Afleiðingin er frestunarárátta Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 29. janúar 2016 15:30 Steinþór Helgi Arnsteinsson stendur í framkvæmdum á sinni fyrstu íbúð. myndir/Ernir Fyrstu íbúðakaupum fylgja gjarnan léttar framkvæmdir. Steinþór Helgi Arnsteinsson stendur einmitt í þeim sporum og segir iðnaðarmanninn sem öllu stjórnar kjölfestuna í lífi sínu. Hann vonast til að flytja inn eftir mánuð, það sé lýjandi að búa í ferðatösku.„Maður verður rótlaus og hættir að fara í ræktina, frestar því að taka mataræðið í gegn.“„Við vorum að kaupa okkar fyrstu íbúð, við Berglind Pétursdóttir. Við skiptum út öllum pípulögnum og raflögnum, rifum niður veggi og höfum sett upp veggi. Hún er nánast orðin fokheld,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, starfsmaður hjá CCP Games, þegar hann er spurður út í heimilisaðstæður. „Við hefðum svo sem getað flutt strax inn en íbúðin var komin á tíma fyrir smá feislift. Svo vatt þetta aðeins upp á sig. Við búum hjá tengdó á meðan.“Framkvæmdir eiga það til að vinda upp á sig.Nýja íbúðin er á Hverfisgötu enda viðurkennir Steinþór að þau séu bæði hálfgerðar miðbæjarrottur. „Hverfið kringum Hlemm er líka bara gríðarlega spennandi og skemmtilegar breytingar sem eru að eiga sér stað.“Eruð þið handlagin sjálf? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég reyni að hjálpa eins og ég get en þetta myndi aldrei ganga nema fyrir góðan iðnaðarmann sem er verkstjóri yfir þessu öllu. Hann er kjölfestan í lífi mínu núna og sambandið orðið merkilega náið. Enda falla tár í hverri viku,“ segir Steinþór sem þeytist stanslaust milli byggingavöruverslana í leit að réttum flísum, blöndunartækjum, innréttingum og málningu.„Hann er kjölfestan í lífi mínu núna,“ segir Steinþór um iðnaðarmanninn sem stýrir verkinu.Drekkur kaffi með köllunumEr þetta ekki skemmtilegt? „Bæði og. Oft fáum við einhverja flugu í hausinn um að hlutirnir eiga að vera á einhvern ákveðinn máta og verðum að fara í tuttugu búðir til að finna það rétta. Oft þarf þá að panta vöruna sem tekur tíma. Ég taldi saman yfir 40 ferðir sem ég hef farið í Byko og Húsasmiðjuna í þessum mánuði. Ég er orðinn heimavanur þarna, fæ mér kaffi með strákunum, veit hvar betri kaffivélarnar eru og svona. Ef ég tel með ferðirnar í flísa- og lagnabúðir og IKEA eru þetta örugglega hundrað ferðir. Það kom mér eiginlega á óvart hvað þetta eru rosalega margar búðir sem selja innréttingar, flísar og fleira dót.“Steinþór Helgi Arnsteinsson sýnir framkvæmdir í nýju íbúðinni sinni.Frestunarárátta Steinþór og Berglind fengu afhent rétt fyrir jól og hófust strax handa. Ráðgerður innflutningsdagur er eftir mánuð. Þau hljóta að vera orðin spennt. „Já og örugglega tengdaforeldrarnir líka held ég,“ segir Steinþór. „Það er afar lýjandi að búa í ferðatösku. Þetta ástand leiðir líka af sér frestunaráráttu og öll áramótaheit eru farin út um gluggann. Maður verður rótlaus og hættir að fara í ræktina, frestar því að taka mataræðið í gegn. Maður mun ekki koma skikki á lífið fyrr en maður getur sofið í eigin rúmi."Hvaða ráð áttu handa þeim sem ætla að taka íbúð „aðeins“ í gegn?„Númer eitt, tvö og þrjú að vera með góðan iðnaðarmann sem heldur í höndina á manni í gegnum þetta.“ Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira
