Krefjast þess að máli Mirjam verði frestað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2016 16:27 Mirjam hefur dvalið í fangelsinu á Akureyri mánuðum saman. Hún á yfir höfði sér ellefu ára fangelsisvist staðfesti Hæstiréttur dóminn úr Héraðsdómi Reykjaness. Vísir Björgvin Jónsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjendur Mirjam Foekje Van Twuijver og Atla Freys Fjölnissonar, hafa farið fram á við Hæstarétt að málsmeðferð í máli þeirra fyrir réttinum verði frestað um ótiltekin tíma. Mirjam hlaut ellefu ára dóm og Atli Freyr fimm ára dóm í héraði fyrir aðild sína að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið við tálbeituaðgerð við Hótel Frón. Verjendurnir byggja kröfu sína á því að á því að héraðssaksóknari hafi nú hafið sakamálarannsókn vegna meintrar refsiverðrar háttsemi lögreglufulltrúa sem stýrði rannsóknaraðgerð í málinu. Í ljósi þess geti niðurstaða á þeirri rannsókn héraðssaksóknara varpað ljósi á málsatvik og haft áhrif á refsingu ákærðu í málinu í Hæstarétti. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi Atla Freys, sendisveinsins sem veitti gerviefnum viðtöku.Vísir/GVAYrði þyngsti dómur sögunnarVísir hefur fjallað um málið undanfarnar vikur og mánuði. Athygli vekur að þrátt fyrir að lögreglufulltrúinn, sem nú sætir rannsókn, hafi stýrt aðgerðum við Hótel Frón er engar upplýsingar þess efnis að finna í gögnum málsins þar sem meðal annars er að finna lögregluskýrslur. Bar hann ekki vitni í málinu fyrir héraði.Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort lögreglumanninum verði vísað frá störfum á meðan mál hans er rannsakað.Verði ellefu ára dómur yfir hollensku konunni staðfestur er um að ræða þyngsta dóm í sögu fíkniefnamála hér á landi. Þrátt fyrir það var hún einstaklega hjálpsöm við rannsókn lögreglu á málinu. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ára fangelsi. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira
Björgvin Jónsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjendur Mirjam Foekje Van Twuijver og Atla Freys Fjölnissonar, hafa farið fram á við Hæstarétt að málsmeðferð í máli þeirra fyrir réttinum verði frestað um ótiltekin tíma. Mirjam hlaut ellefu ára dóm og Atli Freyr fimm ára dóm í héraði fyrir aðild sína að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið við tálbeituaðgerð við Hótel Frón. Verjendurnir byggja kröfu sína á því að á því að héraðssaksóknari hafi nú hafið sakamálarannsókn vegna meintrar refsiverðrar háttsemi lögreglufulltrúa sem stýrði rannsóknaraðgerð í málinu. Í ljósi þess geti niðurstaða á þeirri rannsókn héraðssaksóknara varpað ljósi á málsatvik og haft áhrif á refsingu ákærðu í málinu í Hæstarétti. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi Atla Freys, sendisveinsins sem veitti gerviefnum viðtöku.Vísir/GVAYrði þyngsti dómur sögunnarVísir hefur fjallað um málið undanfarnar vikur og mánuði. Athygli vekur að þrátt fyrir að lögreglufulltrúinn, sem nú sætir rannsókn, hafi stýrt aðgerðum við Hótel Frón er engar upplýsingar þess efnis að finna í gögnum málsins þar sem meðal annars er að finna lögregluskýrslur. Bar hann ekki vitni í málinu fyrir héraði.Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort lögreglumanninum verði vísað frá störfum á meðan mál hans er rannsakað.Verði ellefu ára dómur yfir hollensku konunni staðfestur er um að ræða þyngsta dóm í sögu fíkniefnamála hér á landi. Þrátt fyrir það var hún einstaklega hjálpsöm við rannsókn lögreglu á málinu. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ára fangelsi.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18