Afleiðingin er frestunarárátta Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 29. janúar 2016 15:30 Steinþór Helgi Arnsteinsson stendur í framkvæmdum á sinni fyrstu íbúð. myndir/Ernir Fyrstu íbúðakaupum fylgja gjarnan léttar framkvæmdir. Steinþór Helgi Arnsteinsson stendur einmitt í þeim sporum og segir iðnaðarmanninn sem öllu stjórnar kjölfestuna í lífi sínu. Hann vonast til að flytja inn eftir mánuð, það sé lýjandi að búa í ferðatösku.„Maður verður rótlaus og hættir að fara í ræktina, frestar því að taka mataræðið í gegn.“„Við vorum að kaupa okkar fyrstu íbúð, við Berglind Pétursdóttir. Við skiptum út öllum pípulögnum og raflögnum, rifum niður veggi og höfum sett upp veggi. Hún er nánast orðin fokheld,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, starfsmaður hjá CCP Games, þegar hann er spurður út í heimilisaðstæður. „Við hefðum svo sem getað flutt strax inn en íbúðin var komin á tíma fyrir smá feislift. Svo vatt þetta aðeins upp á sig. Við búum hjá tengdó á meðan.“Framkvæmdir eiga það til að vinda upp á sig.Nýja íbúðin er á Hverfisgötu enda viðurkennir Steinþór að þau séu bæði hálfgerðar miðbæjarrottur. „Hverfið kringum Hlemm er líka bara gríðarlega spennandi og skemmtilegar breytingar sem eru að eiga sér stað.“Eruð þið handlagin sjálf? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég reyni að hjálpa eins og ég get en þetta myndi aldrei ganga nema fyrir góðan iðnaðarmann sem er verkstjóri yfir þessu öllu. Hann er kjölfestan í lífi mínu núna og sambandið orðið merkilega náið. Enda falla tár í hverri viku,“ segir Steinþór sem þeytist stanslaust milli byggingavöruverslana í leit að réttum flísum, blöndunartækjum, innréttingum og málningu.„Hann er kjölfestan í lífi mínu núna,“ segir Steinþór um iðnaðarmanninn sem stýrir verkinu.Drekkur kaffi með köllunumEr þetta ekki skemmtilegt? „Bæði og. Oft fáum við einhverja flugu í hausinn um að hlutirnir eiga að vera á einhvern ákveðinn máta og verðum að fara í tuttugu búðir til að finna það rétta. Oft þarf þá að panta vöruna sem tekur tíma. Ég taldi saman yfir 40 ferðir sem ég hef farið í Byko og Húsasmiðjuna í þessum mánuði. Ég er orðinn heimavanur þarna, fæ mér kaffi með strákunum, veit hvar betri kaffivélarnar eru og svona. Ef ég tel með ferðirnar í flísa- og lagnabúðir og IKEA eru þetta örugglega hundrað ferðir. Það kom mér eiginlega á óvart hvað þetta eru rosalega margar búðir sem selja innréttingar, flísar og fleira dót.“Steinþór Helgi Arnsteinsson sýnir framkvæmdir í nýju íbúðinni sinni.Frestunarárátta Steinþór og Berglind fengu afhent rétt fyrir jól og hófust strax handa. Ráðgerður innflutningsdagur er eftir mánuð. Þau hljóta að vera orðin spennt. „Já og örugglega tengdaforeldrarnir líka held ég,“ segir Steinþór. „Það er afar lýjandi að búa í ferðatösku. Þetta ástand leiðir líka af sér frestunaráráttu og öll áramótaheit eru farin út um gluggann. Maður verður rótlaus og hættir að fara í ræktina, frestar því að taka mataræðið í gegn. Maður mun ekki koma skikki á lífið fyrr en maður getur sofið í eigin rúmi."Hvaða ráð áttu handa þeim sem ætla að taka íbúð „aðeins“ í gegn?„Númer eitt, tvö og þrjú að vera með góðan iðnaðarmann sem heldur í höndina á manni í gegnum þetta.“ Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Fyrstu íbúðakaupum fylgja gjarnan léttar framkvæmdir. Steinþór Helgi Arnsteinsson stendur einmitt í þeim sporum og segir iðnaðarmanninn sem öllu stjórnar kjölfestuna í lífi sínu. Hann vonast til að flytja inn eftir mánuð, það sé lýjandi að búa í ferðatösku.„Maður verður rótlaus og hættir að fara í ræktina, frestar því að taka mataræðið í gegn.“„Við vorum að kaupa okkar fyrstu íbúð, við Berglind Pétursdóttir. Við skiptum út öllum pípulögnum og raflögnum, rifum niður veggi og höfum sett upp veggi. Hún er nánast orðin fokheld,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, starfsmaður hjá CCP Games, þegar hann er spurður út í heimilisaðstæður. „Við hefðum svo sem getað flutt strax inn en íbúðin var komin á tíma fyrir smá feislift. Svo vatt þetta aðeins upp á sig. Við búum hjá tengdó á meðan.“Framkvæmdir eiga það til að vinda upp á sig.Nýja íbúðin er á Hverfisgötu enda viðurkennir Steinþór að þau séu bæði hálfgerðar miðbæjarrottur. „Hverfið kringum Hlemm er líka bara gríðarlega spennandi og skemmtilegar breytingar sem eru að eiga sér stað.“Eruð þið handlagin sjálf? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég reyni að hjálpa eins og ég get en þetta myndi aldrei ganga nema fyrir góðan iðnaðarmann sem er verkstjóri yfir þessu öllu. Hann er kjölfestan í lífi mínu núna og sambandið orðið merkilega náið. Enda falla tár í hverri viku,“ segir Steinþór sem þeytist stanslaust milli byggingavöruverslana í leit að réttum flísum, blöndunartækjum, innréttingum og málningu.„Hann er kjölfestan í lífi mínu núna,“ segir Steinþór um iðnaðarmanninn sem stýrir verkinu.Drekkur kaffi með köllunumEr þetta ekki skemmtilegt? „Bæði og. Oft fáum við einhverja flugu í hausinn um að hlutirnir eiga að vera á einhvern ákveðinn máta og verðum að fara í tuttugu búðir til að finna það rétta. Oft þarf þá að panta vöruna sem tekur tíma. Ég taldi saman yfir 40 ferðir sem ég hef farið í Byko og Húsasmiðjuna í þessum mánuði. Ég er orðinn heimavanur þarna, fæ mér kaffi með strákunum, veit hvar betri kaffivélarnar eru og svona. Ef ég tel með ferðirnar í flísa- og lagnabúðir og IKEA eru þetta örugglega hundrað ferðir. Það kom mér eiginlega á óvart hvað þetta eru rosalega margar búðir sem selja innréttingar, flísar og fleira dót.“Steinþór Helgi Arnsteinsson sýnir framkvæmdir í nýju íbúðinni sinni.Frestunarárátta Steinþór og Berglind fengu afhent rétt fyrir jól og hófust strax handa. Ráðgerður innflutningsdagur er eftir mánuð. Þau hljóta að vera orðin spennt. „Já og örugglega tengdaforeldrarnir líka held ég,“ segir Steinþór. „Það er afar lýjandi að búa í ferðatösku. Þetta ástand leiðir líka af sér frestunaráráttu og öll áramótaheit eru farin út um gluggann. Maður verður rótlaus og hættir að fara í ræktina, frestar því að taka mataræðið í gegn. Maður mun ekki koma skikki á lífið fyrr en maður getur sofið í eigin rúmi."Hvaða ráð áttu handa þeim sem ætla að taka íbúð „aðeins“ í gegn?„Númer eitt, tvö og þrjú að vera með góðan iðnaðarmann sem heldur í höndina á manni í gegnum þetta.“
Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira