hvort hann vildi lenda í Keflavík en flugstjórinn, sem tekur ávallt úrslitaákvörðun í málum sem þessum, ákvað frekar að halda aftur til Heathrow. Þegar vélin lenti á Heathrow tók fjöldi sjúkrabíla á móti henni og læknar og slökkviliðsmenn komu um borð til að meta loftgæði í vélinni. Slökkviliðsmennirnir gátu ekkert fundið sem útskýrði veikindin, að því er talsmaður slökkviliðsins segir í samtali við fréttaveituna Daily Mail.He's not wearing a hazmat suit thankfully but apparently checking Air Quality / Reading ... and we passed the test! pic.twitter.com/j2RvkdFoEe— Eric Winter (@elwinter) January 27, 2016 Fréttir af flugi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Flugvél American Airlines sem sneri við innan íslenska flugstjórnarsvæðisins síðdegis í gær vegna dularfullra veikinda hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Flugvélinni stóð til boða að lenda í Keflavík en sneri í staðinn við þegar upp komst um veikindi bæði meðal áhafnar og farþega. Vélin var á leið frá Lundúnum til Los Angeles. Að því er farþegar hafa greint frá, leið skyndilega yfir marga um borð, þeirra á meðal flugþjón sem féll á gólfið. Flugfélagið hefur ekki getað greint frá því hvað olli veikindunum þó mörgum kenningum hafi verið slengt fram. Flugvélin var innan íslenska flugstjórnarsvæðisins þegar veikindin komu í ljós og spurt var í kallkerfinu hvort einhverjir læknar eða hjúkrunarfræðingar væru um borð. Svo fór að vélin sneri aftur til Lundúna og lenti á Heathrow-flugvelli en farþegar sem rætt hefur verið við velta því margir fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið lent á Íslandi, í stað þess að fljúga nokkra klukkutíma í viðbót með veika farþega og áhafnarmeðlimi.The welcome into Heathrow earlier! #AA109... What a day! pic.twitter.com/qg0ge99Zvi— Lee Gunn (@gunn_lee) January 27, 2016 Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hafði flugstjórinn samband við flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík og tilkynnti að hann þyrfti að snúa við til Bretlands. Flugstjórnarmiðstöðin spurði hvort hann vildi lenda í Keflavík en flugstjórinn, sem tekur ávallt úrslitaákvörðun í málum sem þessum, ákvað frekar að halda aftur til Heathrow. Þegar vélin lenti á Heathrow tók fjöldi sjúkrabíla á móti henni og læknar og slökkviliðsmenn komu um borð til að meta loftgæði í vélinni. Slökkviliðsmennirnir gátu ekkert fundið sem útskýrði veikindin, að því er talsmaður slökkviliðsins segir í samtali við fréttaveituna Daily Mail.He's not wearing a hazmat suit thankfully but apparently checking Air Quality / Reading ... and we passed the test! pic.twitter.com/j2RvkdFoEe— Eric Winter (@elwinter) January 27, 2016
Fréttir af flugi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira