Innlent

Gæsluvarðhald í upptökumálinu staðfest

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óvíst er hvort maðurinn verði í gæsluvarðhaldi út vikuna en lögreglumaðurinn var látinn laus degi áður en varðhaldið átti að renna út.
Óvíst er hvort maðurinn verði í gæsluvarðhaldi út vikuna en lögreglumaðurinn var látinn laus degi áður en varðhaldið átti að renna út. Vísir/E.Ól.
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðsúrskurð í héraði yfir manni sem grunaður er um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við rannsóknarlögreglumann hjá fíkniefnadeild. Maðurinn var handtekinn á fimmtudaginn í síðustu viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 15. janúar eða í átta daga. 

Ríkissaksóknari fer með rannsókn málsins en það kom upp eftir að upptaka með samtali mannsins og lögreglumannsins barst embættinu. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfesti við Vísi að Hæstiréttur hefði um hádegisbil staðfest gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr héraði.

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/gva
Farið hefur verið fram á að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verði ekki birtur á vefsíðu Hæstaréttar, eins og almennt tíðkast, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Úrskurðurinn yfir lögeglumanninum hefur ekki verið birtur af sömu ástæðu

Óvíst er hvort maðurinn verði í gæsluvarðhaldi út vikuna en lögreglumaðurinn var látinn laus degi áður en varðhaldið átti að renna út. Óvenjulangan tíma tók fyrir Hæstarétt að staðfesta varðhaldið en fimm dagar eru liðnir síðan héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.