Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2016 16:58 Gunnar Scheving Thorsteinsson. vísir/valli Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Gunnar. Í dómi Hæstaréttar, sem sjá má hér, segir meðal annars: „Upplýsingar um nafn, aldur, búsetusvæði og andlegt ástand 13 ára gamals drengs, sem ákærði fékk vitneskju um í starfi sínu sem lögreglumaður og hann hafði afskipti af, sem og tilgreining ástæðu afskiptanna, falla ótvírætt undir upplýsingar um einkahagi manna sem eðlilegt og sanngjarnt er að fari leynt. Upplýsingar þessar gaf ákærði af ásetningi og skiptir þá að öðru leyti engu hvort hann hafi um leið búið yfir ásetningi til að brjóta með þeirri háttsemi gagngert gegn 136. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt framangreindu hefur ákærði með þeirri háttsemi sem greinir í öðrum lið ákæru brotið gegn því lagaákvæði og verður sakfelldur fyrir hana.“ Gunnari er hins vegar ekki gerð refsing í málinu og lítur dómurinn meðal annars til þess að hann hafi ekki hlotið dóm áður. Upphaflega var Gunnar einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar LÖKE, án þess að þær uppflettingar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var hins vegar felldur niður þar sem ekki var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Ekki var hægt að útiloka að uppflettingarnar í upplýsingakerfinu tengdust starfi hans. Þá stóð eftir síðari ákæruliðurinn sem sneri að því sem Hæstiréttur hefur nú sakfellt Gunnar fyrir. Í kjölfar sýknudóms héraðsdóms sneri Gunnar aftur til starfa hjá lögreglunni í mars síðastliðnum. Tengdar fréttir LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33 Gunnar Scheving sýknaður í LÖKE-málinu Var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. 17. mars 2015 09:55 LÖKE-málið: Ekki rétt að víkja Gunnari tímabundið frá störfum Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. 7. júlí 2015 13:22 Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10 Dæmdur fyrir ærumeiðingar í garð Gunnars Tæplega þrítugur karlmaður þarf að greiða Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni 250 þúsund krónur í miskabætur. 7. október 2015 16:42 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Gunnar. Í dómi Hæstaréttar, sem sjá má hér, segir meðal annars: „Upplýsingar um nafn, aldur, búsetusvæði og andlegt ástand 13 ára gamals drengs, sem ákærði fékk vitneskju um í starfi sínu sem lögreglumaður og hann hafði afskipti af, sem og tilgreining ástæðu afskiptanna, falla ótvírætt undir upplýsingar um einkahagi manna sem eðlilegt og sanngjarnt er að fari leynt. Upplýsingar þessar gaf ákærði af ásetningi og skiptir þá að öðru leyti engu hvort hann hafi um leið búið yfir ásetningi til að brjóta með þeirri háttsemi gagngert gegn 136. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt framangreindu hefur ákærði með þeirri háttsemi sem greinir í öðrum lið ákæru brotið gegn því lagaákvæði og verður sakfelldur fyrir hana.“ Gunnari er hins vegar ekki gerð refsing í málinu og lítur dómurinn meðal annars til þess að hann hafi ekki hlotið dóm áður. Upphaflega var Gunnar einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar LÖKE, án þess að þær uppflettingar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var hins vegar felldur niður þar sem ekki var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Ekki var hægt að útiloka að uppflettingarnar í upplýsingakerfinu tengdust starfi hans. Þá stóð eftir síðari ákæruliðurinn sem sneri að því sem Hæstiréttur hefur nú sakfellt Gunnar fyrir. Í kjölfar sýknudóms héraðsdóms sneri Gunnar aftur til starfa hjá lögreglunni í mars síðastliðnum.
Tengdar fréttir LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33 Gunnar Scheving sýknaður í LÖKE-málinu Var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. 17. mars 2015 09:55 LÖKE-málið: Ekki rétt að víkja Gunnari tímabundið frá störfum Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. 7. júlí 2015 13:22 Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10 Dæmdur fyrir ærumeiðingar í garð Gunnars Tæplega þrítugur karlmaður þarf að greiða Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni 250 þúsund krónur í miskabætur. 7. október 2015 16:42 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33
Gunnar Scheving sýknaður í LÖKE-málinu Var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. 17. mars 2015 09:55
LÖKE-málið: Ekki rétt að víkja Gunnari tímabundið frá störfum Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. 7. júlí 2015 13:22
Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10
Dæmdur fyrir ærumeiðingar í garð Gunnars Tæplega þrítugur karlmaður þarf að greiða Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni 250 þúsund krónur í miskabætur. 7. október 2015 16:42