Fyrstu íbúðakaupum fylgja gjarnan léttar framkvæmdir. Steinþór Helgi Arnsteinsson stendur einmitt í þeim sporum og segir iðnaðarmanninn sem öllu stjórnar kjölfestuna í lífi sínu. Hann vonast til að flytja inn eftir mánuð, það sé lýjandi að búa í ferðatösku.„Maður verður rótlaus og hættir að fara í ræktina, frestar því að taka mataræðið í gegn.“„Við vorum að kaupa okkar fyrstu íbúð, við Berglind Pétursdóttir. Við skiptum út öllum pípulögnum og raflögnum, rifum niður veggi og höfum sett upp veggi. Hún er nánast orðin fokheld,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, starfsmaður hjá CCP Games, þegar hann er spurður út í heimilisaðstæður. „Við hefðum svo sem getað flutt strax inn en íbúðin var komin á tíma fyrir smá feislift. Svo vatt þetta aðeins upp á sig. Við búum hjá tengdó á meðan.“Framkvæmdir eiga það til að vinda upp á sig.Nýja íbúðin er á Hverfisgötu enda viðurkennir Steinþór að þau séu bæði hálfgerðar miðbæjarrottur. „Hverfið kringum Hlemm er líka bara gríðarlega spennandi og skemmtilegar breytingar sem eru að eiga sér stað.“Eruð þið handlagin sjálf? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég reyni að hjálpa eins og ég get en þetta myndi aldrei ganga nema fyrir góðan iðnaðarmann sem er verkstjóri yfir þessu öllu. Hann er kjölfestan í lífi mínu núna og sambandið orðið merkilega náið. Enda falla tár í hverri viku,“ segir Steinþór sem þeytist stanslaust milli byggingavöruverslana í leit að réttum flísum, blöndunartækjum, innréttingum og málningu.„Hann er kjölfestan í lífi mínu núna,“ segir Steinþór um iðnaðarmanninn sem stýrir verkinu.Drekkur kaffi með köllunumEr þetta ekki skemmtilegt? „Bæði og. Oft fáum við einhverja flugu í hausinn um að hlutirnir eiga að vera á einhvern ákveðinn máta og verðum að fara í tuttugu búðir til að finna það rétta. Oft þarf þá að panta vöruna sem tekur tíma. Ég taldi saman yfir 40 ferðir sem ég hef farið í Byko og Húsasmiðjuna í þessum mánuði. Ég er orðinn heimavanur þarna, fæ mér kaffi með strákunum, veit hvar betri kaffivélarnar eru og svona. Ef ég tel með ferðirnar í flísa- og lagnabúðir og IKEA eru þetta örugglega hundrað ferðir. Það kom mér eiginlega á óvart hvað þetta eru rosalega margar búðir sem selja innréttingar, flísar og fleira dót.“Steinþór Helgi Arnsteinsson sýnir framkvæmdir í nýju íbúðinni sinni.Frestunarárátta Steinþór og Berglind fengu afhent rétt fyrir jól og hófust strax handa. Ráðgerður innflutningsdagur er eftir mánuð. Þau hljóta að vera orðin spennt. „Já og örugglega tengdaforeldrarnir líka held ég,“ segir Steinþór. „Það er afar lýjandi að búa í ferðatösku. Þetta ástand leiðir líka af sér frestunaráráttu og öll áramótaheit eru farin út um gluggann. Maður verður rótlaus og hættir að fara í ræktina, frestar því að taka mataræðið í gegn. Maður mun ekki koma skikki á lífið fyrr en maður getur sofið í eigin rúmi."Hvaða ráð áttu handa þeim sem ætla að taka íbúð „aðeins“ í gegn?„Númer eitt, tvö og þrjú að vera með góðan iðnaðarmann sem heldur í höndina á manni í gegnum þetta.“
Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira